Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 42

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1979, Page 42
42 JÓN STEFFENSEN Sveins, því að í promemoria hans 20. júní 1791 til hennar segir: „skal det være mig kiært at kunde, om mueligt indberette til Selskabet hvor nreget der for de 2 sidste aar af min Reise, maatte blive at afdrage de mig for det förste aar tilstaaede 300 rd“ (IB. 7 fol.). í journal ársins 1792 segir Sveinn: „Fyrsta október fór ég frá Viðey að Nesi og þaðan aftur hinn 3. að Bessastöðum, eftir innilegri ósk Meldahls amtmanns og [Markúsar] Magnússonar prófasts, til þess að reyna að finna einhverja bót á sjúkdómi amtmanns, sem því miður varð árangurslaust. Að vísu varð þetta til þess, að ég vanrækti nokkuð skoðun gróplantnanna. En látið hvern, sem hefur ekki steinhjarta, kynnast manni með hugarfari Meldahls og reynið, hvort hann getur neitað honum um þetta skylduverk mannúðarinnar. Eg veit, að það yfirboðaðar mínir og árangur ferðar minnar töpuðu við þetta græddist mér sjálfum við kynni þau, er ég fékk af þessum ágætismanni“ (Sveinn Pálsson 1945, 26). Þessa afsökun áréttar Sveinn í bréfi til Naturhistorie Selskabet rituðu í Viðey 29. febrúar 1792: „I anledning af nrin Ophold hos Afgfangne] Amtm. Melda[h]l i hans Sygdom, maae jeg ydmygst bede om Und- skylding, da jeg om forlanges, er villig til, enten at det mig accorderede Hostium af Sterboet kortes af i mit Stipend[ium] eller min Reisetid i Forhold derefter maatte forlænges, hvilket samme kunde gielde for Fremtiden, hvis mig af Patienter nogen Ophold muelig maatte tilföies, som alt min Dagbog rigtig skal medföre, forsaavidt saadant indtreffes i den Tid jeg kan reise. At nægte Folk sin ringe Bistand i Sygdoms Tilfælde naar den beskikkede Læge enten ikke er ved Haanden, eller staaer i Miscredit, ansees her for Barbarie. Min Instruction, sem byder mig at erkyndige mig om Landets Sygdomme, synes heller ikke at være af den Mening“ (Sveinn Pálsson 1976, 13-14). Það er óhugsandi, að Sveinn að fyrra bragði fari að afsaka, að hann stundaði Meldahl amtmann í banalegu hans, vitneskja um það hlýtur að hafa borizt til stjórnar Naturhistorie Selskabets frá öðrum en Sveini og hún síðan kvartað við hann. Það var í verkahring stiftamtmanns að skýra stjórninni í Höfn frá láti Meldahls amtmanns 19. nóvember og hvaða kröfur væru í dánarbúið, þar á meðal vegna læknishjálpar. Að stiftamtmaður hafi notað tækifærið og skrifað með sömu ferð stjórn Naturhistorie Selskabets um vanrækslu Sveins, er ólíklegt, sennilegra er, að Magnús sonur hans hafi notað tækifærið til að koma þessu á framfæri við Naturhistorie Selskabet, e. t. v. gegnum T. Rothe, til þess gæti bent, að vísað hefur verið til gróplantna, en Magnús var áhuga-

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.