Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 37

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 37
RITUNARTÍMI ELDRITS SVEINS PÁLSSONAR KIRURGS 37 eftir 40 ára þjónustu. Hinn 5. átti ég því láni að fagna, að settur landfógeti, Magnús lögmaður Stephensen, neitaði mér um greiðslu á 100 ríkisdala ávísun, er faðir hans hafði gefið út mér til handa af jarðabókarsjóðnum. Og ennfremur hlotnaðist mér sú óvænta ánægja að frétta hjá trúnaðarvini lögmannsins (Ekki gat hann þess sjálfur), að þessi neitun stafaði frá bréfi til nefnds lögmanns frá þeim gamla heimspekingi T. Rothe (sem stærði sig af því í bréfi til lögmannsins í fyrra, að hann hefði stofnað Naturh. Selskabet). Þegar í fyrrasumar var ég svo greiðvikinn að láta af hendi við lögmann þennan allmargt sýnishorna frá Geysi, sem ég hafði aukreitis, ásamt skrá yfir þau, og ennfremur svaraði ég eftir beztu getu nokkrum fyrirspurnum, er ég fékk í hendur, en þetta hafði Rothe beðið lög- manninn að annast fyrir sig. Hvort sem lögmaðurinn hefur talið sér verkið og jafnframt baknagað mig ( ef til vill líka eftir tilmælum frá Rothe) eða ekki, lætur þessi heimspekingsskröggur sér sæma að skrifa eitthvað á þessa leið: ,,Frá Poulsen fréttum við mjög lítið. Sonur minn (ritari í stjórn Naturhist. Selskabet) hefur skrifað honum tvö bréf (aðeins eitt hef ég fengið, dags. 3. apríl 1792), en ekkert svar fengið.“ (En sú lygi! Eg skrifaði honum aftur 17. marz 1793, eins og bréfabók mín ber með sér.) Enn segir heimspekingurinn, að félagsstjórnin neiti að framlengja ferðalag mitt“ (Sveinn Pálsson 1945, 346). I dagbókum Sveins er getið beggja hinna dagsettu bréfa, en ekki er þar getið trúnaðarvinar lögmanns. En hann hlýtur að hafa verið mjög nákunnugur öllum málavöxtum, þar sem hann kann að greina frá orðréttum köflum úr bréfinu. Mér kemur helzt í hug Guðmundur Jónsson Skagfjörð, sem þá var ritari Ólafs stiftamtmanns, en tók við prentverkinu í Leirárgörðum 1795 á vegum Magnúsar, og Sveinn var kunnugur Guðmundi frá því hann var prentari á Hólum, er Sveinn var þar við nám. Dagbækur Sveins gefa eftirfarandi upplýsingar um athafnir hans vorið ogfyrri hluta sumars 1794, áður en austurferð hans hefst. Þann 1. maí tekur hann sig upp frá Hlíðarenda og kemur til Viðeyjar 6. maí. Hann dvelst þar og í Reykjavík til 13. júní, eins og segir í journal hans, sumpart við náttúrufræðilegar athuganir, en aðallega í von um að fá bréf frá Naturhistorie Selskabet með frekari fyrirmælum um framhald rannsóknanna (Sveinn Pálsson 1945, 344). Síðan segja dagbækur Sveins: „21. maí, Anvisnfing] frá Stiftamtm. 100 rd. / 22. maí, skrev Stiftamtm. um að geima etc. og Auction / 30. maí, kom S[ýslu]m[aður] Thorarensen. /31. maí, vid til Víkur, kom
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.