Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 14
Á SKRIFSTOFUNNI Meiri stundvísi æskileg. íslendingum er mjög oft brugðið um óstund- vísi og mun það ekki með öllu að ósekju. Ef litið er á skrifstofurnar í Reykjavík og víðar á landinu er það nokkuð áberandi að æðri sem lægri koma óstundvíslega til vinnu sinnar. Á þeim skrifstofum, þar sem t. d. á að opna kl. 9 f. h., er algengt að skrifstofufólkið kemur ekki til vinnu fyrr en 10—20 mínútur yfir kl. 9. Vinna hefst þá naumast fyrir alvöru fyrr en kl. 9Víá eða jafnvel síðar. Svipað á sér stað í matar- eða kaffihléum. Menn fara oft alllangt fram yfir þann tíma, sem þeim er ætlaður og veldur það margvís- legum töfum og truflunum á vinnunni. Þetta þyrfti nauðsynlega að breytast. Menn ættu að koma stundvíslega til vinnu, því með því verður allt skrifstofuhald auðveldara og eftir því, sem betur er starfað, þann tíma, sem skrifstofan er opin, eftir því er minni hætta á því að um yfirvinnu verði að ræða og tafir eftir venjulegan starfstíma. Yfirvinna þykir flestu skrifstofufólki frem- ur hvimleið og oft orsakast hún af slælegri stjórn þeirra, sem skrifstofunum ráða og einn- ig oft af töfum, sem óstundvísi og aðrar óþarf- ar frátafir valda. Þetta ættu æðri sem lægri á skrifstofum að hafa hugfast. — Með auknum hraða í viðskiptalífinu eykst verðgildi tímans, og mesta viðskiptaþjóð vor nú, hefur að kjör- orði að tíminn séu peningar, en það er viður- kennt með öllum þjóðum þar sem viðskipti blómgvast og framkvæmdir. Það hefur löngum þótt brenna við að vinnu- brögð séu bágborin á opinberum skrifstofum. Hér skal ekki út í það farið hvort ástandið sé verra yfirleitt hjá því opinbera en einkafyrir- tækjum að þessu leyti, en þó skal hér bennt á eitt dæmi. Á einni opinberri skrifstofu hér í bænum, sem verzlunarmenn þurfa mjög að leita til, skal opnað kl. 10 f. h., en það mun naumast koma fyrir að byrjað sé að afgreiða fyrr en 20—30 mínútum síðar, eða um kl. 10y%. Fram til þess tíma er starfsfólkið að tínast inn og taka til bækur sínar og skjöl, og fyrst þegar það er af- staðið getur afgreiðsla hafist. Þetta getur verið mjög bagalegt fyrir þá sem við skrifstofu þessa þurfa að skifta og ætti þarna að vera svipað fyrirkomulag og í banka, að allt sé tilbúið til afgreiðslu þegar opnað er að morgni og einnig að allir sem inni eru og bíða afgreiðslu á lok- unartíma verði afgreiddir, en á því mun hafa orðið misbrestur. * Eins og er kunnugt hafa meðlimir Félags ísl. stórkaupmanna skrifstofur sínar opnar frá kl. 9—5 með nokkrum undantekningum. Nokkrir stórkaupmenn, sem eru utan félagsins munu hafa annan og lengri skrifstofutíma. Það væri að öllu leyti eðlilegt að þessar skrifstofur hefðu opið sama tíma og félagsmenn. Einnig væri það eðlilegt að skrifstofur, sem eru um margt sambærilegar stórkaupmannaskrifstofunum, svo sem skrifstofur útgerðarfyrirtækja og fleiri slíkar, hefðu ekki opið lengri tíma en frá kl. 9—5. Hér er um ósamræmi að ræða, sem æski- legt er að leiðrétt verði. 14 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.