Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 8
Jólaverzlunin fyrr #g nú
Samtal við Kristján L. Gestsson, verzlunarstj.
Kristján L. Gcstsson, verzlunarstjóri er flestum les-
endum ,,Frjálsrar verzlunar“ vel kunnur. Ilann hefur
nú starfað við Haraldarbúð firmað Ilaraldur Árna-
son, heildverzlun um 35 ára skcið, ofi; er því orðinn
þaulkunnugur verzlunarmálum, enda kann hann frá
inörffu að segja í sambandi við verzlunina.
,,Frjáls verzlun* hefur snúið sér til Kristjáns ofi; beð-
ið hann að seg;ja lesendum blaðsins frá ýmsu í sam-
bandi við jólaverzlunina fyrr or: nú. í eftirfarandi við-
tali kemur glögffleffa í ljós, að ýmsar breyting;ar hafa
orðið á verzluninni síðustu 20—30 árin, og- það jafnvel
meiri en menn g;era sér ffrein fyrir í fljótu braffði.
Þrátt fyrir miklar jólaannir, hefur Kristján L. Gests-
son gefið sér tíma til þess að svara fyrirspurnum
blaðsins fljótt og; vel, og; kann ,,FrjáIs verzlun“ lion-
um beztu þakkir fyrir.
// vaS áliti'S þér vera helzta muninn á jólaverzlun-
inni í Reykjavík í dag samanborifi vifi þaS, sem hún
var fyrir 20—30 árum síSan?
Munurinn er mikill að einu levti, og það er, hve
vöruúrval er margfalt minna nú, en fvrir aldarfjórð-
ungi. Þá fékkst hér allskonar varningur frá flestum
helztu menningarlöndum. En undirbúningur og fyrir-
komulag sölu vegna jólahátíðarinnar er svipað og áð-
ur. Sama er að segja um innkau|i almennings — fólk-
ið er gjafmilt nú eins og áður fyrr. Allir vilja eitthvað
kaupa handa mömmu eða ]>abba, systkinum, unnust-
um, frændfólki og ekki sízt handa bágstöddum. Verzl-
unarfólkið gerir nú, eins og i gamla daga, allt sitt
bezta til að velja jólagjöfina með viðskiptavinunum,
en nú er oft erfitt vegna vöruskorts að velja vel og
finna réttu gjöfina. Það reynir á hugkvæmni verzlun-
arfólksins að leysa þann vanda.
Frá hvaSa löndum voru þœr vörur aSallega, sem
HaraldarbúS verzlaSi meS í þá daga? Er ekki enn
eitthvaS af þeim vörumerkjum á boSstólum, sem þá
voru bezl þekkl?
Mest af vörum verzlunarinnar voru fluttar frá Eng-
landi og talsvert frá Þýzkalandi. En eigandi verzlun-
arinnar, Haraldur Árnason, var víðförull kaupmaður
og lagði mikla áherzlu á að kaupa og flytja til lands-
ins nytsama og smekklega vöru frá réttum stað og með
réttu verði. Þannig fengum við oft hinar prýðilegustu
vörur frá ýmsum löndum, svo sem frá Austurríki,
Frakklandi, Italíu, Norðurlöndunum og víðar að. í
þá daga var hægt að gera öll innkaup til landsins frá
þeim löndum, sem buðu beztan varning og með hag-
kvæmasta verði. Þá var verzlunarfrelsi, en nú er öld-
in önnur; nú eru viðskiptahöft og þvingandi vöru-
skiptasamningar á verzlun landsmanna. Verzlunarólag
þetta, sem virzt hefur i 11 nauðsyn síðustu árin, hefur
leitt til þess, að mörg gömul verzlunarsambönd hafa
rofnað og mörg fræg vörumerki hafa ekki sézt hér
lengi. Svo er það t. d. með hinar þekktu Van Heusen
skirtur og m. fl. Onnur sjást aðeins endrum og eins.
svo sem hin frægu Coty ilmvötn og svona mætti lengi
telja. En tímarnir breytast og væntanlega verður verzl-
unin frjáls aflur hér á landi og ýms hinna beztu erl-
lendra vörumerkja munu þá ryðja sér til rúms á ný,
en í stað fjölmargra annara munu koma margskonar
innlend vörumerki vandaðrar vöru, sem framleidd er
hér á landi af dugmiklu iðnaðarfólki, fvrir atbeina
hjartsýnna athafnamanna.
Um hvert leyli var undirbúninpiu venjulega hafinn
til þess aS mœta jólaösinni?
Venjulega var hafinn undirbúningur að jólasölu
liinn fyrsta dag í desember. Allir duglegir kau]>menn
og áhaugasamt verzlunarfólk hófu fallegar glugga-
sýningar þá strax. Sumir stilltu nýtízku vörum út í
alla glugga og búðirnar líka um þrjár helgar í desem-
ber. Það var oft rnikið verk, en enginn taldi það samt
eftir sér. Allir höfðu ánægju af því og ekki sízt við-
skiptavinirnir, sem skoðuðu mjög mikið þessar sýning-
ar og ákváðu þá oft um leið, hvað þeir ætluðu þá að
gefa sínum nánustu í jólagjöf. Einnig auglýstu verzl-
anir þá mikið í dagblöðunum, einkum þó vefnaðar-
vöruverzlanir. Þá bar eins mikið á auglýsingum vefn-
aðarvöruverzlana og bókaverzlana nú.
Mjög var það misjafnt hvað menn voru hugkvæmn-
ir með hvorttveggja, vörusýningar og auglýsingar. Var
það mjög þýðingarmikið fyrir verzlanir, að þetta hvort-
tveggja væri sem smekklegast. Það gekk næst því, sem
enn þann dag í dag er nauðsynlegast hverri verzlun,
sem á annað borð er starfhæf, en það er að hafa greint
hugkvæmt og tápmikið starfsfólk.
168
FRJÁLSVERZLUN