Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 46

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur - 01.01.1986, Blaðsíða 46
46 CARL-OTTO VON SYDOW OG FINNBOGI GUÐMUNDSSON Þar sem tileinkunin í Lögbókinni er ársett 90, þ. e. 1590, er sennilegast, að Guðbrandur hafi sent — eða látið senda — sr. Þorsteini eintakið í tilefni af því, að hann varð þá um haustið umboðsmaður biskups, talið, að honum rnundi koma Lögbókin vel í erindrekstri sínum fyrir hann. í Minnis- og reikningabók Guðbrands biskups 1584-1594, varðveittri í Þjóðskjalasafni íslands ásamt uppskrift Páls Eggerts Ólasonar af henni, kemur fram, að biskup hefur sent sr. Þorsteini Lögbókina að gjöf, en jafnframt falið honum að selja fyrir sig fjögur eintök hennar.4 Fyrirsögn umræddrar minnisgreinar, sem er á bls. 261, er: lögbækur logat, og stendur þar í þriðju línu: 1 syra Þorsteine og enn iiii til ad selia fyrer mic. Guðbrandur hefur hins vegar skrifað á spássíu - og á þar við fyrsta eintakið: Honum þad kvitt giefit. Á næstu blaðsíðu kemur fyrir ártalið 1590, og bendir það til, að minnisgreinin um lögbækurnar hafi verið rituð það sama ár. En hvernig stendur á því, að Guðbrandur biskup hefur ekki sjálfur skrifað undir tileinkunina til sr. Þorsteins Illugasonar, heldur gerir það annar maður með öðrum penna og setur strik yfir ártalið, að því er virðist til að skilja undirskriftina að nokkru frá sjálfri tileinkuninni? A J. getur naumast annar verið en Arngrímur Jónsson, frændi biskups, er flutzt hafði til hans að Hólum 1576, numið þar skólalærdóm sinn og horfið þangað svo aftur að loknu háskólanámi í Kaupmannahöfn 1585—89, er hann varð rektor Hólaskóla og ári síðar, 1590, kirkjuprestur á staðnum og hægri hönd biskups þá um árabil og löngum síðar, svo sem alkunna er. Athyglisvert er, að Hildur, alsystir Arngríms Jónssonar, var gift Ingjaldi Illugasyni á Reykjum í Miðfirði, bróður sr. Þorsteins í Múla. Allt bendir til, að Guðbrandur hafi falið Arngrími að koma Lögbókinni áleiðis til sr. Þorsteins og Arngrímur þá í nafni biskups og sem nánasti samverkamaður hans sett stafi sína undir tileinkunina. Má og vera, að biskup hafi verið að heiman, þegar þetta gerðist, og Arngrímur því leyst þetta á þennan veg fremur en senda Lögbókina með tileinkuninni óundirritaðri.5 Eins og Páll Eggert Ólason hefur rakið í kaflanum um prentverk Guðbrands biskups og bókagerð í III. bindi Manna og mennta siðskiptaaldarinnar á íslandi, bls. 707 o.áfr., þar sem hann styðst 4 Bps. B VIII,2 í Þjóðskjalasafni íslands. 5 Sjá jafhframt grein Jakobs Benediktssonar, Fáein orð um íslenzk áritunareintök, í Studia centenalia . . . Benedikt S. Þórarinsson, Reykjavík 1961, bls. 77-87.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Landsbókasafns Íslands - Nýr flokkur
https://timarit.is/publication/280

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.