Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 43

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 43
RITUNARTÍMI ELDRITS SVEINS PÁLSSONAR KIRURGS 43 maður um náttúrufræði. Gögn brestur til að dæma um, hvort Rothe kunni að hafa átt frumkvæðið, en böndin berast frekar að Magnúsi, deilan milli föður hans og landfógeta er nú að komast á alvarlegt stig, og Magnús hefur eílaust litið það óhýru auga, hve mjög Sveinn dvald- ist við rannsóknir í Viðey og hve náin vinátta var með honum og Geir Vídalín dómkirkjupresti, systursyni landfógeta. Magnús hefur haft erindisbréf Sveins og lög Naturhistorie Selskabets undir höndum, það sést afjournal ársins 1791 (Sveinn Pálsson 1945, 12—22) ogdagbókum Sveins. Samkvæmt journalnum verður Sveinn samferða Ólafi stift- amtmanni frá Reykjavík að Innra-Hólmi 19. ágúst, og hann dvelst þar, á Leirá og á Hvítárvöllum til 7. september, og að hann hafi verið með skilríki sín í þeirri ferð, sést af eftirfarandi færslu í dagbókum hans 4. febrúar 1792: „breve fra vísel[ögmand] Steph[án] og Frue med Naturh. Selsk. Love og Plan“. Það er því engan veginn ólíklega til getið, að það sé einnig Magnús, sem sendi vini sínum Jóni Péturssyni fjórðungskirurgi afrit af erindisbréfi Sveins með tilmælum um að fylgj- ast með því, að hann eyddi ekki óhóflegum tíma í sjúklingastúss, þegar hann kæmi í rannsóknaleiðangur í Skagafjörð. Því miður eru víst engin af bréfum stjórnar Naturhistorie Selskabets til Sveins varðveitt, sem eflaust gætu greitt úr þessum vafa. Um neitun setts landfógeta að greiða ávísun stiftamtmanns til handa Sveini kemur eflaust til greina, hve illa Magnúsi gekk að ná plöggum forvera síns í embættinu, auk þess sem hann hefur kannske álitið, að styrktími Sveins væri á enda, þar sem erindisbréfið var dagsett 16. júní 1791, og ekki stæði til að framlengja hann. Það má svo geta sér þess til, að miðlungi vel hafi farið á með þeim Magnúsi og Sveini eftir tveggja vetra setu hans í Viðey og eflaust kvisazt, að hann væri heitbundinn dótturdóttur Skúla [(Jón Steffensen 1976a, 275-277). En eins og þegar er sagt, fær Sveinn ávísun Ólafs stiftamtmanns á jarðabókarsjóð 21. maí 1794, svo að Ólafur er þá búinn að fá tilkynningu frá renntukammeri um greiðsluna og honum eflaust verið ljóst, að það kom deilum þeirra landfógeta ekkert við og því ekki stætt á því hjá seitum landfógeta að neita greiðslu. Það verður ekki annað séð en ætíð hafi farið vel á með þeim Sveini og Ólafi og þeir því getað ræðzt við í einlægni, þegar hann bauð Sveini til sín 8. júní 1794. Sveinn hefur sýnt Ólafi fram á, að með síðustu ávísun hafi honum samtals verið ávísað 500 rd., þ. e. 200 rd í Kaupmannahöfn, síðan ávísunum frá stiftamtmanni, hverri á 100 rd, 15. febrúar 1792, 29. apríl 1793 og 21. maí 1794, og hann ætti því enn inni hjá Naturhist- orie Selskabet 100 rd, sem hann vonaðist til að fá staðfestingu á

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.