Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 50

Frjáls verslun - 01.06.1942, Blaðsíða 50
í hálfrökkri baksviðsins, þá er hlutverk hans sízt minna en hinna hávaðasömu og gamburmiklu samleikara hans. 3. Lánstraust þjóðhöfðingja 16. aldar var ekki yfrið mikið, eins og að líkindum lætur. Lánveitendurnir tóku að sér stjórn landsnytja þeirra og lánuðu þeim reiðu fé í staðinn. Þessir lánveitendur voru jafnan úr kaup- mannastétt, og þegar í byrjun aldarinnar eru suður- þýzkir kaupmenn fremstir i flokki þessara lánar- drottna, þótt engir taki á sig slikar ábyrgðir sem Fuggerarnir. En raunar var nauðsyn hinna félausu þjóðhöfðingja á að fá lán sizt meiri en nauðsyn lán- ardrottnanna á að ávaxta fé sitt. Það sést greinilega, að Jakob Fugger hefur fljótt haft veður af því, hver hætta var búin honum og fyrirtæki ættar hans, er Indlandsverzlunin lagði lykkju á leið sina suður um Afríku. Þegar í byrjun 16. aldar reynir hann að troða sér inn á austurlandaverzlunina í Lissabon. Einokun- arskipulag hinnar portúgölsku verzlunar meinuðu hon- um samt að reka bein verzlunarviðskipti við Indland, og rikisvaldið þýzka var svo veikt að það gat litt stutt hann í þeim efnum í baráttunni við Portúgal. En allar vörur, sem komu frá Indlandi höfðu aðeins stutta við- dvöl í Portúgal, þær voru strax fluttar til Antwerpen, þessarar miklu verzlunarborgar, sem gerðist nú al- þjóðleg miðstöð hins evrópska fjármagns. Fugger hreiðraði um sig í Antwerpen og átti fulltrúa þar, en eins og samgöngum var háttað á þessum dögum, þá var erfitt að reka spákaupmennsku á Antwerpen- markaðinum, en hafa sjálfur aðsetur í Ágsborg. Af þessu leiddi, að Fugger leitaði annarra markaða fyrir fé sitt. I stað vöruverzlunar gerði hann bankastarfsemi og peningaverzlun að höfuðiðju sinni; hann gerðist kaupmaður i stjórnmálum, lánardrottinn hins verald- lega valds og kii’kjunnar lika, ef svo bar undir. Og þannig komst hinn auðugi kryddkaupmaður inn í ver- aldarsöguna. Afskipti Fuggers af opinberu lífi Þýzkalands urðu á tveimur sviðum mjög afdrifarík. Hið var það er Albrecht af Brandenborg fekk erkibiskupsdæmið Mainz. Páfi veitti honum það gegn álitlegri upphæð. Þetta fé varð Albrecht að fá að láni hjá Fuggerunum. Það var einnig skilyrði páfa, að selja mætti afláts- bréf í löndum Hohenzollara í 8 ár. Aflátstekjunum var síðan skipt bróðurlega á milli páfa, sem fékk helm- inginn, keisarinn 1000 gyllini og Albrecht afganginn til þess að geta greitt Fugger skuld sína. En öll fjár- hagsleg stjórn aflátssölunnar var í höndum Fugger- ættarinnar. Og þegar hinn illræmdi aflátssali Tetzel fór um byggðir Þýzkalands og seldi mönnum sálu- hjálp, þá var í för með honum fulltrúi Fuggers, sem tók helming gjaldsins. Eins og kunnugt er var þetta orsök þess, að Lúter reis upp til mótmæla gegn af- látssölunni, og Jakob Fugger á því sinn mikla þátt í hinni miklu byltingarhreyfingu siðaskiptanna. Nokkru síðar eru mikil tíðindi í vændum. Árið 1519 er keisaralaust í Þýzkalandi. Kjörfurstarnir koma sam- an á ríkisþingi til að kjósa nýjan keisara. Helztu fram- bjóðendurnir eru Franz I. Frakklandskonungur og Karl V., sonur Maximilians, ríkiserfingi alls hins mikla Habsborgarríkis. Þessi