Frjáls verslun - 01.02.1950, Qupperneq 19
eða vinnutímimn langur, heldur um það, hvern-
ig haga skyldi vinnubrögðunum, svo að þau
gengu sem bezt, mestu væri afkastað og afnot
vinnunnar drýgst. Það var ekki fyrri en um og
eftir 1914, að menn fóru að bollaleggja það og
bylta því fyrir sér, á hvaða
lund hægast mundi að koma
þcssu þrennu í kring: 1. Að
vinna sem minnst; 2. heimta
hátt kaup; og 3. treina sér
verkefni til næsta dags. Nám-
ið gekk eftir áætlun og rak
brátt að því að bæta þyrfti
fjórða atr.ðinu við, „að svíkj-
ast um“: Þykjast vera að
myndast við að vinna, en
standa svo og slóra eða liggja
í felum og í leyni, þegar aðr-
ir séu ekki til. Síðan rak hver „framförin“ aðra.
Hver er svo munurinn á kjörum þessa fólks
fyiár 40—50 árum og nú? Þá var Jiað vinnugleð-
in, ánægjan yfir því að afkasta sem mestu og
gera sem rnest gagn — og afkoman þó góð, upp-
eldi barnanna gott og hagur almennings góður.
Nú er það þvingun að vinna, allir óánægðir með
öll sín kjör, afkoman Kreppulánasjóðshand-
bendni, óhirða um allt. og einkum að því er
barnauppeldið áhrærir, því öll starfssemi þeirra,
lærdómur og menning er miðuð við leiki og
aftur við leiki, „met“ í íþróttum, og Jrað sem
verra er, að öllu Jressu fylgja óknyttir margra
barna og unglinga, svo að enginn fær rönd við
reist. Ntt er það vansæmandi að hugsa um guðs-
orð og góða siðu, en bíó á hverjum degi, bifreið-
ar, auðvirðilegustu leikir í útvarpi og klámvís-
ur í Jrjóðleikhúsi landsins hið eina eftirsótta; loks
eru það svo skólarnir. með legiónum af komm-
únistískum eða nazistískum kennurum sem leið-
togum barna landsins og unglingum, lauslætis-
kenndum útlistunum, og kenningin sú, að engu
beri að hlýða, ekkert að virða, nema sinn eigin
vilja. Þetta eru höfuðatriðin, og þau eru bæði
fljótlærð og vel haldin.
Þá gæti ég nú ímyndað mér, að ekki muni
Jreim, er J>etta lesa, ef nokkur fæst þá til þess,
þykja hér eigi kenna minna svartsýnis en í ýmsu
öðru }>ví, sem ég hef áður minnzt á hér og ann-
arsstaðar. En segið mér! Eru J>etta ósannindi, svo
mikil, að J>etta sé engu líkt? Eru }>að svo miklar
öfgar, að í engu beri að ljá }>ví augu eða eyru?
Spyrjið þá einhverja aðra an mig um }>að! Spyrj-
ið einhvern þann, er þér trúið betur, þekkir
betur til alls }>essa og liefur reynt það! Spyrjið
bækur Barnaverndarnefndarinnar og skýrslur
J>ær, er hún hefur fengið — og ekki fengið —
frá lögreglunni.
\7ar }>á ekkert, fátt eða lítið gott um þessi mál
að segja? Jú, og aftur jú. Hin miklu gæði, sem
kirkja og kristindómur hafa haft að flytja }>jóð-
inni, íþróttaiðkanirinar, skátáhreyfingin o. m. fl.,
hafa eigi feng:ð að njóta sín, eða komið að því
haldi, sem J>eim var ætlað og gátu gert. Hvers-
vegna? Vegna þeirra óhemjulegu og öru breyt-
inga, sem orðið liafa á öllum sviðum }>jóðlífsins
og verið hafa of hraðstígar, kontið þjóðinni að
óvöru, svo hún lenti tit á gelgjuskeið J>að, er hún
hefur eigi getað fótað sig á. Hún hefur eigi var-
ast nógu vel vonda menn, ónytjungana miklu og
flóðalabbana, sem engu öðru voru megnugir að
koma til leiðar en því, sent illt var, og J>eim e. t.
v. til einhvers framdráttar sjálfum, ef ]>eir hefðu
þá verið menn til }>ess að notfæra sér J>að, án
þess að „svíkjast um“.
Það skal játað, að í ýrnsu hafði fyrri tíminn
unnið sér til óhelgi: Vinnan var of löng, kaupið
of lítið, kjörin verri en vera þurfti, og því hlaut
breytingin að verða því áhrifameiri og átakan-
legri. Fortíðin lnefur skapað alla hina vondu
„isma“, sem heimurinn allur stynur nú undir,
sökum }>ess að liófsins var eigi gætt nógsamlega,
og þarf eigi að lýsa J>ví. —
En því ertu að fara ]>ennan útúrdúr? Varstu
ekki að segja eitthvað frá Brydesx erzlun og fyrri
æfidögum þínum? Jú, en ég komst út í saman-
burð á fortíðinni og nútíðinni, en framtíðina
verða aðrir til að sjá og reyna, dæma um og draga
ályktanir af því, livort það muni allt vera öfgar,
sem ég hef hér sagt og víðar, hverjar afleiðing-
arnar verði o. s. frv. Þetta legg ég J>ví undir rétt-
látan dóm eftirkomandi manna og kynslóða, því
þá fæ ég ekkert leiðrétt, umbætt eða neinu um-
þokað: Ég verð hoi'finn! Framlu í nœsta hefti.
LEIÐRÉTTINGAR.
Á bls. 167 í síðasta hefti féll niður nafn eins Jieirra
félagsmeðlima V.R., sem létust á síðasta starfsári:
Tómasar Jónssonar kau]>manns. Á sama stað er einnig
misritun; Jiar stendur: Arnfríður Stefánsdóttir, en á
að vera: Arngerður Stefánsdóttir afgeiðslustúlka.
Þá urðu og nokkur mistök í uppsetningu mynda með
greininni um Reykjavíkursýninguna. Víxluðust J>ar nr.
1 og 2, og nr. 3 og 4, en það hlýtur raunar að liggja
lesendum greinarinnar í augum uppi.
Ólafur Amundason.
FRJÁLSVERZLUN
19