Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1950, Síða 25

Frjáls verslun - 01.02.1950, Síða 25
Hér sést hluti uf verzl- unarhúsum og bryggju Gísla J. Johnsen í Vestmannaeyjum. — Vagna meSeignar í firmanu Copland & Berrie, gehk verzlunin um nokkurt skeiS und- ir nafninu Edinborg. — Og haiið þér ekki aðallega snúið yður að þessari grein viðskiptanna, síðan þér fluttuð bú- ferlum til Reykjavíkur? — Jú, eftir að ég setti mig hér niður árið 1930, hef ég einkum og sér í lagi rekið vélasölu, enda hef ég alia tíð haft áhuga á liinu vélræna, ekki hvað sízt nýjungum og endurbótum á því sviði. — Og livað viljið þér segja um hin kunnu vörumerki, sem þér hafið í umboði? — Mierkust þeirra er sænsku bátavélarnar „June Munktell“ og amerísku „Buda“-diesel- vélarnar. Báðar þessar tegundir hafa reynzt með afbrigðum vel, og ég sé ekki el'tir því starfi, sem ég hef lagt fram til útbreiðu þeirra. Það mun nú láta nærri að annar hver bátur íslenzka fiskiflot- ans sé nú búinn „June Munktell" vélum, og í sumum sjóplássum vilja bátaeigendur ekki aðr- ar vélar sjá. Þær eru níðsterkar og öruggar og hefur þess vegna verið vel við lialdið, og þann- ig hafa þær ienzt von úr viti. Ég hef t. d. enn í notkun meira en 20 ára gamla vél af þessari gerð. Annars þarf að stefna að því, að samræma eða „standardisera“ sem bezt innflutning á öllum mögulegum vélum, þ. e. beina kaupunum að fá- um vönduðum og viðurkenndum vélum, en hrúga ekki sundurleitustu tegundum inn í land- ið. — Með því móti yrði miklu hægara um allt viðhald og afstýrt mörgum baga og beinu fjár- tjóni. Ég man svo langt, að fyrstu ár vélbátaút- gerðarinnar í Vestmannaeyjum héldum við okk- ur nærfellt eingöngu við sömu vélartegundina, og höfðum við af því mikinn hag. — Og svo væri að lokum fróðlegt að heyra, hvað þér í stuttu máli teljið hafa verið megin- stefnuna í starfi yðar. — Mín stefna hefur ætíð verið eins og söm. Fyrst og fremst að stuðla að því, að verzlunin yrði innlend, og svo, að hún yrði bætt og rýmk- uð eftir rnætti. Jafnhliða þessu hef ég reynt að styðja almenn atvinnu- og menningarmál eftir beztu getu, og sem betur fer ávannst margt nyt- samlegt. — Nú er ég að vona, að mér endist ald- ur til að sjá viðskiptahöftunum aflétt og íslenzka verzlunarstétt og þjóðina í heild losna úr þeim viðjum, sem heft hafa framtak hennar til hins mesta ógagns. Um það er þessu fróðlega samtali við Gísla Johnsen stórkaupmann lauk, var orðið áliðið kvölds ,og hafði ég þá fengið að njóta gestrisni og góðs beina húsbændanna. Ég hafði óblandna ánægju af að hlýða á frásögn þessa mikilhæfa at- hafnamanns, sem enn er fullur áhuga á frarn- faramálum, ungur í anda og spori, rétt eins og væri hann upp á sitt bezta. Svona menn eins og hann, þessir fágætu fullhugar og dugnaðarfork- ar, eiga ekki að láta undir höfuð leggjast að skrifa sjálfsævisögur. Slíkar bækur eru jafnan hinn bezti fengur, og ekki blandast mér hugur um að Gísla Johnsen yrði engin skotaskuld úr því, að gera slíka bók að skemmtilegum fróðleik. Að endingu vil ég láta í ljós þá ósk mína, að honum endist aldur til að sjá verzlunarstéttina koma ósundraða út úr haftaþokunni miklu, — og verði þannig að von sinni. Hann á annað eins inni! B. P. FRJÁLSVERZLUN 25

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.