Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Síða 33
JÓN STEFFENSEN
Ritunartími Eldrits Sveins Pálssonar kirurgs
Það kann að þykja óþarfi að velta fyrir sér ritunartíma Eldrits Sveins
Pálssonar, svo afdráttarlaust sem hann er tilgreindur í ferðabók hans,
en þar segir Jón Eyþórsson: „Eldritið hefur hann skrifað um sumarið
[þ. e. 1794] á þrem bæjum, þar sem hann var 1-2 daga um kyrrt:
Geirlandi, Víðivöllum og Steinsstöðum“(Sveinn Pálsson 1945, 334).
Og sjálfur segir Sveinn: „héldum við þar [þ. e. á Geirlandi] því kyrru
fyrir til hins 30. [júlí 1794] og bjuggum okkur jafnframt undir hina
fyrirhuguðu fjallferð til eldstöðva sem [Magnús] Stephensen ritaði um
1784. Þessa ferðasögu og ýmislegt, sem stendur í sambandi við hana,
mun ég skrifa í dagbókina næstu mánuði sem sérstaka ritgerð“ (Sveinn
Pálsson 1945, 353).
Titill ritgerðarinnar gefur þó ærið tilefni til þess að velta vöngum yfir
því, hvenær hún muni samin. A frummáli er hann: Tillœg til Beskrivels-
erne over den Volcan der brændte i Skaptefells Syssel Aar 1783Samlet ved en Reise
i Egnen Aarene 1793 og 94 af Distrikts Kirurg Svend Paulsen (Sveinn Pálsson
1881, 26), og í þýðingunni: Viðbœtir við lýsingarnar á Skaftáreldunum 1783
saman tekinn á ferðalagi um héraðið á árunum 1793 og 1794 af Sveini Pálssyni
fjórðungslœkni (Sveinn Pálsson 1945, 552). Hvert sem álit manna er á því,
absamlet komi rétt til skila mebsaman tekinn, þá er það víst, að það hefur
Distrikts Kirurg Svend Paulsen ekki gert á árunum 1793 og 1794, því að
þann titil gat hann ekki notað fyrr en seint á árinu 1799, enda er þetta
eini staðurinn í ÍB. 1-3 fol., þar sem hann gerir það annars ætíð rétt og
slétt Svend Paulsen. Auk þess ber ritið þess merki, að við það hefur verið
rjátlað löngu eftir 1794. Þannig er í inngangi þess Magnús Stephensen
titlaður jústitsráð í íslenfkayfirréttinum (Sveinn Pálsson 1945, 556), en
það varð hann árið 1800, og í II. kafla ritsins er komizt svo að orði:
„eins og nánar er lýst í ritgerð minni um íslenzka jökla, sem ég endur
fyrir löngu sendi hinu fyrrverandi Naturhistorie Selskab, en ekki hefur
verið prentuð ennþá mér vitanlega“ (Sveinn Pálsson 1945, 572).
3