Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 10

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 10
10 HARALD L. TVETERÁS Eins og þessir tveir svipmiklu andlegu jöfrar birtast okkur hvor andspænis öðrum í norskri sögu síðari tíma, verður okkur að vera ljóst, hve gjörólíkir þeir voru bæði í útliti og innra með sér. Það er skiljanlegt, að vinátta þeirra væri þeim vart nægileg trygging á löngum lífsferli. En þeir voru vinir, og þar sem við ætlum hér að virða fyrir okkur vináttu þeirra frá sjónarmiði Ibsens, er óhjákvæmilegt, að ég staldri ögn við. Ef einhver skyldi í alvöru reyna að rannsaka þetta nánar, hvernig þræðir liggja, þá kemur kannski í ljós, að varla hefur nokkur maður, að Súsönnu undanskilinni, haft jafn mikil áhrif á lífsstefnu Ibsens og Björnstjerne Björnson. Ibsen vissi, hvað hann stóð í mikilli þakkar- skuld við Björnson, og það var einmitt höfuðástæðan fyrir því, að upp úr slitnaði. Hann sagði sundur með þeim, jafnskjótt og hann treysti sér til að vera án vináttu Björnsons. I vináttunni við hann fólst skuld- binding, sem hefur orkað þrúgandi á Ibsen á því tímabili, sem hann varð að njóta fullkomins frjálsræðis til að finna sjálfan sig. Björnson var íjórum árum yngri en Ibsen. Fyrsta bók hans Sigrún á Sunnuhvoli kom út 1857 og vakti strax geysiathygli. Lánið lék við hann, sjálfsöryggi lýsti af honum, hann var fyrirmannlegur og vígreif- ur. Hvar sem hann fór, flykktust menn að honum. Leið Ibsens lá hins vegar frá auðmýkingu bernsku og æskuáranna, skugginn af gjaldþroti föður hans hvíldi yfir honum með fátækt og stéttarútskúfun. Hann gaf út fyrstu bók sína 1850, það var Catilina, leikrit um uppreisnarmann, sem á í innra stríði, efni sem Ibsen var mjög hugleikið. Leikhús og bókaforlög höfnuðu því, en það var þó um síðir gefið út á kostnað eins af vinum hans. A næstu árum fylgdu í kjölfarið fleiri leikhúsverk, en ekkert þeirra vakti athygli. Hann gerði sér miklar vonir um Víkingana á Hálogalandi, en efnið sótti hann í Islendingasögur. Ut af því spunnust deilur, þar sem leikhúsið í Krist- ianíu hafnaði leikritinu. Auk þess snerist Björnson gegn þeim furðu- lega sögustíl, sem verkið er samið í, skáld verður umfram allt að byggja á lifandi máli, sagði hann. Æðstiprestur Norðurlanda í fagurfræði, Johan Ludvig Heiberg, hélt því fram, að persónunum væri lýst á svo óheflaðan og taumlausan hátt, að slíkt bryti í bág við almennan fagurfræðilegan og bókmenntalegan smekk. Hann hafnaði verkinu fyrir hönd Konunglega leikhússins í Kaupmannahöfn með þessum óvarlegu ummælum: „Framgangur norsks leiklistarlífs veltur tæplega á tilraunum af þessu tagi, það danska þarf þeirra ekki með, sem betur fer.“ Tíu árum síðar voru aðstæðurnar orðnar allt aðrar, þá veitti dönsku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.