Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 27

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 27
DAGBÆKUR FINNBOGA BERNÓDUSSONAR 27 lesnar sögur og kveðnar rímur. Og í rökkrinu sagðar draugasögur og fyrirburðasögur. Menn sögðu þætti úr eigin lífssögu eða annarra, er þeir þekktu. I öllu þessu var geipilegur fróðleikur um menn og atburði. Helzta frásagnarefnið var um svaðilfarir á sjó og landi, ástalífssögur, hesta- og skipasögur og ferðasögur. Og einstakir menn gátu sagt frá siglingum sínum til annarra landa. I stuttu máli, sögur um allt í jörðu og á, að ógleymdum öllum draumunum, en margir þeirra voru fróð- legir og skemmtilegir, og hef ég skrifað suma þeirra. Það var hreinasti skóli að hlýða á alla þessa menn segja frá. Eg var snemma forvitinn og drakk í mig ógrynni af alls konar frásögnum, kvæðum og vísum. Mér var gefið gott minni, og hefur sumt af því, sem ég hlýddi á í þessum „alþýðuskóla“, loðað í minni mínu síðan. En hitt er þó stórum meira, sem ég hefgleymt, enda hefði þurft óhemju minni til að muna það allt, svo margvíslegt og margbrotið var það.“ Faðir Finnboga varð fyrir voveiflegu slysi, þá er hann var að aðstoða við að bjarga áhöfn og bát í lendingu 7. janúar 1909, og lézt af afleiðingum þess fjórum dögum síðar. — Nokkru fyrr hafði verið afráð- ið, að Finnbogi færi til smíðanáms í Reykjavík. En við lát föður síns segir hann: ,,Þá sá ég allar mínar framtíðarvonir hrynja til grunna. Ég stóð eftir, unglingur á seytjánda ári, með tvær gamlar konur, móður mína og ömmu, sem var blind. Og ég vissi, að ég átti að vera forsjá þeirra, það var enginn annar til, þar sem ég var eina barn foreldra minna á lífi. Ég tók svo við heimilinu og stundaði eftir það sjó allan ársins hring, nema ef eitthvað betra bauðst í landi að sumrinu. Ég var aldrei formaður, mér fannst það binda mig of mikið. Það var aldrei ætlan mín að verða sjómaður, þó það yrði mitt aðalstarfum nærri fjörutíu ára skeið. Ég hef alla ævi verið hneigður til smíða og vann oft allmikið við þær, eins og sjá má af dagbókum mínum, því að þá var skortur á lærðum mönnum í faginu. Ég hef alltaf átt dálítið verkstæði heima og vann þar oft fyrr meir.“ Tvítugur kvæntist Finnbogi unnustu sinni, Sesselju Sturludóttur frá Hrauni í Hólshreppi, en hún var þá 19 ára. Þau eignuðust 13 börn, og má af því marka, að þeim hefur ekki hent að hafa hendur í skauti að staðaldri. Sesselja lézt í byrjun árs 1963. Síðan hefur Finnbogi verið einbúi, en að öðru leyti átt athvarf hjá dætrum sínum. - Ekki hefur Finnboga skort verkefni eftir að hann hætti að sinna erfiðisvinnu, því að á þau er hann fundvís. Hann er mjög listfengur og hefur við iðju sína í þá veru notað margvíslegt efni, eins og grjót, tré, bein og pappír.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.