kosning er einn þáttur í hinni miklu baráttu voldugustu konungsætta álfunnar, Habs- borgarættarinnar og Valoisættarinnar frönsku. Keppi- nautarnir bjóða í kjörfurstana eins og á uppboði, en loks ber Karl V. sigur úr býtum, því hann var hæst- bjóðandi. Ekki vegna þess, að hann væri í rauninni ríkari, hann var snauður maður að fé, en Fugger studdi hann og lofaði að greiða þau loforð, sem Karl gaf kjörfurstunum. Kjörfurstarnir treystu ekki Karli né loforðum hans, en þeir treystu hinum digra sjóði Ágsborgarkaupmannsins. Með þessu batt Fugger trúss sitt við Habsborgarættina, eins og gert höfðu aðrir frændur hans, og segja má, að Habsborg tæki Fugg- erættina með sér í gröfina. Um lílct leyti og Habs- borg varð að beygja svírann fyrir Frakklandi um miðja 17. öld, varð fyrirtæki Fuggerættarinnar gjald- þrota, og það hefur aldrei rétt við síðan. En enn var langt í land áður en svo yrði. En þótt Fuggerættin væri Habsborgurum lengst af trú, bæði hinum austurrísku og hinum spönsku konungum hennar, þá gat Jakob F. ekki stillt sig um að minna þá á, að hann hefði lyft sumum þeirra upp í keisarasætið. Fjórum árum eftir kosningu Karls V. til keisara, skrifar Fugger honum bréf er keisarinn hafði ekki staðið í skilum með afborganir lána: „Það er kunnugt og öllum auð- sætt, að yðar keisaralega hátign hefði aldrei öðlast hina rómversku krúnu nema fyrir minn atbeina“. Því mun þó fjarri, að fjárhagsaðstoð sú, sem Fugg- erættin veitti Habsborgurum hafi verið sprottin ein- göngu af tryggð og hollustu við þá. Fuggerarnir voru að vísu heittrúaðir kaþólskir menn og studdu alla tíð hinn káþólska málstað Habsborgara. En fyrir það eitt hefðu þeir aldrei hætt fjármunum ættar sinnar. — Hitt er sönnu nær, að hin auðugu og víðlendu lönd Habsborgara gáfu Fuggerættinni möguleika á stór- auðsöfnun, meiri en dæmi voru til áður; i bandalagi við Habsborgara gat Fuggerættin nytjað auðlindir þeirra bæði í Evrópu og ekki síður í nýlendum þeirra í Suð- ur- og Miðameríku. í gegnum hendur Fuggerættarinn- ar fór rnikið af því silfri, sem hinar kostmiklu námur spönsku nýlendnanna gáfu af sér. Fuggerættin fitn- aði af silfurflóðinu á sama hátt og öll hin evrópska borgarastétt. Breytingin á verðmæti silfursins og verð- lagsbylting aldarinnar var hin þunga undiralda, sem gengur undir pólitískum stórviðburðum þessara ára. 5. Á 16. öld og nokkru þar á eftir tvöfaldast eða jafn- vel þrefaldast allar vörur í Evrópu, sumar vöruteg- undir fjór- eða jafnvel fimmfölduðust. Mest var hækk- un á matvörum, eins og korni, en iðnaðarvörur hækk- uðu aftur á móti lítið. Hinsvegar stóðu vinnulaunin að mestu í stað, og af því verður Ijóst, hvílíkri ólgu þessi verðlagsbylting hefur komið af stað í álfunni. Á fyrra helmingi aldarinnar er vöruhækkunin hvorki mikil né ör, hún á aðalrætur sínar að rekja til vaxandi framleiðslu í silfurnámum Evrópu. En rétt eftir miðja öldina tekur vöruverðlagið að þjóta upp úr öllu valdi. Árið 1545 fundust hinar auðugu silfurnámur í Potosi í Bolivíu, nokkrum árum síðar er fundin upp ný og betri aðferð við silfurvinnsluna, og nú koma silfur- Framh. á bls. 56. 50 FRJÁLS VERZLUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.