Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 26
STJÓKN V.R. 1949—50.
Sitjandi frá vinstri: Einar Elf-
asson, Sveinbjörn Árnason,
Guðjón Einarsson, Indriði Boí?a-
son, skrifst.st. fclagsins og
Gunnar Magnússon. Standandi
talið frá vinstri: Njáll Símon-
arson, Daníel Gíslason, I»órir
Hall, Baldur Pálmason og Haf-
liði Andrcsson. Á myndina vant-
ar Ólaf Stefánsson.
Birgir Kjaran
Gunnar Magnússon
Njáll Símonarson og
Gísli Ólafsson.
Sérstök nefnd var skipuð til að undirbúa væntan-
leg hátíðahöld í tilefni 60 ára afmælis félagsins og
skipa hana:
Sveinbjörn Árnason.
Oddur Helgason.
Friðþjófur Ó. Johnson.
Njáll Símonarson og
Guðjón Einarsson.
Frjáls verzlun hefur komið út reglulega, eða alls
10 tölublöð á félagsárinu, og er það samkvæmt áætl-
un. Við mikla örðugleika er þó að etja í sambandi við
blaðaútgáfuna vegna sívaxandi erfiðleika á öflun
auglýsinga. Er vonandi að kaujisýslumenn reyni að
styðja blaðið með því að auglýsa í því.
Byggingarsamvinnufélag V. R. hefur nú gert 6 íbúð-
ir við Melhaga fokheldar, en töf er á frekari fram-
kvæmdum vegna peningavandræða. Hefur stjórn
Byggingarsamvinnufélagsins, undir forustu formanns
síns Carls Hemming Sveins, unnið ötullega að útveg-
un láns, svo að hægt verði að halda áfram frekari
framkvæmdum.
Á árinu var félaginu úthlutað 20 hektara land í
Heiðmörk til skógræktar. Stjórnin skipaði þau
Guðmundu Kristinsdóttur,
Ólaf Stefánsson og
Þorvald Jónsson
í nefnd til að hafa umsjón og annast framkvæmdir þar
á staðnum. Nefndin fór ásamt ýmsum félagsmönnum
nokkur kvöld upp í Heiðmörk og gróðursetti þar 1500
trjáplöntur. Aðalhvatamaður að þessu landnámi var
varaformaður félagsins, Sveinbjörn Árnason.
Á félagsheimilinu hafa orðið miklar brevtingar.
Leigutakinn, Jón Ásgeirsson, sem hefur haft 2 hæðir
hússins á leigu til veitinga- og fæðissölu fyrir félags-
menn, var sagt upp leigu, og fór hann úr húsakynnum
félagsins 1. maí s. I. Ákvað stjórn félagsins ásamt
hússtjórn að gera all verulegar breytingar á rekstri
hússins og eru þær þessar: Fyrsta hæð hefur verið
leigð franska sendiráðinu og þar með skapaðar fastar
leigutekjur fyrir félagið. Önnur hæð hefur verið stand-
sett og hefur félagið þar skrifstofu og stjórnarher-
bergi. Þriðja hæð er enn í aðgerð og mun því verki
ekki verða lokið að fullu fyrr en í lok desembermán-
aðar. Félagið sjálft mun annast rekslur félagsheim-
ilisins, en fyrirhugað er að nota það fyrir félagsstarf-
semi og leigja auk þess hina einstöku sali og her-
bergi til fundarhalda ýmsum félögum. Þá mun félag-
ið sjá um að veitingar verði framreiddar á heimilinu,
og hefur félagið ráðið til þeirra verka frk. Sigríði
Björnsdóttur, sem áður hefur haft þann starfa með
höndum fyrir félagið.
Jólatrésskemmtanir fyrir börn félagsmanna voru
haldnar í Sjálfstæðishúsinu eins og að undanförnu.
Húsfyllir var bæði kvöldin, og var ekki annað að sjá,
en að börnin og aðstandendur þeirra væru ánægð með
skemmliatriðin og framleiðsluna.
Árshátið félagsins var haldin að Hótel Borg 21.
janúar s. I. Hófið hófst með sameiginlegu borðhaldi.
Ræðumenn kvöldsins voru formaður V. í., Eggert
Kristjánsson, og Birgir Kjaran hagfræðingur. Baldur
Fálmason flutti minni kvenna í ljóðum. Haraldur Á.
Sigurðsson sá um skemmtiatriðin, sem voru með af-
brigðum góð. Húsfyllir var og skemmtu menn sér með
ágætum.
Eins og undanfarin ár tók félagið skemmtistaðinn
Tívoli á leigu yfir fríhelgi verzlunarmanna. Að þessu
sinni var veður ekki eins hagstætt og undanfarin ár,
og hafði það töluverð áhrif á aðsóknina. Jafnframt
18fi
FRJÁLSVERZLUN