Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 31

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 31
guðanna bænum, þú verður þó að minnsta kosti hjá mér, yfirgefðu mig ekki h'ka. Svo flýtti hún sér til mín, lagði báðar hendur um hálsinn á mér og grúfði tárvott andlitið að brjósti mínu. Ég var eins og festur upp á þráð. Aldrei hafði nokkur kona staðið mér svona nærri. En ég stillti mig og huggaði hana og hughreysti eftir því sem ég gat, hún þurfti líka sannarlega á því að halda. Skömmu seinna komst þú heim. Þú tókst ekkert eftir geðshrær- ingu minni, sjálfur komst þú með heitar kinnar og höfug augu af ástafundi. Frá þessu kvöldi fann ég, að ég var breyttur maður, breyttur svo að mér stóð stugg- ur af sjálfum mér. Þegar ég fann mjúka handleggi hennar vefjast að hálsi mínum, kenndi ilmsins úr hári hennar — þá var það, að hin bjarta stjarna steig niður af himni sínum og frammi fyrir mér stóð kona, yndis- leg, elskandi kona. Ég kallaði sjálfan mig fant og flagara, og til þess að hressa samvizkuna ofurlítið, tók ég mér fyrir hendur að skilja þig og hjákonu þína. lil allrar hamingju átti ég yfir dálitlu fé að ráða. Hún gerði sig ánægðan með upphæðina, sem ég bauð henni, og — — Hver fjandinn, sagði nú gamli hermaðurinn, öld- ungis undrandi. Svo að það var þá þér að þakka. þetta átakanlega bréf, sem Bjanka sendi mér að skilnaði — þar sem hún lýsti yfir því, að hún væri neydd til þess að segja skilið við mig — þótt hjartað í brjósti sér myndi springa af harmi? •— Já, víst var það mér að þakka — eða kenna, sagði vinur hans. En hlustaðu nú á, ég hef meira að segja þér. Ég hélt, að ég gæti keypt mér frið með þessum peningum, en frið fékk ég ekki að heldur. Trylltar hugsanir stríddu á mig. Ég .sökkti mér niður í vinnu — það var einmitt um þetta leyti, sem ég samdi uppi- stöðuna í bókinni minni um ódauðleik hugsjónarinn- ar — en samt átti ég í stöðugri baráttu við sjálfan mig. Þannig leið árið, og enn kom gamlárskvöld. Og enn sátum við hér saman, hún og ég. í þetta skipti varst þú heima, en þú svafst á legubekk í næsta her- bergi. Þú varst þreyttur eftir miðdegisverðinn. Og ég sat þarna við hlið henni og horfði á fölt andlit henn- ar og endurminningarnar réðust að mér, svo að ég fékk enga rönd við reist. Ég varð enn einu sinni að finna höfuð hennar hallast að brjósti mínu, enn einu sinni varð ég að kyssa liana — og því næst — gera enda á öllu, ef svo vildi verkast. Augu okkar mættust .snöggvast. Mér fannst ég geta lesið í augnaráði henn- ar dulda samúð, svar við tilfinningum mínum. Ég gat ekki lengur haft stjórn á mér, ég féll á hné fyrir henni og grúfði andlitið í kjöltu hennar. Svona leið ofurlítil stund. Þá fann ég að hún lagði svala hönd sína á höfuð mér og hún tók til máls á þessa leið: —- Vertu staðfastur, kæri vinur, vertu staðfastur — bregztu ekki trausti mannsins, sem sefur svo ugglaus í næsta herbergi. Ég spratt á fætur og horfði ruglaður í kringum mig. Hún tók bók, sem lá á borðinu, og fékk mér hana. Ég skildi, við hvað hún átti, ég fletti upp í bókinni af handa hófi og byrjaði að lesa upphátt. Ekki veit ég, hvað það var, sem ég las, stafirnir dönsuðu fyrir aug- um mér. En ólguna í sálu minni tók nú að lægja, smátt og smátt, og þegar klukkan sló tólf og þú komst inn, svefnugur, til þess að bjóða okkur gleðilegt nýár, þá var eins og stund freistninnar væri horfin óralangt aftur í tímann, til löngu liðinna daga. Frá þessum degi varð ég rólegri. Ég vissi, að hún endurgalt ekki ást mína og ég átti ekki annars af henni að vænta en samúðar. Árin liðu, börnin ykkar uxu upp og giftust, og við eltumst öll saman þrjú. Þú hættir allri óreglu, gleymdir öðrum konum og helg- aðir líf þitt einni, eins og ég. Það var óhugsandi, að ég gæti nokkru sinni hætt að elska hana, en ást mín til hennar breyttist. Allar jarðneskar óskir og þrár dvín- uðu, en milli okkar tókst og styrktist andlegt sam- band. Þú hlóst oft að því, þegar við vorum að rök- ræða um lífið og tilveruna. En ef þú hefðir vitað hvað sálir okkar mættust innilega á slíkum stundum, þá myndir þú hafa orðið afbrýðissamur. En nú er hún dáin, og vel getur svo farið, að við förum báðir sömu 1‘eið og hún áður en þetta nýja ár er liðið að lokum. Það eru því seinustu forvöð, Franz, fyrir mig, að létta af mér þessu leyndarmáli og segja við þig: Franz, ég hef einu sinni syndgað gegn þér — fyrirgefðu mér. Hann rétti hönd sína biðjandi i áttina til vinar síns, en hann svaraði og hnaut í honum: Hvaða vit- leysa, það er ekkert að fyrirgefa. Þetta, sem þú varst núna að segja mér, vissi ég allt fyrir langa löngu. Hún sagði mér það sjálf fyrir fjörutíu árum síðan. Og nú skal ég segja þér það, hvers vegna ég var á hælunum á öðrum konum fram á elli aldur — það var vegna þess, að hún sagði mér þá, að þú værir eini maðurinn, sem hún hefði nokkru sinni á ævinni elskað. Vinur hans horfði þegjandi á hann, og klukkan á veggnum bak við þá sló hásum rómi. Það var komið miðnætti. Fyrirtækið hafði gamlan karl fyrir sendil, sem þótti æði gott í staupinu. Einu sinni sagði skrifstofustjórinn við hann: — Ef þér hættuð að drekka, Jóhannes, mynduð þér bráðum verða bókari hjá okkur. -— Uss, þegar ég er fullur finnst mér ég vera for- stjóri, svaraði Jóhannes. Sá mdSur skyldi aldrei gerast verzlunarmaður. sem ekki getur liaft stjórn á skapsmunum sínum. CHESTERFIELD. FRJÁLS VERZLUN 191

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.