Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 23

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 23
Merkisdagar kaupsýslumanna GuSmundur Þ. Magnús- son kaupm. í Hafnarfirði átti fimmtugsafmæli 28. okt. s.l. Hann er fæddur á Hval- eyri við Hafnarfjörð og voru foreldrar hans Magnús Benjamínsson bóndi þar og Guðbjörg Þorkelsdóttir. Ólst Guðmundur upp hjá foreldrum sínum, en er honum óx fiskur um hrygg tók hann að stunda atvinnu utan heimilis. I fyrstu stundaði hann sjó, og síðar gerðist hann bifreiðastjóri og ók þá m. a. áætlunarbíl- um milli Hafnarfjarðar og Reykjavíkur. Ekki löngu síðar stofnsetti hann verzlun í Hafnarfirði, og leið ekki á löngu, unz hún hafði náð miklum vinsældum og var komin í tölu þekktustu verzlana þar í kaup- staðnum. Sannar það ótvírætt ágæta kaupmennsku- hæfileika Guðmundar, sem er maður sanngjarn og góð- viljaður, hreinskiptinn og heiðarlegur. Um tíma rak Guðmundur einnig búskap á eignarjörð sinni austan- fjalls, en þar kom, að hann gat ekki sinnt henni sem skyldi, vegna umsvifa sinna heiina fyrir, svo hann lét hana fala. Auk þessa hefur Guðmundur gengt mörgum störfum í félagsmálum kaupistaðar síns og samborgara. „Frjáls verzlun“ óskar þessum sómamanni til ham- ingju með fimmtugsafmælið. sér ákveðna skoðun i einhverju máli, fylgir hann henni fast eftir og hopar hvergi. J grein, sem Valtýr Stefánsson ritstj. reit í Mbl. í tilefni af afmælinu, segir m. a.: „Frímann mótaði lífs- stefnu sína snemma. Fer eftir henni undandráttar- og krókalaust. Hann er fastur fyrir, en ekki einstreng- ingslegur. Meira Ijúfmenni í viðmóti og dagfari get ég varla hugsað mér en hann.“ Undir þau orð geta fleiri tekið. Frímann hefur verið virkur þátttakandi í félags- starfi V.R. og er enn, og ssekir félagsfundi manna bezt. Hann átti mikinn þátt í, að húseign félagsins við Vonarstræti 4 var keypt. Vann hann ötullega að framgangi þess máls, og leiddi það að lokum fram til sigurs. Átti hann sæti í húsnefnd félagsins í nokk- ur ár. Frímann hefur einnig starfað mikið í félags- skap K.F.U.M. og unnið þar mikið starf og gott. V.R. og „Frjáls verzlun“ senda þessum ágæta félaga beztu afmælisóskir, og sér í lagi þakkar V.R. honum vel unr.in störf í þágu þess. Lærdómur hins langskóiagengna Framh. af hls. 179. leyna því að það var hann sjálfur, sem lagði til mergjustu tæringarþulurnar, sem hleyptu þeirri gern- ingaþoku yfir landið. Frímann Ólafsson, for- stjóri átti fimmtugíafmæli 31. okt. s.l. Hann starfaði um fjölda ára sem skrif- stofustjóri hjá skóverzlun- inni Hvannbergsbræðrum hér í bæ, en seinustu árin hefur hann verið forstjóri Hampiðjunnar h/f. Frí- mann Ólafsson er sæmdar- maður í hvívetna, gædd- ur ríkri sómatilfinningu, reglusamur og skapfastur. Hann er athugull maður og sanngjarn. Myndi hann Jónas Jónsson var fyrr rneir svarinn andstæðingur langskólagenginna manna og er það ef til vill enn. Hann reyndi að gera það að skammaryrði að vera langskólagenginn. En er nokkur maður á landinu langskólagengnari en Jónas Jónsson? Milli þess að J. J. stendur verkfallsvörð á Eskihlíð og býr til ný em- bætti og nefndir og lil þess að hann flytur ræðu sína í Gamla Bíó liggur löng og ströng skólaganga, miklu lengri og erfiðari. en gerist í skólastofum. En það er manninum til lofs, að hann lœrði og kannast við að hafa gert það. Og þessvegna á boðskapur J. J. í Gamla Bíó skilið fyllstu athygli. Álieyrandi. . FRJÁLS VERZLUN 183

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.