Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 93
LANDSBÓKASAFNIÐ 1978
93
sjást á yfirborðinu í vefnaðinum nokkrir einstakir þættir, er lífga upp á
teppið og styrkja það. Hér skiptast á þykkir og þunnir þræðir, ullar-
þræðir, nylonþræðir, málmþræðir. Listakonan hefur jafnmikið yndi af
mögnuðum litaandstæðum og hinum gráu litum - allt frá næstum
hvítu til dökkgrárra lita. Um hið óhlutlæga verk sitt segir Synnpve
Anker Aurdal: „Ég hef haft í huga hafið, hið þýða hljóð þess, hreyfmgu
og hrynjandi, en þó fyrst og fremst leiðir skáldskaparins milli íslands
og Noregs. Ætlunin er og að sýna hin gagnvirku og uppörvandi áhrif,
sem þjóðirnar hafa svo lengi haft hvor á aðra.“
Gildi skáldskaparins er undirstrikað í þeim tilvitnunum úr fornum
verkum og nýjum, sem ofnar eru í teppisrendurnar.
Synnpve Anker Aurdal kemst svo að orði um vefnaðarlistina:
„Pað er að mínum dómi sérstakt um vefnaðarlistina, að hún er sterkar
bundin en aðrar listgreinar við þau þröngu mörk, er veftæknin setur
henni. Engu að síður hefur maður mikið svigrúm til að koma sjálfum
sér og hugmyndum sínum á framfæri bæði í efni, formi og litum.
Endurnýjunin felst líka í því, að maður leitast stöðugt við að fá sagt hið
persónulega, hið einstaklingsbundna, hvað sem allri hefð og svo-
kölluðum stefnum tímans líður.“ En á öðrum stað orðar hún þetta svo:
„Hefð er ekki aðeins eitthvað gamalt, heldur einnig eitthvað nýtt, sem
stöðugt er verið að skapa. Hefðina verður að rjúfa til þess að endurnýja
hana í takt við slagæð tímans, möguleika og hugsunarhátt.“
Synnpve Anker Aurdal nam fyrst í vefskóla í Lillehammer, en síðar
við Statens kvinnelige industriskole í Ósló. Hún hélt fyrstu sýningu
sína 1941, en síðan eru sýningarnar orðnar mjög margar, bæði einka-
sýningar og samsýningar. Henni hefur verið falið að vefa meiriháttar
verk, sem nú prýða m. a. Hákonarhöllina í Björgvin, Konserthuset í
Ósló, ráðhúsin í Björgvin og Asker o. fl. o. fi.
I norskri blaðagrein um teppið, er birtist í Adresseavisen í Þránd-
heimi 15. marz 1978, segir Gudny Berg Braa meðal annars: „Það er
engin tilviljun, að Synnpve Anker Aurdal var valin til að vinna það
verk, er verða skyldi þjóðargjöf Norðmanna til Islands á 11 alda
afmælinu. Hún hefur greinilega haslað sér völl sem einn fremsti vefari á
vorum dögum, talar þar sínu máli, á sinn eigin stíl, sem fellur ekki
einungis eðlilega inn í hið nútímalega umhverfi, heldur mun lifa og
skipa Synnöve Anker Aurdal á bekk með hinum mestu myndvefurum
við hlið Hannah Ryggen.
Teppi hennar er ekki aðeins táknrænt meistaraverk 6 X 2 m að
stærð, heldur finnum við, að henni hefur tekizt það, sem hún ætlaði sér: