Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 18

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 18
18 HARALD L. TVETERÁS Og þessi voru niðurlagsorð hans: „En fyrst og fremst er leikritið vitaskuld skáldskapur um menn og mannleg örlög.“ Eins getum við ekki gengið framhjá því, að í þeim leikritum, sem íjalla um þjóðfélagsleg átök, tekur hann afstöðu með frelsisöílunum gegn afturhaldi, gegn tvöföldu siðgæði í samfélaginu og stólpum þjóð- félagsins. Hann beitir einfaldlega þeirra aðferð að láta rás atburðanna afhjúpa þessar persónur. Og ég held það sé rétt hjá sumum nýjustu Ibsensrannsakendum, að skáldið afhjúpar tvöfeldni persóna sinna, um leið og það fellir dóm yfir þeim. Af því leiðir, að hann tekur afstöðu. Hann er strangur dómari, eins og þegar prófessor Rubek, myndhöggv- arinn í „Pegar við rísum upp frá dauðum“, ávarpar brjóstmyndir sínar, konur og karla. A ytra borði voru það eftirlíkingar, en undir niðri duldist andlit dýra, hátíðlegir og heiðarlegir hrosshausar, asnasnopp- ur, hundaskallar og svínstrýni. Þessi tilhneiging að skapa skopmyndir má rekja allar götur aftur til áranna í Grimstad og Andhrímnistímabilsins í Osló, en með aukinni sjálfsþekkingu sveið æ meir undan svipuhöggum hans og kannski sárast í seinasta leikriti hans „Þegar við rísum upp frá dauðum“, þar sem hann rýnir hvað harðast í eigin barm. Hvern ætlaði hann að hirta? Góðborgara, valdamenn, já, hann naut þess vissulega að afhjúpa þá. En ég held, að menn átti sig ekki á Henrik Ibsen og uppsprettu skáldskapar hans, ef þeim er ekki ljóst, að það er fyrst og fremst að sjálfum sér, sem hann vegur. Óhagganleg trú hans á mannlega reisn, á frelsi og ábyrgð, - allt það, sem ber skáldskap hans uppi, stendur í nánum tengslum við þá dýrkeyptu sannfæringu hans, að það sé í afkimum sálarlífs okkar, sem við getum gert okkur vonir um að leysa siðræn ogfélagslegvandamál mannkynsins. I leikritinu „Þegar við rísum upp frá dauðum“ tekur hann fyrir, hvað það kostar þann, sem helgar líf sitt slíkri frelsun, en þar spyr hann sjálfan sig á gamals aldri, hvort hann hafi yfirleitt lifað lífinu. Rubek hefur brugðizt lífinu, hann hefur brugðizt Irene, sem var fyrirsæta hans, en ekki kona hans né heldur barnsmóðir. En einmitt með því að rýna miskunnarlaust í eigin barm, á langri ævi, tókst Henrik Ibsen að ná þeim samruna, sem hann svo oft haíði öfundað Björnson af: skáldskapur hans og líf runnu saman í eitt. Agnar Þórðarson þýddi.

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.