Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 4

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 4
dýrakyni, sem sjaldnast virðast vera í fæðuskorti á þessu landi. Á ég þar ekki við rottur eða mýs eða önnur smádýr, sem stundum er reynt að útrýma með þar til gerðu eitri og salva, heldur fyrst og fremst þá hlaðasnápa og pólitísku illvirkja, sem fullnægja lág- um geðhvötum sínum með mannorðsrógi. Á þessi kvikindi hefur enn ekki verið framleitt nógu krascandi ormalyf. Fyrir barðinu á þessum öskrandi óþjóðalýð, sem veður eins og tryllt naut á hvað sem fyrir er, þegar færi gefst, svo að úr verður ein allsherjar horna- flækja, hefur verzlunarstéttin oftlega orðið. En þótt einn og einn troðist undir í þessum harkalegu aðförum, þá gleymist hann fljótt. Og ólánsmaðurinn hugsar sem svo: Það er bezl að hrína ekki hátt, svo að helvítin taki ekki eftir mér, á meðan ég er að haltrast út af blóðvellinum. Ef þeir heyrðu í mér, þá kæmu þeir kannske galhoppandi á eftir mér, allir með tölu — og þá er úti um mig! Nei, þá er betra að bera harm sinn í hljóði og sleikja sárin svo lítið ber á. Mér koma mörg slík atvik í hug, og sjálfur er ég ennþá aumur í bakhlutanum ef'tir herjans hornajóana. Ég vorkenndi mér mikið árið 1948. Boðberi sannleikans og frelsisberi þjóðarinnar, Þjóðviljinn, fórnaði mér þá mörgum dálkum af ríki- dómi sinnar guðsblessunnar, en seiðskrattar Tímans og Alþýðumoggans hoppuðu krunkandi á væntanlegu Iiræi, með þeim ankannalegu andlegu vængjatilburð- um, sem þeim eru eiginlegir, — en aldrei munu hefja þá til flugs. Þetta var árið. sem ég flutti inn ísskápana — átta- tíu og þrjá! Innflutnings- og gialdeyrisleyfið hljóðaði á kæli- og frystitæki og var í fullu gildi. Levfi betta voru opinberir aðilar tvívegis búnir að fella niður fvrir mér að tilefnislausu, sem hafði bakað mér mikla bölvun og mikið fiárhagslegt tjón, því að vélar, sem út á það höfðu verið kevptar, lágu hér óút- lev.canIeo,ar mánnðum eaman, en aðrar úti í Enalandi. Þegar levfið fékkst lokcins endurnýiað, var búið að ráðstafa þeim vélum, sem í Englandi voru, vegna svika minna við að standa við kaupin, og frysti- hús Ólafs Jónssonar í Sandgerði missti þá af miög hagkvæmum kaupum á stóru frystikerfi, sem ætlunin var að flvtia inn á leyfið. Þegar þessi tækifæriskaup fóruct bannig fyrir. var enginn kaupandi finnanlegur í landinu, sem bafði áhuga fyrir frystivélum, nema almenningur, sem hafði brýna þörf fyrir Htlar kæli- gevmslur. Það lá því beint við að hagnýta leyfið til kaupa á litlum frvstivélum, því að í leyfinu stóð ekkert um stærð frvstivélanna, og ekkert var að athuga við að kauna þær né selja. hugsaði hinsvegar sem svo: Upnsetning á IítiIIi frvstivél og smíði á sérstökum kæliskáp koctar miklu meira fé, og er almenningi ekki eins notadrjúot og veniulegur kæliskápur með innbvggðri vél. SKkir kæliskápar, framleiddir í fjöldaframleiðslu, eru miklu betri kaup, heldur en heimatilbúnir skápar með að* greindum vélum. Kæliskápar eru vissulega kælitæki, ekki síður en heimilistæki. Staddur úti í Englandi gerði ég af þessum ástæðum kaup á 83 kæliskápum og 2 litlum frystivélum. Ég þarf tæpast að láta þess getið, að mér datt ekki í hug, að 83 kæliskápar gætu farið í gegn um tollinn i Reykjavík, án þess aö það kæmist upp, að um kæli- skápa var að ræða. Ég fór heldur ekki dult með það, að ég átti von á þessarri sendingu, og gafst hverjum sem var, kostur á að gerast fyrirlram kaupandi á réttu verði og án þess að leggja fram leyfi eða útlenda pen- inga, svo sem sumstaðar mun þekkjast. Ég stóð sem sé í beirri barnalegu trú, að mér væri heimilt að flytja inn kæliskápa á leyfið, sem ég hafði í höndunum. Á- byrgðin, sem opnuð var í Landsbankanum, hljóðaði upp á kælitæki og frystivélar, sem á ensku var þýtt: Refrigerating equipment. Á ensku flokkast allar frysti- vélar og frvstitæki, og þar á meðal kæli-kápar, undir þetta lieiti. I fræðibókum og verðlistum eru kæliskáp- ar kallaðir Refrigerating Equipment. Mér var því, samkvæmt ábyrgðinni, heimilt að flytja inn kæliskápa. En hundurinn lá grafinn annarsstaðar. Aftan á einu litlu eyðublaði standa sem sé kæli- skápar í sérstökum undirflokki, einir sér allra kæli- tækja. Vegna hvers þeir sérstaklega eru teknir út úr, er mér hulin ráðgáta, líklega vegna þess, að þeir séu taldir óþarfi eða „luxus“. En vélar til að fram- leiða ískrem eru þó ekki í bessum flokki. Líklega vegna þess, að þær séu þarfari? Fyrir það að taka ekki eftir þessu og flytja inn kæliskápa í stað t. d. ískrems- véla eða smá frystivéla og ýmiskonar smááhalda, sem máttu vera nær allt nema skápar, var ég kærður af fjárhagsráði til viðskiptanefndar og af viðskiptanefnd til sakadómara. Mér var ekki gefinn kostur á viðtali við fjárhagsráð, áður en það sendi kæru sína til við- skiptanefndar og tilboð mitt um að endursenda skáp- ana tafarlaust til Bretlands var ekki virt svars. Það átti sem sé að straffa dónann! Löngu síðar féll dómurinn: 25 þús. krónu sekt og skáparnir ekki gerðir upptækir. Ég sætti mig við dóm- inn og hélt, að nú væri málinu lokið. og ég gæti af- hent kaupendum skápana. En nei, ekki aldeilis. Það vantaði ennþá levfi til að flytja þá inn. Og þáverandi viðskiptamálaráðherra, Emil Jónsson, leitaði allra ráða lil að endursenda skápana. Að endin<ru gafst hann þó upp á því, þar eð brezka sendiráðið mun hafa aflað honum uj)plýsinga um j)að frá brezka verzl- unarmálaráðuneytinu, Board of Trade, að þar í landi teldust kæliská])ar til kælitækja. Þá var næst að koma í veg fyrir, að fyrirlæki mitt hefði neitt með afhend- ingu skápanna að gera, og mun ætlunin fyrst hafa verið sú að virða að vettugi þann kaupendalista, sem ég hafði í höndunum. Þetta myndi þó ekki hafa verið vænlegt til aukins kjósendafvlgis. Höfðu flectir kaupenda borgað inn í pöntun sína og voru nú 164 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.