Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 13

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 13
Frá skemmtigarðin- inum Xochimilco í hjarta Mexico City. Saludos Amigos. Ég hafði ekki hugsað mér að standa lengi við í Monterrey. Þegar ég kvaddi ferðafélaga minn, Jesús Mario, lét ég á mér skilja, að viðstaða mín í borginni yrði ekki nema tveir til þrír dagar. En þetta fór á annan veg, því ég eyddi þar hálfum mánuði í bezta yfirlæti. Hitti ég nokkra skólafélaga mína, eem tóku mér opnum örmum og gerðu dvölina ógleymanlega. Einn þeirra, José Garza Botello, bauð mér að búa á heimili sínu, og var ég þar eins og heimagangur allan tímann, sem ég stóð við í Monterrey. Hef ég sjaldan fyrir hitt gestrisnara heimili en þeirra hjónanna Senor og Senora Garza Botello. Monterrey er mesta verzlunar- og iðnaðarmiðstöð norðurhluta Mexíkó. Er þar mikill kemískur iðnaður, svo og vefnaðar- og leður iðnaður að ógleymdri öl- framleiðslunni, en í borginni er hin fræga Cuauhtémoc ölgerð, sem er sú stærsta í allri Mexíkó og þótt víðar væri leitað. Einn daginn gafst mér kostur á að skoða heimkynni ölgerðarinnar, og eru þau engin smá smíði. Kynnisferðir eru farnar um verksmiðjuna tvisvar á dag með túrista og aðra þá, sem áhuga hafa á því að skoða mannvirkin, og eru þessar ferðir farnar undir leiðsögn starfsmanna fyrirtækisins. Við vorum í fulla tvo tíma á ferðalagi um ölgerðina, og að lokinni kynn- isferð var öllum hópnum boðið upp á að drekka eins mikið af Carta Blanca (hvíta bréfið), en 6vo heitir kunnasta bjórtegundin, sem framleidd er af verksmiðj- unni. Sýndist mér flestir taka vel til drykkjar síns, enda var heitt í veðri og menn mjög þurfandi að fá sér ein- hverja hressingu. Bragðaðist bjórinn hið bezta, og ekki gat ég gert að því að liugsa til Egils okkar „sterka“ heima á Fróni, en hræddur er ég um, að fornmaðurinn hefði orðið undir í viðureign við Senor Cuauhtémoc, ef keppt hefði verið um stvrkleika. Adiós, Monterrey. Monterrey var nú horfin sjónum mér, og var ekki Borgin Taxco er Mekka listamannsins Sofðu rótt. Sessunautur minn, sá dökki, var hinn ræðnasti. Ég komsl að því, að hann var fæddur í Texas, en hafði flutzt ungur til Mexíkó og var nú mexíkanskur þegn. Jesús Mario sagðist hann heila, og ég man nafnið svo vel vegna þe=s, að mér fannst það nokkuð óvenjulegt. Hann stundaði læknisfræði við Collegio de Medico í Mexico City og var á leiðinni þangað eftir að hafa eitt orlofi sínu með því að heimsækja kunningja í Bandaríkjunum. Jesús Mario virtist vera greindur ná- ungi, og vissi hann deili á mörgum hlutum. Ekki var hann samt fróður um ísland og íslenzk málefni og vildi blanda því saman við írland. Við ræddum um alla heima og geima, og m. a. fræddi hann mig um margt viðvíkjandi Mexíkó og gaf mér ýms góð ráð, sem seinna komu mér að haldi á ferðalagi mínu um landið. Við nálguðumst nú óðum Monterrey, og hafði ferðin gengið ágætlega fram að þessu. Vinur okkar, bílstjór- inn, átti í mesta stríði við sjálfan sig vegna þess hve svefn sótti mikið á hann. Allt í einu snar stoppaði bíll- inn, og farþegarnir hentust til í sætunum. Ég heyrði bílstjórann bölva rösklega og varð um leið litið út um gluggann. Sá ég þá hvar Indíáni var ríðandi á asna rétt fyrir framan bílinn út á miðjum vegi, og virtist hvorki asninn né Indíáninn fara sér að neinu óðslega. Munaði minnstu, að við hefðum keyrt á þá félagana, og ekki ósennilegt, að ökuþórinn okkar hafi hrokkið upp við vondan draum, þegar hann skyndi- lega tók eftir þeim. Hann glaðvaknaði við þetta at- vik, og svefnhöfginn lét hann nú alveg í friði það sem eftir var leiðarinnar til Monterrey. FRJÁLSVERZLUN 173

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.