Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 66

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 66
FINNBOGI GUÐMUNDSSON Snorri Sturluson og Norðurlönd Dálítil samantekning úr Heimskringlu í upphafi Prologusar Heimskringlu segir svo: „Á bók þessi lét ek rita fornar frásagnir um höfðingja þá, er ríki hafa haft á Norðrlöndum ok á danska tungu hafa mælt, svá sem ek hefi heyrt fróða menn segja, svá ok nökkurar kynslóðir þeira eptir því, sem mér hefir kennt verit, sumt þat, er finnsk í langfeðgatali, þar er konungar eða aðrir stórættaðir menn hafa rakit kyn sitt, en sumt er ritat eptir fornum kvæðum eða söguljóðum, er menn hafa haft til skemmtanar sér. En þótt vér vitim eigi sannendi á því, þá vitum vér dæmi til, at gamlir fræðimenn hafi slíkt fyrir satt haft.“ Snorri slær þarna þegar skemmtilega varnagla um sannleiksgildið, og vér sjáum, að kvæðin eða söguljóðin eru öðrum þræði ætluð til skemmtanar, enda kemur það glöggt í ljós, þegar Snorri í Ynglinga sögu, þar sem einkum er stuðzt við kvæði eftir 9. aldar skáldið Þjóðólf úr Hvini, Ynglingatal, endursegir eða leggur út afeinstökum erindum. Síðar í formálanum segir Snorri: In fyrsta öld er kölluð brunaöld. Þá skyldi brenna alla dauða menn ok reisa eptir bautasteina, en síðan er Freyr hafði heygðr verit at Uppsölum, þá gerðu margir höíðingjar eigi síðr hauga en bautasteina til minningar um frændr sína. En síðan er Danr inn mikilláti, Danakonungr, lét sér haug gera ok bauð at bera sik þannig dauðan með konungsskrúði ok herbúnaði ok hest hans við öllu söðulreiði ok mikit fé annat ok hans ættmenn gerðu margir svá síðan, ok hófsk þar haugsöld í Danmörku, en lengi síðan helzk brunaöld með Svíum ok Norðmönnum. En er Haraldr inn hárfagri var konungr í Noregi, þá byggðisk ísland. Hér er horft til þriggja Norðurlandanna, síðan getið um fund Islands, en austur á Finnland sjáum vér ekki enn né heldur hefur sögunni vikið til Færeyja. Þegar óðinn er í upphafi Ynglinga sögu kominn til Norðurlanda og setztur að í Óðinsey, þ. e. Óðinsvéum, sendir hann Gefjun, er seinna varð tengdadótdr hans, norður yfir sundið í landaleitan, hefur vitað sem var, að kvenþjóðin kæmi sínu fram þá sem endranær, enda varð sú raunin á. Geþun „kom til Gylfa [er samkvæmt Gylfaginningu í Snorra- Eddu „réð þar löndum, er nú heitir Svíþjóð“],

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.