Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 7

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 7
Þessa aðstöðu hef ég, en því miður liefi ég haft mikil hlaup en lítil kaup, enn sem komið er. Ég get þó huggað mig við það, að aðalkeppinautur minn, meistari Plass, sem af sumum ér kallaður „sup- ersalesman" og er búsettur í Loncfon, hefur þrátt fyrir mikið strit ekki orðið betur ágengt en mér, og hygg ég, að honum sé nú jafngott að hvíla sig fyrir fullt og allt! Soðkjarninn, sem framleiddur er úr soði því er rennur frá fiskimjölsverksmiðjum, nemur um 10% af hráefnismagninu. Hann inniheldur helming af eggja- hvítuþurefni og helming af vatni. I honum eru vaxt- araukandi bætiefni svo sterk, að ef bætt er 3 til 5 kg. af soðkjarna í 100 kg. af venjulegu fóðri, ná t. d. kjúklingar fullum vexti á 8 vikum í stað 12 áður. Sparast því mikill tími og fóður. Verð á soðkjarna hefur verið frá 100—160 dollarar fyrir tonnið eftir því, hvar það hefur verið selt í Bandaríkjunum. Ef soðkjarninn er þurrkaður meir og breytt í mjöl með því að bæta honum í pressukökuna, fæst mjölviðbót, er nemur um 5% af hráefnismagninu — eða um 25% mjölaukning. Kostnaður við framleiðslu á einu tonni af soðkjarna er um 230 krónur, en söluverð, ekki undir þúsund krónur, jafnvel þó hann væri seldur sem mjöl. Sézt af því, hversu gífurleg verðmæti ta])ast í sjóinn. Á Krossanesi munu t. d. þegar í sumar hafa tapast um 2000 tonn af soðkjarna úr 20,000 tonnum af karfa — eða 2 milljón krónur í útflutningsverðmæti. Brúttó- tekjur hefðu orðið 1,5 milljónir, sem hefðu nægt til að greiða allan stofnkostnað soðkjarnaverksmiðju. Mikill áhugi er nú fyrir stofnun soðkjarnaverksmiðja hér á landi, og vænti ég þess, að ekki líði á löngu áð- ur en hin fyrsta þeirra rís upp. Meðan ég dvaldi í New York, bjó ég á Engineer’s Club, rétt við Puhlic Library og Fif'th Avenue. Þar kynntist ég mörgum ágætum verkfræðingum og for- stjórum stórfyrirtækja. Meðal annarra, forstjóranum fyrir einni þekktustu rannsóknarstöð Bandaríkjanna, South Western Research Institute í San Antonio, Tex- as. Það kom í ljós, að við höfðum áþekkar hugmyndir um marga hluti og höfðum gaman af að tala saman. Stofnun þessi hefur átt upptökin að mörgum tækni- legum nýjungum, svo sem t. d. stálþráðshljóðritaran- um (varið ykkur að detta ekki um þetta orð). Þeir fundu líka upp kafbátasjána, sem notuð er til að leita uppi kafbáta. Þeir munu og hafa fundið upp rafmagns- girðingar til afnota fvrir bændur, og þeir fram- kvæma tilraunir fyrir sex ríki í Bandaríkjunum, auk rannsókna í sambandi við krabbamein o. s. frv. Stofn- un þessi er í samvinnu við American Institute of Radiation, sem er og mjög þekkt fyrirtæki, og eru þeir nú að gera tilraunir með að smala fiski saman og reka sem fé í réttir. Nota þeir útbúnað, sem haldið er leyndum. Grunar mig, að um rafmagn og hljóð- sveiflur sé að ræða. Þeir eru með öðrum orðum að gera tilraunir með þær hugmyndir, sem ég hef áður sett fram á prenti hér á landi: Að reka síldina með „rafmagnshvölum4'. Þegar síldin liggur í miBjónum tonna skammt und- an landi og jafnvel á litlu dý])i, þá á að vera hægt að reka torfur inn í firði, eins og t. d. Hvalfjörðinn, og loka honum síðan. Að þessi rekstur má kosta nokk- uð mikið kemur í ljós, þegar athugað er, að slík torfa gæti hæglega gefið 200 miHjónir í aðra hönd. En eng- inn er spámaður í sínu föðurlandi. Og hugmyndum mínum, sem ég setti fram áður en Hvalfjarðarsíldin uppgötvaðist, hefur aldrei verið sinnt, enda þótt ég muni e. t. v. fyrstur manna hafa sett fram alvarlegar tillögur um rafmagnsveiðar í sjó. Það var 1938. Hins vegar eru menn nú að komast á þá skoðun, að rafmagn muni verða helzta vonin til þess að það takist að veiða vetrarsíldina í stórum stíl. Mun von á tveim Þjóðverjum hingað í vetur, og munu þeir eiga að gera einhverjar tilraunir. Loks hefur svo forstjóri rannsóknarstofnunar þeirrar, er ég áður gat um, skrifað mér bréf og boðizt til að taka að sér að framkvæma tilraunir fyrir ís- lenzka ríkið um byggingu þess konar veiðarfæra, að unnt verði að reka síldargöngur. Ilef ég lagt tiBtoð þetta fyrir sjávarútvegsmálaráðherra, Ólaf Thors, og fyrir nefnd þá, sem sérstaklega er skipuð til þess að gera tilraunir með ný veiðarfæri. Gæti greiðsla fyrir starfið e. t. v. farið fram með Marshall-aðstoð. Eru nú þessir aðilar að athuga málið. Vildi ég óska. að úr framkvæmdum mætti verða. Ef það tækist að stjórna fiskgöngum með rafmagni, þá mvndi hagur þessarar þjóðar taka stökkbreytingu. Gleðileg jól og farsælt nýár, landar góðir! Gísli Halldórsson. Mestu kolaframleiðslulönd Vestur-Evrópu fram- leiddu 253 millj. tonn af kolum fyrstu 7 mánuði þessa árs og er það um 8 millj. tonnum (3,2%) .aeira en á sama tíma árið 1949. Lönd þessi eru Bretland, Frakk- land og Saarhéraðið, Vestur-Þýzkaland, Italía, Belgía og Holland. Innflutningur kola frá Bandaríkjunum til landa í Vestur-Evrópu er nú alveg úr sögunni. Hefur þessi stefnubreyting í kolakaupum aðallega komið Bretum og Þjóðverjum til góða, þar sem kolaútflutn- ingur þessarra landa hefur aukizt að miklum mun, en Vestur-Evró|)uþjóðirnar um leið sparað sér dýrmætar dollaraupphæðir, sem annars hefði orðið að nota til kolakaupa í Bandaríkjunum. Einnig hefur þessi stefnu- breyting í kolakaupum haft heillavænleg áhrif á kola- útflutning Belgíu. Áætlað er, að Belgía, Frakkland og Saarhéraðið hafi nú 3,5 millj. tonn af kolum og koksi aflögu til útflutnings, og er talið mikilvægt fyrir þessi lönd, að birgðum þessum verði ráðstafað fyrir árslok. FRJÁLS VERZLUN 167

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.