Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 13
og Danmerkur — þegar vér lítum yfir þann stutta tíma, sem þetta hefur gjörst, þá liggur beinast fyrir að spyrja: Hvernig höfum vér náð öllu þessu? Ilvaða vopnum höfum vér beitt við miklu voldugri þjóð, enn vér erum sjálfir? Höfum vér hrófað upp köstulum, eða byggt stór- ar skotvopna verksmiðjur? Höfum vér tekið lán hjá öðrum þjóðum, til þess að reyna að fá kröfum vorum fullnægt? Hefur enn voldugri þjóð en vorir mótstöðumenn veitt oss sitt fylgi? Nei, alls ekki — þessi fámenna þjóð hefur staðið ein síns liðs. En þau vopn, sem vér höfum beitt eru andans vopn, sem hafa hrundið áfram vorum rökstuddu kröfum. Þetta ætti að veita oss enn meira þrek og enn stöð- ugri viðleitni til þess, að hætta ei fyrr en vér höfum fengið heillarík úrslit þeirra mála, sem nú eru á dagskrá. Ef vér höldum áfram að beita hinum sömu andans vopnum sem fyrr, er sigurinn vís, endurskoðun stjórnarskrárinn- ar getur dregist. en ekki meir. Lítum á dæmi bræðra vorra á írlandi, allt hið mikla afl Eng- lands nægir ekki til að kúga hina göfugu þjóð, skörungar Ira eru daglega settir í fangelsi — málfrelsi bannað — landið þakið af hermönn- um og lögregluþjónum — en ekkert dugar, því þeir beita andans skarpa sverði, sem haldið er á lofti af hinum göfugustu mönnum þjóðarinn- ar. Þótt sumir haldi, að fallbyssur og kastalar, hermenn og hervélar séu hin voldugustu vopn, þá fer betur, að sá andi er nú að ryðja sér til rúms um allan hinn menntaða heim, að það eru önnur vopn, sem veifa skal til þess, að fá sann- gjörnum kröfum fullnægt, þegar um ágrein- ing milli þjóða er að ræða. Stjórnarbarátta vor við Dani hefur nú sem betur fer, gjörst kunn víða um hinn menntaða heim, þar eð æfisaga forseta Jóns sál. Sigurðssonar hefur nýlega ver- ið gefin út á ensku og verið send víðsvegar bæði til Ameríku, Englands, Þýzkalands og Ítalíu, enda hafa sum af hinum stóru heimsblöðum, bæði á Skotlandi og Englandi getið um hana með hrósi. Fleiri hundruð ára sambúð við Dani hefur ekki nægt til þess, að drepa vora þjóð- armeðvitund, þótt vér í flestum vorum við- skiptum við þá megum með sanni segja, að hinn mikli þröskuldur hefur jafnan verið hversu torvelt „þeir eiga með að skilja.“ Eftir nokkra stund stóð upp kaupmaður Þorl. Ó Johnson og mælti: Háttvirtu brúðkaupsgestir. Eftir að ég hefi með athyggli lief hlustað á ræður þær, sem hinir háttvirtu herrar hafa haldið, vildi ég leyfa mér að segja fáein orð veraldlegs efnis, og stendur mér því næst að minnast á verzlunina. Því mun enginn geta neitað, að síðan vér fengum verzlunarfrelsið, hefur margt farið betur, heldur en á einokunartímunum, sem því betur eru undir lok liðnir. Einkanlega má geta þess, að margir af vorum eigin landsmönnum hafa nú snúið sér að verzlun, og hafa margir af þeim staðið vel í sinni stöðu, áhuginn hefur vaknað á að bjarga sér sjálfir, og sá kotungs- andi, að láta sér nægja með, að vera þjónar hinna dönsku kaupmanna hefur að því skapi dofnað. En margt er oss enn ábótavant. Vor innlenda verzlunarstétt þarf að fá meiri mennt- un og þekkingu, og til þess að ná því augnamiði álít ég nauðsynlegt, að vér hefðum í Reykjavík verzlunarskóla. Ég hefi hugsað mér slíkan skóla þannig. Við hann skulu vera 2 kennarar, annar þeirra verzlunarfróður maður, honum skal skift í 2 bekki, og skulu þeir piltar, sem sækja hannn vera sinn vetur í hverjum bekk. í skólanum skal kenna íslenzku, dönsku, ensku. verzlunarreikning, bókfærslu, landafræði og ágrip mannsögunnnar, vörufræði og bréfa- skriftir. Þeir piltar, sem skólann sæktu, ættu síðan að fá æfingu í búð hjá einhverjum flínkum kaupmanni, þar sem þeir lærðu praktiskt, að selja vörurnar, tala við viðskiptamenn, vera flínkir að afhenda og yfir höfuð koma kurteis- legi fram, eins og hverjum efnilegum verzl- unarmanni sæmir. Að þessu búnu væri einnig æskilegt. að þeir gætu farið til Englands, til þess að æfa sig í málinu, og setja sig svo inn í verzlunina, sem þeim væri frekast unnt. Með þessu móti fengjum vér með tímanum mennt- aða verzlunarstétt og duglega kaupmenn, sem eru stoð og stytta hvers lands. Það dugar ekki að fegra það, vor innlenda verzlunarstétt er allt of vankunnandi þar eð margir hverjir varla geta samið sendibréf á sínu eigin máli, hvað þá heldur á útlendu máli, og hvað þeirra almennu menntun snertir, þá er hún að mjög skornum skammti. Fyrst það er álitið nauðsynlegt, að hafa bæði lærðan skóla, prestaskóla, lækna- skóla og búnaðarskóla, hví skyldi þá ekki vera eins nauðsynlegt að hafa verzlunarskóla ? Ég efast ekki um, að vorir háttvirtu þingmenn muni á sínum tíma gefa þessu gaum, og veita þessu máli sitt fylgi, svo að þingið veitti styrk úr landssjóði til þess, að koma slíkum skóla á laggirnar, sem ég álít, að hefði mikla þýðingu og heillarík áhrif á verzlun vora yfir höfuð. Þegar ræðuhöldin voru búin, skemmtu menn sér með dansleik og samræðum, og þannig endaði: Brúðkaupið á Sóleyjarbakka. FRJÁLS VERZLUN 13
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.