Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Page 17

Frjáls verslun - 01.02.1950, Page 17
// ér sést Brydes• verzlun í Reykju- vík, á horni Hajn- <irstrætis, ASalstrœt- ;'s og K esturgölu. jmr sem nú er V eiSarjœraverzlunin Geysir, og eru hús in enn hin sömu. A skiltinu Iiajvar- strætismegin steml- ur I. P. T. Bryde, en í horngluggan- uni sjást auglýst Ijósker, og standa neSanundir orSin LUX LJÓS. - Myrulin var tekin um aldamótin. allt, ráðningasamninga skipstjóra og háseta á þil- skipunum o. fl o. fl. Betri samvinnu hef ég sjaldan haft við neinn mann um svo vandasöm mál, sem N. B. Nielsen, enda varð ég brátt góður vinur hans og trúnað- armaður. Hann var stundum óþýður og stirður í svörum, en innri maður hans var góðmennsk- an sjálf og raungæðin. Hann var vínhneigður, en ávallt góðlyndur, gamansamur og fyndinn; einn hinna „egta Dana“, og Egill jacobsen þá eigi síður. Ég var strangur bindindismaður, og það hjálpaði mér meira en nokkuð annað til þess að ná hylli þessara góðu manna, jaótt vín- hne:gðir væru sjálfir, og njóta ltylli þeirra, hjálp- semi og leiðbeininga í öllu. Nú mætti s))vrja: „Hví varstu svona fákunn- andi eftir svo langa dvöl þína á Eyrarbakka og við svo stóra verzlun, sem þar var?“ Það var allt eðlilegt. Ég hafði aðeins verið um 8 mán- aða skeið í barnaskóla — aðra kennslu lief ég aldr- ei liaft —, og á Eyrarbakka vann ég aðeins að sölu gegn peningum út í ltönd; þurfti því aldr- ei að hafa nein þau störf með höndum, er nú lágu fyrir mér, er ég kom liér. Á Eyrarbakka var allt annað fyrirkomulag í bókfærslu og þurfti því eigi þar á öðru að halda, hvað hana snerti, en að afrita reikninga ti] viðskiptamannanna upo úr viðskiptabókum jneirra. Þá voru og allar vörupantanir afgreiddar að vetrinum til á Eyrarbakka, en ekki við og við eða eftir hendinni eins og í Reykjayík, en jiang- að komu skipin oftar en á Bakkann og allt árið um kring. Að vetrinum til sátu allir í J)ví að skrifa reikningana, sem áður eru nefndir, allt að 4000 reikninga og marga þeirra ósmáa. Það var P. Nielsen gamli sjálfur (en Thorgrímsen áður), sem afgreiddu alla „danska pappíra" nreð aðstoð annarra manna: Daníelsens, Guðmundar bók- sala, Siggeirs Torfasonar, Kristjáns Jóhannes- sonar o. fl„ er voru liver eftir annan við J)að starf. Það var aftur á móti eins við báðar verzl- anirnar, að factiirur allar komu hingað með til- greindu innkaupsverði, og innan sviga eða við hlið tölu þeirrar, er innkaupsverðið sýndi, stóð hundraðstala sú (%), sem leggja skyldi við Jrað verð, er Jrá sýndi útsöluverðið, með öllum Jjeim kostnaði, er á vöruna hafði lagzt og væntanlegri rýrnun, t. d. var ávallt gert ráð fyrir 5% rýrnun á salti (Svincl), en lítilli eða jafnve] engri rýrnun á kolum, oftast V4—%% vei'ði þeirra. Verzlunarfyrirkomulagið á Eyrarbakka var, a. m. k. hvað skrifstolustörfin áhrærði, miklu hag- felldara en hér syðra, einfalclara miklu og óbrotn- ara, enda naumast unt að hal'a það eins á báð- um stöðum. Lefoliisverzlun miklu mannfleiri, en skipaútgerðin hjá Bryde að miklu leyti út af fyrir sig. Vegna þess kom ég „eiins og álfur út úr hóli“, FRJÁLSVERZLUN 17

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.