Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 19

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 19
Lærdómuv hins langskólagengna Þann 10. þ. m. hélt Jónas Jónsson frá Hriflu fyrir- le:tur í Gamla Bíó um einokanir og viðskiptafrelsi. Húsið var þéttski])að áheyrendum enda var umræðu- efnið áhyggjuefni margra og ræðumaðurinn jiersóna, sem lengst af hefur vakið á sér athygli. Erindið var að allri framsetningu fremur laust í reipunum en þó mátti finna í því nokkurnveginn heil- an þráð ef vel var fylgzt með. Ræðumaður rakti þann ófarnað, sem einokunar- verzlun Dana hefði valdið okkur. Þessi einokun hefði ekki verið sett okkur til höfuðs heldur hefði sú trú verið ríkjandi, að „íslendingurinn væri illa fær til að drífa handel“ og við þyrftum verndar með í þessum efnum. En þrátt fyrir góðan vilja hins danska konungs- valds hefði það kerfi, sem jrað stofnaði til reynzt óhæft. og þegar verzlunin var gefin frjáls 1854 helði fyrst farið að rofa til, og eftir skamma hríð hefði einokunar- ófagnaðurinn snúis't upp í velgengni. En síðan kort; haftafarganið yfir okkur eins og þoka, sem læðist inn dali og enginn veit af fyrr en ekki sjást handa skil. Stjórnmálamenn okkar eru fullir af velvilja. Þeir vilja þjóð sinni hið bezta, rétt eins og Kristján 4. hélt að hann vam að gera okkur gott, þegar liann stofnaði til einokunarinnar. Yfirvöldin halda að við kunnum og getum ekki verið frjálsir, rétt eins og Kristján 4. og þora ekki að lina á höftunum. En það er eins nú og fyrr, að sjálft kerfið verður að klafa, það er ónothæft. Hvernig eigum við að fara að því að losna við þenn- an ófarnað spurði svo ræðumaður. Við getum farið að því á líkan hátt og forfeður okkar fóru að því að fá verzlunina leysta fyrir tæj>um 100 árum. Þeir héldu fund, eins og t. d. Kollabúðarfundinn í „kjördæmi Gísla Jónssonar“. Þeir sömdu bænarskrá og söfnuðu undinskriftum. Hið sama getum við gert nú. Við get- um bundizt í félög og safnað undirskriftum. Ef þungi slíkrar hreyfingar verður nógu mikill hlýtur að verða látið undan. Kaupmenn og kaupfélög eiga hér sörnu hagsmuna að gæta. Ur báðum þeim herbúðum hlýtur að koma stuðningur við þetta mál. Þetta var aðalþráður ræðunnar. Inn í hana voru svo fléttaðar sögur um nefndafarganið og framkvæmd haftanna. Ræðumaður hafði sjálfur þurft að senda til Noregs 20 eintök af bók um Snorrahátíðina en ekki getað það án leyfis, en leyfið fékkst fyrst, þegar Sig. Baldvinsson póstmeistari hafði fundið, eftir klukku- stundar leit hver það var, sem gat veitt slíkt leyfi. „Það er ekki hægt að lifa í svona landi,“ sagði ræðumaður. Þá dundi við lófatak. Ræða J. J. vakti til umhugsunar um margt og er vel farið að hún var haldin. Að vísu var ekki í henni mik- ið um nýjan sannleika, en allt um það hlaut hringurinn að reika víða að loknum lestrinum. Það er ef til vill óviðkunnanlegt að segja frá því að ræðan vakti ekki sízt til hugsunar um ræðumanninn sjálfan. Þegar geng- ið er frá jarðarför eftir hjartnæma líkræðu þykir ekki góður siður að hafa vafasama fortíð þess látna í há- mæli. En stundum getur verið næstum ómögulegt ann- að en láta liugann reika til þess, sem liðið er. Árið 1927 varð Jónas Jónsson valdamestur maður á íslandi. Það ár mun verða talið tímamóta-ár í stjórn- málum okkar. Þá komu nýir herrar og umfram allt — nýir siðir. Maður, sem fyrir 10 árum hafði staðið verkfalls- vörð á Eskihlíð var kominn til valda. Það var ekki komin mikil festa á stjórnarfar okkar og embættis- mennsku enda voru aðeins rúm 20 ár síðan stjórnin varð innlend. En hinir nýju herrar létu sér hugstætt að rífa niður á sem gagngerðastan hátt þær fáu venj- ur, sem höfðu náð að festa rætur í stjórnarfarinu. Það heyrði til þeim nýja sið. Embættismannastéttin fékk brátt stóran hóp af nýliðum, sem aðhylltist hinn nýja sið og þangað má rekja frumástæðuna til þeirra spill- ingar, sem náð hefur þar að festa rætur enda eru þess dæmi frá síðustu dögum, að sakadómarinn liefur ver- ið fenginn til viðtals við menn, sem þá voru settir til virðinga. Á árunum eftir 1927 hófst nefndafarganið og í kjöl- far þess fylgdu viðskiptahömlur árið 1931, síðasta valdaár J. J. Ræðumaðurinn úr Gamla Bíó tók sinn fyllsta þátt í allri þessari þróun. Hann segir nú að ófarnaðurinn hafi komið eins og þoka en þá má ekki Framhald á bls. 183. FRJÁLSVERZLUN 179

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.