Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 18
um er mikil. Nú vantar nokkur þúsund dráttarvélar,
vörubifreiðar og önnur flutningatæki inn í landið.
Fram að þessu hefur útflutningur matvæla og hráefna
ekki verið nægur til þess að standa straum af innflutn-
ingi þungavara og margs konar fullunninna iðnaðar-
vara, en þess er fastlega vænst, að sá mismunur verð,
jafnaður innan skamms tima.
NÁTTÚRUAUÐLINDIR LANDSINS.
Næst á eftir akuryrkju að mikilvægi má hiklaust
telja neðanjarðarauðlindir landsins, sem eru talda
mjög auðugar. Er langt frá því að þær hafi verið rann
sakaðar til hlýtar, og er tæplega hægt að segjr
að hagnýting þeirra sé hafin. Marokko er eitt mesta
fosfórsaltsframleiðsluland heims, og undir jarðskorp-
unni er ósnertur varasjóður sem nemur billjónun
tonna. Næstum öll fosfórsaltsframleiðslan er flutt úi
landi og greiðir fyrir talsverðum hluta af innflutning
landsmanna. Utflutningsmagn fósfórs árið 1949 vai
um 4 millj. tonn. Eru miklar neðanjarðarnámur starf-
ræktar við Khouribga og Lous-Gentil, en járnbraut
liggur frá þessum stöðum til Casablanca, þaðan sem
fosfórsaltið er síðan flutt út til hinna ýmsu landa.
Jarðfræðingar eru stöðugt að leita að olíu í jörðu,
og hefur sú leit þegar borið árangur. Er þegar búið
að reisa olíuhreinsunarstöð, sem getur afkastað um
40 þús. tonnum árlega, eða um 10% af olíuþörf lands-
manna.
Framleiðsla gljákola nam árið 1949 um 350 þús.
tonnum, en árið 1952 á að vera búið að koma fram-
leiðslunni upp í 1 millj. tonn.
Blý-, kóbolts- (stálgrár málmur), járngrýtis- og hvít-
málmsnámur eru einnig starfræktar í landinu. Mar-
okko er þriðja mesta kóboltsframleiðsluland heims,
næst á eftir Belgiska-Kongo og Rhodesiu. Manganese-
námur eru auðugar í landinu, en skortur á flutninga-
tækjum hefur staðið í vegi fyrir framleiðslunni. Hefur
orðið að flytja málmgrýtið yfir Atlasfjallgarðinn eftir
leiðum sem ná 7,264 fet yfir sjávarmál. Árið 1948
voru grafin úr jörðu 195 þús. tonn af manganesemálm-
grýti, 39 þús. tonn af blýgrýti og 300 þús. tonn af
járngrýti. Talið er að þessar tölur muni tvófaldast
innan skamms tíma. Zinc og aðrar málmtegundir verða
unnar úr jörðu í framtíðinni í sívaxandi mæli Sagt
er, að Marokko geti framleitt nóg blý til þess að full-
nægja bæði þess eigin þörfum og Frakklands, en enn-
þá er blýframleiðslan aðeins á byrjunarstigi.
Þetta sem á undan er farið eru aðeins staðreyndir
úr mörgum greinum í efnahagskerfi landsins. Framtíð-
in blasir við, en framkvæmdir eru ennþá aðeins á byrj-
VciKuuuir druuarvaguar eru notaðir við flutning á ávöxtum
frá ekrunum.
unarstigi. Erfiðleikar landsins eru áþekkir þeim sem
svo mörg önnur litt jjroskuð lönd heims eiga við að
búa. Marokko þarfnast að komast í kynni við aukið
fjármagn, sérþekkingu vinnuaflsins og fleiri vegi og
járnbrautir. Þjóðin þarfnast aukinnar menntunar og
þekkingar, svo að hún verði fær um að hagnýta sem
bezt hin auðugu náttúruauðæfi landsins.
Marokko er sennilega meira dáð en flest önnur áþekk
landsvæði, sökum landfræðilegrar legu, loftslags, jarð-
argróðurs og annarra náttúruauðæfa. Framgangur
landsins síðan 1912 er næg vísbending um að eigi verð-
ur látið staðar numið í framtíðinni. Þegar landið varð
franskt verndarríki, var akuryrkjan á frumbýlisstigi,
engar hafnir voru til né þjóðvegir, járnbrautir, sjúkra-
hús eða skólar. Nú er þessu öðruvísi varið. I dag er
akuryrkjan komin á liátt ræktunarstig, hafnir hafa ver-
ið byggðar, vatnsföll verið virkjuð, náttúruauðæfi í
íðrum járðar verið nýtt o. fl. o. fl. Framsýn fjárfesting,
aukin iðnþróun og hagnýting nútímatækni í akuryrkju
og iðnaði hafa fært þjóðinni verulegan hluta af hagn-
aði 20. aldar menningarinnar, hvað sem annars má
segja um þá menningu, ef grandskoðuð er.
(Esso Oilways).
Þa8 er afí lokum minnst um vert, hvað vér hugs-
um, hvað vér vitum eSa hvaS vér höldum; — hi3
eina, sem allt veltur á, er hvaS vér gerum. —
RUSKIN.
178
frjAls verzlun