Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 69

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Blaðsíða 69
SNORRI STURLUSON OG NORÐURLÖND 69 allr líkaminn, ok ullu ór ormar ok eðlur, froskar ok pöddur ok alls kyns illyrmi. Seig hon svá í ösku, en konungrinn steig til vizku ok hugði af heimsku, stýrði síðan ríki sínu ok styrkðisk, gladdisk hann af þegnum sínum ok þegnar af honum, en ríkit af hváru tveggja. Snorri hefur haft þessa frásögn úr eldra verki, svonefndu Ágripi af Noregskonunga sögum, sem talið er að þrænzkur klerkur í Niðarósi hafi ritað seint á 12. öld. Hefur Snorri þarna vikið mjög litlu við, enda frásögnin afbragð í frumgerðinni. Snorri fylgir hins vegar frásögninni ögn eftir í Haralds sögu hár- fagra, 26. kap., en kapítulinn er á þessa leið: Eptir þat er Haraldr konungr haíði reynt svik Finnunnar, varð hann svá reiðr, at hann rak frá sér sonu sína ok Finnunnar ok vildi eigi sjá þá. En Guðrpðr ljómi fór á fund Þjóðólfs ins hvinverska, fóstrfoður síns, ok bað hann fara með sér til konungs, því at Þjóðólfr var ástvinr konungs. En konungr var þá á Upplöndum. Þeir fara síðan, en er þeir kómu til konungs síð aptans, ok settusk niðr útarliga ok dulðusk. Konungr gekk á gólfinu ok sá á bekkina, en hann haíði veizlu nökkura, ok var mjöðr blandinn. Þá kvað hann þetta fyrir munni sér: Mjök eru mínir rekkar til ntjöðgjarnir, fornir ok hér komnir hárir. Hví eruð ævar margir? Þá svaraði Þjóðólfr: Höfðum vér í höíði högg at eggja leiki með vellbrota vitrum. Váruma þá til margir. Þjóðólfr tók ofan höttinn, ok kenndi konungr hann þá ok fagnaði honum vel. Þá bað Þjóðólfr konung, at hann skyldi eigi fyrir líta sonu sína — ,,því at fúsir væri þeir at eiga betra móðerni, ef þú hefðir þeim þat fengit“. Konungr játaði honum því ok bað hann hafa Guðröð heim með sér, svá sem hann hafði fyrr verit, en Sigurð ok Hálfdan bað hann fara á Hringaríki, en Rögnvald á Haðaland. Þeir gera svá sem konungr bauð. Gerðusk þeir allir vaskligir menn ok vel búnir at íþróttum. Haraldr konungr sat þá um kyrrt innan lands, ok var friðr góðr ok árferð. I setningunni stórkostlegu: ,,því at fúsir væri þeir at eiga betra móðerni, ef þú heíðir þeim þat fengit“ er endurómur af einu erindi Krákumála, kvæðis frá 12. öld, þar sem Ragnar loðbrók er rétt fyrir andlátið látinn rifja upp ævi sína og segja frá afreksverkum sínum, en í 26. erindi segir Ragnar m. a.:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.