Frjáls verslun - 01.02.1950, Page 18
er é'g kom frá Eyrarbakka til Reykjavíkur, en
þetta voru gagnólíkir staðir hvað þetta áhrærði:
Á Eyrarbakka voru viðskiptamennirnir clreifð-
ir „út um allar sveitir“, þrjár stærstu og víðáttu-
mestu sýslurnar eða jafnvel fjórar, sunnan úr
Reykjavík, Hafnarfirði og Suðurnesjum, alla leið
austur í Öræfi, en hér voru það að langmestu
leyti bæjar- og nærsveitamenn, sem vefzluðu við
Brydesverzlun í Reykjavík, og höfðu embættis-
menn og liinir heldri borgarar þann sið að greiða
úttektarreikninga sína að fullu fyrstu dagana eft-
ir hver áramót, og man ég ekki til, að ég sæi
neinn reikning upj) á ársúttekt neins manns
hærri en 500—600 krónur; flestir þeirra voru
200—300 krónur! Þannig var n ú sparsemi margra
heimila varið þá í byrjun 20. aldarinnar. — Það
skyldi þó eigi vera að dagúttekt þeirra sé nú, 40
áruin síðar, svona há eða jafnvel tífalt hærri?
Þannig geta tímarnir breytzt á fáum árum.
Það var í fyrstu með hálfum huga, að ég réð-
ist í það að taka að mér bókhaldárastarfið við
Brydesverzlun, og mátti segja að það væri of-
traust á sjálfum sér, en ég vildi sjá hvað mér tæk-
ist, og allt fór vel, og brátt kom að því, að ég
færi sjálfur að g-efa mig við útgerð; var það með
auðfengnu leyfi forstjórans N. B. Nielsens, sem
einnig í þessu var mér innan handar mjijg og
filiðhollur. Þá var og heldur eigi amast við hljóð-
færasölu minni, eins og síðar í Landsbankanum,
og var hún þó aldrei meiri en einmitt þegar ég
var hjá Bryde.
Brydesverzlun gerði út jressi skip, meðan ég
var þar: „Castor", skipstjóri Kristján Kristjáns-
son, síðar fornbóksali í Reykjavík; „Pollux“, skip-
stióri Vilhiábnur Gíslason, ,,Gunvör“, skipstjóri
Siourður Jónsson (var það járnskip, bez-t þeirra
allra), og „Kjartan", skipstióri Halldór Friðriks-
son, síðar fornbóksali í Revkiavík; „Pollux“, skip-
aflasælir. — Fyrir e/s „ísafold" réði Jensen skip-
stjóri, snarborulegur karl og duglegur. Enginn
þessara skipstióra var vínhneigður; þeir höfðu
ávallt ágæta háseta og trúverðuga mjög.
Upp- og útskipun hér við höfnina var erf’ð:
SkÍDÍn 5—6 smálestir að stærð og hin mestu erði
í róðri. Venjulega var þeim róið tveim árum og
tveir menn við livora ár; féll annar þeirra á, en
hinn sat á þóftunni og reri; fimmti rnaður
stýrði. Skipin lágu oft úti undir Engey, og því
var oft nær klukkutíma róður milli þeirra og
lands. Uppskipunarskipin voru sett upp í Gróf-
inni, og þurfti til þess 20—24 menn, er fengu 1
kvartél af munntóbaki fyrir setningu hv-ers skips,
en seinna fengu þeir, er þurftu að vaða aftur
með skipinu, og koma því á þurrt, 15 aura, aðrir
10 aura fyrir hvert skip. Ávallt var Andrés hjá
Bryde yfirmaður þeirra, er upp settu skipin eða
á flot, og kallaði hann þá oft: „Allir eitt! Kings
með hann, kings!“; livað það þýddi vissi enginn,
en allir hlýddu. Uppskipunarskipin nefndu karl-
arnir þessum kynjanöfnum: „Heljarhryggur" (6
smál), „Ágirnd“ (5 smál.), bæði eign Brydes,
„Jonni“ (5 smál.), og „Rósa“ (5 smál.), bæði
eign Fischers, „Öfund“ og „Nízka“, bæði eign
Th. Thorsteinsonsyierzlunar og 6 smálestir hvort.
Venjulega liöfðu nienn samsetningu á skipunum
og alla þá stráka, er í náðist, til þess að hlunna
með hvalbeinum eða eikardrumbum, en bezt
var ef einhverjir voru nýkomnir að og lentu í
Grófinni, að fá svo margar skötur sem þeir áttu
í aflanum, til þess að setja á, því lítt sakaði þótt
skatan merðist. Stuindum var kallað í ferðamenn,
ef í þá náðist, og einnig okkur, er unnum í skrif-
stofum lij;í viðkomandi verzlunum -eða búðum
þeirra, og fengum við, er að því stóðum, 25 aura
um klukkutlmann.
Fyrir hvert einstakt stykki vijru (Colli), hvort
heldur það var smátt eða stórt, voru 12 aurar
greiddir í upp- og útskipunargjald; þannig var
jrað jafnt gjald fyrir „fortepíanó“ og rúsínu-
kassa, eða enn stærri muni og smærri. Áður, eða
fyrir aldamótin, var kvenfólk hér í Reykjavík
látið bera kolapoka á bakinu upp í vöruhúsin,
ien það sá ég aldrei að viðgengist eftir að ég kom
hingað suður. Hinsvegar man ég enn, að það var
alsiða 20 árum áður, er ég var sjómaður hér
syðra (1882—84), en síðan fóru að konia einhverj-
ar bryggju-„myndir“, og var sú stærsta og veiga-
mest, er Tryggvi Gunnarsson lét byggja miður
undan núverandi Pósthússtræti eða niður frá
þeim stað, sem hús Eimskipafélagsins nú s-tend-
ur á. Bryggja þessi hvarf nú á liðnu ári undir
uppfyllinguna þar norður af. — Á Eyrarbakka
þekktist ekki að konur bæru kol á baki sér; til
þess voru vagnar hafðir, er gengu á járnbraut-
um.
Það var oft gaman að koma í pakkhúsið lijá
Bryde, þar sem Andrés sat, og á milli var, að
skipað væri upp eða niður, sem kallað var (bát-
arnir á milli skips og lancls), eða að loknum störf-
um dagsins. Sátu þá oft rnargir erfiðismenn í
kringum hann og mösuðu saman, ekki um það,
hve lágt væri kaupið, hversu erfið væri vinnan
18
FRJÁLSVERZLUN