Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 18

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 18
18 HARALD L. TVETERÁS Og þessi voru niðurlagsorð hans: „En fyrst og fremst er leikritið vitaskuld skáldskapur um menn og mannleg örlög.“ Eins getum við ekki gengið framhjá því, að í þeim leikritum, sem íjalla um þjóðfélagsleg átök, tekur hann afstöðu með frelsisöílunum gegn afturhaldi, gegn tvöföldu siðgæði í samfélaginu og stólpum þjóð- félagsins. Hann beitir einfaldlega þeirra aðferð að láta rás atburðanna afhjúpa þessar persónur. Og ég held það sé rétt hjá sumum nýjustu Ibsensrannsakendum, að skáldið afhjúpar tvöfeldni persóna sinna, um leið og það fellir dóm yfir þeim. Af því leiðir, að hann tekur afstöðu. Hann er strangur dómari, eins og þegar prófessor Rubek, myndhöggv- arinn í „Pegar við rísum upp frá dauðum“, ávarpar brjóstmyndir sínar, konur og karla. A ytra borði voru það eftirlíkingar, en undir niðri duldist andlit dýra, hátíðlegir og heiðarlegir hrosshausar, asnasnopp- ur, hundaskallar og svínstrýni. Þessi tilhneiging að skapa skopmyndir má rekja allar götur aftur til áranna í Grimstad og Andhrímnistímabilsins í Osló, en með aukinni sjálfsþekkingu sveið æ meir undan svipuhöggum hans og kannski sárast í seinasta leikriti hans „Þegar við rísum upp frá dauðum“, þar sem hann rýnir hvað harðast í eigin barm. Hvern ætlaði hann að hirta? Góðborgara, valdamenn, já, hann naut þess vissulega að afhjúpa þá. En ég held, að menn átti sig ekki á Henrik Ibsen og uppsprettu skáldskapar hans, ef þeim er ekki ljóst, að það er fyrst og fremst að sjálfum sér, sem hann vegur. Óhagganleg trú hans á mannlega reisn, á frelsi og ábyrgð, - allt það, sem ber skáldskap hans uppi, stendur í nánum tengslum við þá dýrkeyptu sannfæringu hans, að það sé í afkimum sálarlífs okkar, sem við getum gert okkur vonir um að leysa siðræn ogfélagslegvandamál mannkynsins. I leikritinu „Þegar við rísum upp frá dauðum“ tekur hann fyrir, hvað það kostar þann, sem helgar líf sitt slíkri frelsun, en þar spyr hann sjálfan sig á gamals aldri, hvort hann hafi yfirleitt lifað lífinu. Rubek hefur brugðizt lífinu, hann hefur brugðizt Irene, sem var fyrirsæta hans, en ekki kona hans né heldur barnsmóðir. En einmitt með því að rýna miskunnarlaust í eigin barm, á langri ævi, tókst Henrik Ibsen að ná þeim samruna, sem hann svo oft haíði öfundað Björnson af: skáldskapur hans og líf runnu saman í eitt. Agnar Þórðarson þýddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.