Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 31

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 31
DAGBÆKUR FINNBOGA BERNÓDUSSONAR 31 er honum minnisstæð ferð að Grund í Eyjafirði og dvöl í landi við Skagafjörð, og er ýtarlega sagt frá hvorutveggja. Dagbækur Finnboga bera með sér, að hann hefur alla tíð verið mikill lestrarhestur. - 22. des. 1914. ,,Fór að lesa Eirík Hansson, byrjaði kl. 7 V2 og var búinn kl. 12 V2.“ - Gamlársdag 1932: „Kvöldsöng hafði séra Halldór Kolbeins, og ég las Njálu á meðan.“ - Eftirfarandi skrifar hann síðast í dagbók sína 1923: „Byrjaði að lesa „Skytturnar“ eftir Alexander Dumas og sofnaði út frá því kl. 4 í nótt. - Nú eru liðin 10 ár síðan ég byrjaði að skrifa dagbók, og er nú komið allálitlegt safn og ekki ómerkilegt, og mun ég svo fram halda, það sem ég á eftir ólifað.“ - Við þetta fyrirheit hefur Finnbogi dyggilega staðið, því að enn skrifar hann 87 ára gamall. - öldruðum eru honum bækur jafnkærar sem fyrr. I nóvember 1968 segist hann kaupa í einu sjö bækur, allar forvitnilegar. Og eftir að hafa lesið þær skrifar hann: „Mér finnst ég hafa gert þarna góð bókakaup yfirleitt og hefhaft afþeim bæði skemmtan og fróðleik.“ Dagbókinni 1933 lýkur Finnbogi þannig: „Vestan allhvass í nótt og hægur vestan í dag með jeljum. Kuldi 0 gr. Loftvog 740. Heiðskír og tunglsljós í kvöld. Eg hefverið heima í dag, las sögu, var svo að spila við mitt heimafólk. Ekkert nýtt að frétta. Árið kveður með veðurblíðu, sem lengst af hefur einkennt það og alveg eindæma veðurblíða í haust og sumar, svo að ég man ekki eftir jafngóðu. Þénusta hefur verið sæmileg, nema í haust. Ár þetta er horfið, annað er að koma. Ævin manna er eins og stigi með mismunandi mörgum þrepum, þar sem hvert ár merkir eitt þrep. Þau eru mismörg eftir atvikum. Einnig má líkja ævinni manns við fjallgöngu. Ævin hefst við rætur fjallsins, en þoka liggur á fjallinu niður að láglendi, en þokan smáflýr vegfarandann, svo hann sér ekki hæð eða lögun fjallsins hið efra. Aftur á móti getur hann skyggnzt um yfir hina förnu leið. Það, sem næst er, sér hann glöggt, en er neðar dregur, smádofna hlutirnir og hverfa að lokum í gleymskunnar ómælis útsýn. Margt er yfir að líta á hinni háu fjallgöngu, yfir margan blettinn hefur verið farið, prýddan angandi og fögrum rósum og gróðursælum brekkum, en sums staðar hafa líka verið þyrnirunnar eða keldur, gil og gljúfur og illkleifir hamrar og hengiflug. Skipzt hefur á hiti og kuldi, sól og regn, stormar og mjallrokubyljir. En efvegfarandinn lítur fram fyrir sig, er ekkert að sjá nema ísgráan þokubakkann, fram yfir hann sér enginn né veit, hvað hið ókomna ber í skauti sínu. Vegfarandinn heldur áfram göngu sinni, til þess er hann dæmdur af hinni eilífu hringrás lífsins, sem engu vægir, og allt í einu, áður en varir, er hann
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.