Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 43
Brasilíu, en upp úr þessum tilraunum spratt að við fórum að kaupa þaðan kaffið, en það hafði áður verið keypt að langmestu leyti af heild- sölum í Kaupmannahöfn. Verzlun okkar starfaði fyrst í Bankastræti 9, en fluttist árið 1921, í hús Edinborgar og hefur verið þar síðan. Sá starfsmaður, sem lengst hefur starfað við verzlunina er Tómas Pétursson, en hann hefur unnið við verzlunina í 13 ár. — Hvaða önnur verzlunarstörf hafið þér haft með höndum? — Ég hefi síðan 1933 verið framkvæmdar- stjóri fyrir h.f. Fiskimjöl. Það félag var stofn- að 1929, og var Walter heitinn Sigurðsson fyrst forstjóri þess. Fiskimjöl hefur fyrst og fremst framleitt loftþurkað fiskimjöl til skepnufóðurs og voru þessar afurðir, áður en styrjöldin hófst, aðallega seldar í Mið-Evrópu, Þýzkalandi og víðar. Fiskimjölsframleiðsla var áður til í minni stíl, en síðan hafa framleiðsluaðferðir og afurð- irnar sjálfar verið bættar svo verð hækkaði að miklum mun, og þótti íslenzka fiskimjölið sum- staðar betra en t. d. það norska og greitt hærra verð fyrir það. Hráefnin, sem notuð eru, eru mest hausar og hryggir, sem áður var kastað. Voru fyrst töluverðir erfiðleikar á því að halda þessu úrkasti til haga og þurka það, en síðar urðu beinin svo stór liður hjá sumum útvegs- mönnum, að það var ekki lengur nein tregða á að fá efnið. En nú er hins vegar vinnan orðin svo dýr, að beinaframleiðslan dregst saman. Fiskimjölsframleiðslan flutti töluverðan gjald- eyri inn í landið á þeim árum, þegar skortur FRJÁLS VERZLUN var á frjálsum gjaldeyri, og var þessi starfsemi þess vegna vel séð af bönkunum. Á árunum 1929—1941 hefir Fiskimjöl aflað gjaldeyris, sem nemur rúmum 7 milj. kr. Það má líka geta þess, að félagið hefir á sama tíma greitt um 130 þúsundir króna fyrir rafmagn. Þegar á það er litið, að þessar upphæðir hafa fengizt fyrir vinnslu á efnum, sem áður var að mestu fleygt, þá má segja, að árangurinn sé ekki svo lítils- virði, en félagið framleiðir nú um 50% af öllu loftþurrkuðu fiskimjöli, sem framleitt er í land- inu. Félagið hafði um tíma tvær verksmiðjur, aðra á ísafirði og hina á Siglufirði, auk þeirrar verksmiðju, sem er hér í Reykjavík, en Siglu- fjarðarverksmiðjan var lögð niður 1933, en ísa- fjarðarverksmiðjan starfar enn og stjórnar Ólafur Guðmundsson henni. * Þannig fórust Einari Péturssyni orð. „Frjáls verzlun“ þakkar honum viðtalið og óskar hon- um til hamingju með afmælið — þótt óskin komi seint. Laun verzlunarfólks hsekka Undanfarið hafa farið fram umræður milli launakjaranefndar V. R. annarsvegar og hinna ýmsu kaupmannafélaga hinsvegar, um bætt launakjör til handa verzlunarfólki. Hafa hin ýmsu fjelög verzlanaeigenda tekið mjög vel í málið og er nú gengið út frá að starfsmenn verzlana fái grunnkaup sitt hækkað um 25 af hundraði. Dýrtíðaruppbót er einnig, að sjálf- sögðu greidd af þeirri hækkun. Þegar þetta er ritað var ekki endanlega geng- ið frá samningum, en Egill Guttoi'msson, form. V. R., skýrði blaðinu svo frá að samningar, er færu í þessa átt, mætti vænta innan fárra daga. Brottvera úr bænum og aðrar slíkar tafir hafa gert að verkum að frá þessu hefur ekki verið gengið eins fljótt og annars hefði verið. * Eins og endranær hefur starfsfólk og vinnu- veitendur innan verzlunarstéttarinnar, samið af fylstu velvild um bætt launakjör verzlunar- mönnum til handa. V. R. er félag allra verzl- unarmanna, hvar í fylking sem þeir standa, hvert þeir eru vinnuveitendur eða starfsmenn og á þessum vettvangi hefur í fullum friði verið unnið að breytingum á kaupgjaldi verzlunar- fólksins. Eins og nú er ástatt má segja að þetta sé einsdæmi í landinu og er það verzlunarstétt- inni sem heild til hins mesta sóma. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.