Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 9

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 9
ÁlitiS þér, ab önnur jóla „stemning“ haji verið hjá verzlunarfólki hér áSitr fyrr samanboriS við nú í dag? Ég hef veriS svo lánsamur, að hafa ávallt starfað meS yndislegu fólki, góðviljuSu, tápmiklu og hug- kvæmu, sem ávallt hefur verið í góðu skapi, tilbúið að leysa hverskonar vanda, hver eftir sinni getu. Það má segja, að hjá því hefur ávallt verið góð „jóla- stemning“, ekki aðeins í desember, heldur allt árið. Svipað lield ég að megi segja um fjölmargt annað verzlunarfólk hér í bæ, bæði nú og fyrir aldarfjórð- ungi síðan. Áhuginn fyrir að gera vel er ávallt til reiðu. Ég veit, að það eina, sem skyggir á „jólastemn- inguna núna í ár, er kvíði vegna vöruskorts — það að geta ekki leyst nú þann vanda að velja vel jóla- gjafirnar með viðskiptavinunum. Því Jiað eru mjög margir, ekki sízt uglingar og börn, sem treysta svo vel afgreiðslufólkinu og leggja á þess herðar þann vanda að velja eitthvað fallegt og gott handa pabba eða mömmu, stóra bróður eða litlu systur. Verzlunarfólkið finnur það aldrei betur en einmitt í jólamánuðinum, hvað viðskiptavinirnir treysta því vel. Ég er þess full- viss, að það er þetta traust, sem hvaS helzt veldur því, að verzlunarfólkið, þrátt fyrir þrotlaust annríki í jólamánuðinum, er ávallt í ljúfu skaþi, sannkölluðu jólaskapi. Hefur ekki orSiS mikil breyting þessi ár á kaupum til jólagjafa? Nokkur breyting hefur orðið á kaupum fólks til jólagjafa, en hún er ekki fólgin í því, að minna sé keypt, heldur í því, hvað keypt er. Hin síðustu ár hef- ur verið h'tið úrval af vörum hentugum til jólagiafa, gagnstætt því, sem var fyrir aldarfjórðungi. En á sama tíma hafa hinir athafnasömu bókaútgefendur vorir framkvæmt stórvirki, því þeir hafa gefið út hverja bókina annarri betri, og auglýst þær venjulega mjög vel og smekklega. Það er því eðlilegt, að íslendingar, sem eru h'klega bókhneigðasta þjóð í heimi, evði nú hlutfallslega meiru fé til að kaupa bækur til jólagjafa, en fyrir annan varning. Ég er ekki á þeirri skoðun, að fólk minnki mikið bókakaupin, þótt nægur annar varn- ingur væri á boðstólum. Ég held, að það muni gefa bækur eftir sem áður og svo eitthvað smekklegt með, því gjafmildi þjóðarinnar er mikil, löngunin til að gleöja aðra virðist íslendingum í blóð borin. HöfSu almenn lánsviSskipti góS úhrif á verzlunina áSur fyrr? Nei, síður en svo. Lánsviðskipti lögðust sjálfkrafa niður í stríðinu, þá er allir höfðu næga peninga. Von- andi verða þau ekki tekin upp aftur, því þau voru flestum til baga, bæði kaupsýslumönnum og viðskipta- vinum þeirra. Mörgum kaupsýslumanninum varð þá á að lána of djarft til að auka verzlun sína, og enn fleiri viðskiptavinir voru svo bjartsýnir, að þeir tóku út í reikning sinn meira en þeir voru menn til að borga. Þegar þannig fór, töpuðu báðir; kaupmaður- inn tapaði fé sínu, en tap viðskiptamannsins var oft- ast mikið meira, því hann tapaöi oft traustinu á sjálf- um sér, því svo mun flestum íselndingum farið, að þeir vilja heldur tapa fé en vita sig vanskilamann. Lokunartími sölubúSa hefur oft veriS ofarlega á dag- skrá í Reykjavík síSustu árin. I því sambandi væri jróSlegt aS fá aS heyra eitthvaS varSandi lokun búSa fyrir jólin eins og þeim málum var háttaS fyrir ald- arfjórSungi síSan, Um 1920 voru verzlanir opnar daglega nokkuð lengur en nú, eða til kl. 7 e. h. nema á laugardögum um hásumarið; þá var lokað kl. 4 e. h. Fyrir jólin voru allar verzlanir opnar daglega til kl. 7 nema á Þorláksmessu, þá var opið til kl. 12 á miðnætti og á aöfangadag jóla var afgreitt til kl. 6 e. h. Þá var oft verulega mikið að starfa. Eftirvinna var þá mjög algeng, einkanlega i des- embermánuði, og svo einnig á vorin og haustin, var þá líka oft unnið mikið og vel kvöld eftir kvöld. Þessi kvöldvinna var jafnan leyst af hendi með ánægiu. Vinnugleðin var í hávegum höfð — og það var því h'kast sem mörgu af hinu áhugasamasta verzlunarfólki þætti vænt um. að svo mikið væri að starfa við verzl- un þess, að kvöldvinna væri þörf. Það var i þess aug- um meömæli með fyrirtækinu. Launa var aldrei krafizt fyrir kvöld- eða næturvinnu, en allir góðir húsbændur munu |)ó hafa greítt fyrir aukavinnu óbeinlínis, en misjafnlega mikið þó. Gerðu þeir þetta með gjöfum við ýms tækifæri t. d. jóla- gjöfum. Sumir kaupmenn gjörðu þetta af mikilli rausn. Annars má geta þess, að sú stytting vinnutím- ans í verzlunum, sem fór í hönd næstu árin eftir þessi tímamót voru ekki síöur að þakka framtakssemi ýmsra frjálslyndra kaupmanna en verzlunarfólkinu sjálfu. Gott samstarf var |)á ríkjandi, eins og raunar enn- þá milli verzlunarfólks og kaupsýslumanna. Mér finnst eölilegt að svo sé, því flestir kanpmenn liafa verið verzlunarmenn áður en þeir hófu kaup- mannsferil sinn. Þeir þekkia því kjör starfsfólks síns og áhvggjur og vita það gjörla, að velferð þess er og þeirra hagur. Síra Gísli Þórarinsson í Odda varð bráðkvaddur. — Sveinn Pálsson læknir var því sóttur að skoða líkið. Þegar hann kom að Odda, var Vigfús bróöir Gísla þar fyrir, og fóru þeir þegar inn í herbergið, þar sem líkið lá. Sveinn sá ekki hentugan stað fyrir hatt sinn, og hengdi hann þegar á tærnar á líkinu. Þessu reiddist Vigfús og sagðí: „Brúkarðu fæturnar á honum bróður mínum fyrir uglu, mannskratti.“ ,,Ójá,“ sagði Sveinn, „og þótti mér þó einlægt meira koma til fótanna á honum en höfuðsins.“ (Blanda). FRJÁLSVERZLUN 169

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.