Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 34

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 34
34 JÓN STEFFENSEN Sveinn sendir Naturhistorie Selskabet Jöklaritið með bréfi til félagsins dags. 20. maí 1795 (ÍB. 7 fol.), en hvenær hann álíti, að það hafi geispað golunni, er vafamál. Félagið starfaði afmiklum krafti fyrsta tug ævi þess, og kenndi þá Martin Vahl náttúrufræði á þess kostnað og var ásamt P. C. Abildgaard aðaldriffjöðrin í því. Abildgaard lézt árið 1801, og á sama ári lét Vahl af kennslu á vegum félagsins, er hann varð prófessor í grasafræði við Hafnarháskóla, og hætti þá félagið þeirri starfsemi. Af félagsritinu, Skrivter af Naturhistorie-Selskabet, komu 5 fyrstu bindi þess, er hvert var í 2 heftum, út á árunum 1790-1802, en síðan líða 8 ár, þar til 6. og síðasta bindi þess, sem er einungis registur, kemur út. Prófessor Vahl stýrði ritinu, meðan hans naut við, og með láti hans 24. des. 1804 er líklegt, að Sveinn hafi talið daga félagsins alla, en í reynd varð félagið meðal þeirra, sem líða út af án þess nokkur kunni að greina frá því nær það skeði (Gosch 1873, 508 -551). Loks er í II. kafla Eldritsins vitnað til Eftirmæla 18. aldar eftir Magnús Steph- ensen (Sveinn Pálsson 1945, 580). Þau komu út 1806, svo að það ár getur Eldritið í núverandi mynd í fyrsta lagi verið að fullu ritað. I fyrirsögn ritgerðarinnar kemur fram ósamkvæmni, sem er ekki Sveini lík. Þar sent söfnun efnisins í hana er gerð á árunum 1793 og 1794, er það ekki héraðskírúrginn, sem það gerir, þó að önnur að ofan tilvitnuð atriði bendi til þess, að ritið hafi fengið á sig núverandi form eftir að hann var orðinn það. Journal holden paa en Naturforsker- Reise udi Island í IB. 1-3 fol. eru skýrslur Sveins til Directionen for Naturhistorie Selskabet, meðan hann vann á vegum þess, enda til slíkrar skýrslugerðar ætlazt bæði í lögum félagsins og áréttað í Instruc- tion stjórnar þess til Sveins, en þar segir undir lok hennar: „Foruden hvad Hr. Paulsen nöjagtigen anmærker om de fundne Natur Produk- ter og de mærkværdigheder som Naturen ellers frembyder, bliver og i Dagbogen, af hvilken han i fölge Selskabets Loves 9 Cap. 3 art. maae, saa ofte fore kan, indberette til Directionen hvad Iagtagelser han paa sine Rejser kan faae giort og han for udrettet“ (ÍB. 7 fol. Instruction for Hr. Paulsen, paa hans Reise i Island). Það má því ætla, að stjórn félagsins hafi fengið samrit af öllum journölum Sveins, en þeim fylgdu ekki hinar stóru sérritgerðir, Jökla- ritið og Eldritið. Það kemur meðal annars fram í bréfi dags. 19. maí 1795, sem Sveinn sendir Naturhistorie Selskabet með síðasta journal hans til þess, journal ársins 1794, en í því segir: „Det deri [þ. e. journalnum] nævnte Tillæg til 1783 Aars Volcans beskr[ivelse] er vel færdigt, kan dog for visse Aarsagers Skyld ikke sendes denne Gang men
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.