Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 8
 F’orl. O. j ohnson ap Sagan, sem hér birtist, er ein af auglýsingasögum þeim, sem Þorl. Ó. John- son kaupm. birti fyrir aldamótin. Þorlókur var í verzlunarmálum í mjög mörgu á undan sínum tíma og var fyrstur hérlendra manna til aS skilja og hagnýta sér mátt auglýsinganna. Sagan kom út í sérstöku hefti 1888 og stendur á titil- blacSinu: BrúÖkaupiS á Sóleyjarbakka, skemmtisaga fyrir fólkiÖ eftir kaup- mann Þorl. Ó. Johnson, voriÖ 1888. Reykjavík. Prentsmiöja Sigf. Eymundsson- ar og Sig. Jónssonar. — Þetta rit Þorláks er nú í mjög fárra höndum. Auk þess, sem sagan sýnir þessa auglýsingaaÖferÖ Þorláks, sem var mjög skemmtileg, lýsir hún töluvert tíÖarandanum og drepur á sum áhugamál manna fyrir aldamótin. Vöruheiti og verölag gefa einnig bendingu um verzlunina á þessum tíma. Myndirnar hefir Tryggvi Magnússon teiknaÖ fyrir „Frjálsa verzlun“. Það var snemma í maímánuði 1888. Veður var hið blíðasta. Kaupm. Þorlákur Ó. Johnson var nýkominn frá Bretlandi hinu mikla með stórar byrgðir af sínum alþekktu billegu vör- um. Á búð hans í Strandgötunni blaktaði hinn íslenzki fáni fyrir hægum vestankalda. Þetta var árla morguns, og var þá strax fólkið farið að streyma inn í búðina. Þá kom þar hefðar- leg kona, með unga dóttur sína, sem var fríð sýnum, og kurteis mjög í framgöngu. Þessi kona var frú Sigrún frá Unaðsdal, dóttir henn- ar hét Áslaug. Frú Sigrún heilsaði kaupmanni, og sagði um leið, að hún hefði heyrt svo mikið sagt um hið ágæta verð og fallegu vörur, sem hér væru, að hún hefði nú fyrst komið í þessa búð, til þess að sjá sig um. Kaupmaður tók kveðju hennar vel, og sagðist vonast eftir því, að hún nú þegar sæi einhver merki til þess, þar sem fólk svo árla dags væri farið að streyma inn í búðina. Hann rétti frúnni um leið hinn nýja vörulista, og kvaðst hún ekki vera vön slíku. Þegar hún var búin að líta yfir vörulist- ann, brosti hún framan í Áslaugu dóttur sína og sagði. Mér sýnist, að við höldum okkur hérna að, enda þarftu nú að fá þér eina léreftspjötlu dúfan mín, og fleira, mig langar til að gjöra þig vel úr garði, enn svo stóð á, að Áslaug var trú- lofuð einkasyni Jóns bónda á Sóleyjarbakka, og 8 átti brúðkaupið að standa um túnasláttinn. Það var auðséð á öllu að Áslaug var ekki lengi að átta sig, því óðar enn hún var búin að lesa vörulistann sagði hún við móður sína. Við skul- um þá strax byrja á léreftunum, mér líst ágæt- lega vel á þau, enn sú óvanalega breidd — til dæmis línlakaléreftið fjórbreitt, alinin á kr. 1,60 og tvíbreitt á 1 kr. — já, það er afbragð — bezt að mæla 50 ál. Taktu svo góða mín hérna af þessum breiðu dowlas léreftum, sem eru frá 16 aurum upp að 0,35 70 ál. af hverri sort — þá eru þetta ekki mjög ljót tvisttau, einungis 0,25 0,35 0,40 alinin, eða sirzin þessi, munstrin svo falleg og smekkleg og kosta ekki nema 20 til 25 aura alinin, taktu svo sem 80 ál. af þeim. — Þá megum við ekki gleyma sjölunum — enn sú stærð og eftir því góð — það eru ekki gömlu röndóttu sjölin — hvernig heldurðu þú takir þig út Lauga mín með gula sjalið að tarna — það kostar reyndar 25 kr., svo þurfti ég að fá mér sjal sjálf, og mig Iangar til að gefa henni Guð- rúnu minni á Sóleyjarbakka eitt — það er þá bezt við fáum þrjú. — Enn þau silkitau, þetta og þvílíkt hefur aldrei sést hér, — t. d. að gula silkið þarna, skuli ekki kosta nema 1 kr. 50 au. alinin. — Ég vona að blessaður kauDmaðurinn hafi þó ekki hnuplað því, fyrst það er svona ódýrt, — við skulum taka í 6 svuntur, það FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.