Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 22

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 22
í stu.ttu. máli Sá orðrómur geng-ur nú um bæinn, að Brynjólfur Bjarnason, alþin., háfi farið austur fyrir járntjald í beim erindaffjörðum að reyna að sölsa ýms umboð, sem fram til þessa hafa tilheyrt íslenzkum kaupsýslumönnum, undir hið nýstofnaða fyrirtæki, Baltic Trading; Company. 1 Bandaríkjunum eru % allra fyrirtækja landsins, sem hafa færri en 4 menn í þjónustu sinni. Danir áætla, að í ár muni tekjur þeirra af erlendum ferða- mönnum nema um 150 milljónum danskra króna. Danir skilja þýðingu þess að laða að sér ferðafólk, og þeir láta heldur ekki standa við orðin tóm, heldur vinna markvisst að því að auka ferðamannastrauminn til landsins. • Bretar drekka mikið af kampavíni eins og bezt sést á því, að s.l. ár voru seldar í landinu 2,8 milljón flöskur. Bandaríkja- menn drukku hins vegar ekki nema 1,8 milljón flöskur. • Venjuleg fólksbifreið myndi í dag kosta $ 60,000 í Banda- ríkjunum, ef sömu tæki og aðferðir væru notaðar við smíði hennar og fyrir 40 árum síðan. • Cunard White Star, hið heimsfræga skípafélag, varð 110 ára gamalt 4. júlí s.l. íbúafjöldi Bandaríkjanna er nú 151 milljón, eða um 20 millj- ónum. meiri er. 1940. Kösklega 50 framleiðslufyrirtæki í Bandaríkjunum eyða ár- lega hvert um sig $ 1 milljón í að auglýsa vörur sínar. • Dollarainnstæður á sterlingsvæðinu jukust um £ 262,000,000 á fyrstu sex mánuðum þessa. árs. • Heimsmarkaðsverð á gúmmí er nú hærra en það hefur nokk- urntíma verið undanfarin 25 ár. • Brasiiía er stærsti bananaúflytjandi í heimi. I»ar næst koma Kanaríeyjar. Equador, Colombia og Mexikó. Tíundi hluti alls híbýlakosts Svía í dag hefur verið reistur á árunum 1945—1949. O Bifreiðaframleiðsla Renault verksmiðjanna frönsku liefur nýlega verið aukin úr 680 í 1000 bifreiðar á dag. • Gert er ráð fyrir að framleiðsla gerfigúmmís í Bandaríkj- unum í ár nemi 740,000 smálestum. Talið er að 219 milljón eintök dagblaða séu gefin út í heim- inum. Sjónvarp er lengst á veg komið í Bandaríkjunum, Bret- landi, Frakklandi og Rússlandi. Bandaríska flugfélagið Pan American World Airways á nú 144 flugvélar eftir að sameining þess og A. O. A. átti sér stað. • Frönsku ríkisjárnbrautirnar sýna vikulegan hallarekstur, sem nemur $ 6 milljón, samkvæmt upplýsingum, er forsætis- ráðherra landsins gaí nýlega. Fyrirtæki, sem eru gamalkunn í Reykjavík, hafa gripið til þess örþrifaráðs að segja upp flestu, ef ekki öllu starfsfólki sínu frá og með næstu áramótum. Ástandið í verzlunarmál- unum í dag er ömurlegra en margan grunar. Ef ekki skeður eitthvað raunhæft til bjargar þessum málum nú á næstunni, er útilokað annað en stórkostlegur samdráttur verði í öllu viðskiptalífi þjóðarinnar. fSLAND er nú á góðri leið með að verða fjölsótt ferðamanna- land, þótt langt sé í land enn, að það geti talizt samkeppnis- fært hvað þjónustu snertir við Jiin þelcktu ferðamannalönd Evrópu. Sennilega hafa aldrei jafnmargir útlendingar GÓtt ísland heim og s.l. sumar. Fólk af fjölmörgum þjóðernum Jiefur gist landið, fólk af ýmsum stéttum svo sem kaupsýslu- menn, nemendur, vísindamenn, kennimenn og lávarðar. Um- heimurinn veitir oklcur smám saman meiri athygli, og við megum liúast við því, að sífellt fleiri erlendii ferðamenn hafi Iiug á að leggja leið sína Iiingað til lands. Tími virðist því vera kominn til, að Iiið opinbera aðhalizt eitthvað í þeim inálum, er snerta beinlínis aukinn ferðamannastraum, svo hægt verði að taka sómasamlega á móti hinum erlendu gestum. Ef skynsamlega verður haldið á málunum, iná liér reikna með nýjum og álitleguin gjaldeyristekjum fyrir þjóðina, sem sízt er vanþörf á eins og nú er í pottinn búið. 182 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.