Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 43

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 43
RITUNARTÍMI ELDRITS SVEINS PÁLSSONAR KIRURGS 43 maður um náttúrufræði. Gögn brestur til að dæma um, hvort Rothe kunni að hafa átt frumkvæðið, en böndin berast frekar að Magnúsi, deilan milli föður hans og landfógeta er nú að komast á alvarlegt stig, og Magnús hefur eílaust litið það óhýru auga, hve mjög Sveinn dvald- ist við rannsóknir í Viðey og hve náin vinátta var með honum og Geir Vídalín dómkirkjupresti, systursyni landfógeta. Magnús hefur haft erindisbréf Sveins og lög Naturhistorie Selskabets undir höndum, það sést afjournal ársins 1791 (Sveinn Pálsson 1945, 12—22) ogdagbókum Sveins. Samkvæmt journalnum verður Sveinn samferða Ólafi stift- amtmanni frá Reykjavík að Innra-Hólmi 19. ágúst, og hann dvelst þar, á Leirá og á Hvítárvöllum til 7. september, og að hann hafi verið með skilríki sín í þeirri ferð, sést af eftirfarandi færslu í dagbókum hans 4. febrúar 1792: „breve fra vísel[ögmand] Steph[án] og Frue med Naturh. Selsk. Love og Plan“. Það er því engan veginn ólíklega til getið, að það sé einnig Magnús, sem sendi vini sínum Jóni Péturssyni fjórðungskirurgi afrit af erindisbréfi Sveins með tilmælum um að fylgj- ast með því, að hann eyddi ekki óhóflegum tíma í sjúklingastúss, þegar hann kæmi í rannsóknaleiðangur í Skagafjörð. Því miður eru víst engin af bréfum stjórnar Naturhistorie Selskabets til Sveins varðveitt, sem eflaust gætu greitt úr þessum vafa. Um neitun setts landfógeta að greiða ávísun stiftamtmanns til handa Sveini kemur eflaust til greina, hve illa Magnúsi gekk að ná plöggum forvera síns í embættinu, auk þess sem hann hefur kannske álitið, að styrktími Sveins væri á enda, þar sem erindisbréfið var dagsett 16. júní 1791, og ekki stæði til að framlengja hann. Það má svo geta sér þess til, að miðlungi vel hafi farið á með þeim Magnúsi og Sveini eftir tveggja vetra setu hans í Viðey og eflaust kvisazt, að hann væri heitbundinn dótturdóttur Skúla [(Jón Steffensen 1976a, 275-277). En eins og þegar er sagt, fær Sveinn ávísun Ólafs stiftamtmanns á jarðabókarsjóð 21. maí 1794, svo að Ólafur er þá búinn að fá tilkynningu frá renntukammeri um greiðsluna og honum eflaust verið ljóst, að það kom deilum þeirra landfógeta ekkert við og því ekki stætt á því hjá seitum landfógeta að neita greiðslu. Það verður ekki annað séð en ætíð hafi farið vel á með þeim Sveini og Ólafi og þeir því getað ræðzt við í einlægni, þegar hann bauð Sveini til sín 8. júní 1794. Sveinn hefur sýnt Ólafi fram á, að með síðustu ávísun hafi honum samtals verið ávísað 500 rd., þ. e. 200 rd í Kaupmannahöfn, síðan ávísunum frá stiftamtmanni, hverri á 100 rd, 15. febrúar 1792, 29. apríl 1793 og 21. maí 1794, og hann ætti því enn inni hjá Naturhist- orie Selskabet 100 rd, sem hann vonaðist til að fá staðfestingu á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.