Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 27
urðu tekjur af skemmtunum muu minni en undan-
farin ár. Hátíðin hófst laugardaginn 5. ágúst og stóð
yfir í 3 daga. Magnús Valdemarsson setti skemmtun-
ina með stuttri ræðu, og síðan fóru fram ýms skemmti-
atriði. Sunnudaginn 6. ágúst hófst liálíðin með guðs-
þjónustu í Dómkirkjunni, sem tileinkuð var verzlun-
arstéttinni. Séra Bjarni Jónsson vígslubiskup predik-
aði.
Að kvöldi síðasta dags hátíðahaldanna var útvarpið
helgað verzlunarstéttinni. Meðal ræðumanna þar voru
Björn Ólaf sson, viðskiptamálaráðherra og Eggert
Kristjánsson formaður V. í. Vilhjálmur Þ. Gíslason
átti viðtal við þekkta kaupsýslumenn og verzlunar-
menn. Einnig var up])lestur, söngur og hljóðfæraslátt-
ur og að síðustu var leikþáttur. Hátíðahöldin fóru hið
bezta fram og ber mörgum að þakka það, sérstaklega
á skemmtinefndin þakkir skilið fvrir mjög mikið starf
í sambandi við hátíðahöldin. Mjög áberandi var hve
fáir flögguðu á sjálfan verzlunarmannadaginn. og
voru teljandi þau flögg, sem sáust. Er leitt til þess að
vita, hve mikil deyfð er ríkjandi hjá mörgum kaup-
sýslu- og verzlunarmönnum fyrir þeirra eigin hátíð-
isdegi.
Ennfremur eru mörg önnur félög og félagasamtök
farin að halda mót og skemmtanir á þessum hátíðis-
degi verzlunarmanna.
Við skulum minnast þess, að það' voru verzlunar-
menn, sem komu því í gegn eftir mikla ljaráttu að fá
fyrsta mánudag í ágústmánuði fvrir frídag sinn, og
þeir hinir sömu munu því ekki sætta sig við, að ýms
önnur félagasamtök spilli fyrir þátttöku í hátíðahöld-
um V. R. með því að efna til skemmtana og annara
mannamóta þann eina dag, sem helgaður er verzlunar-
stéttinni. Verzlunarmenn verða því í framtíðinni að
sameinasl um að gera þeirra eigin hátíðisdag glæsi-
legan fyrir stéttina.
Auk þess voru haldnir skemmti- og fræðslufundir í
salarkynnum félagsins og er nú ákveðið, að slíkir
fundir ásamt s])ilakvöldum verði haldnir á þessum
vetri í félagsheimilinu,
Að síðuslu vil ég með nokkrum orðum minnast á
mál málanna, launamálin. Launamál verzlunarfólks
eru mjög ítarlega rakin í grein formanns launakjara-
nefndar, Þóris Hall, er hirtist í 7. og 8. tölublaði
Frjálsrar verzlunar þessa árs. Ég sé því ekki ástæðu
til að rekja þau mál frekar hér. Samningatilraunir
stóðu yfir hálft árið. Var ötullega unnið að þeim mál-
um, og koma þar margir við sögu. Ber að þakka launa-
kjaranefnd fyrir vel unnin störf og kaupsýslumönnum
fyrir góðan skilning á kröfum launþeganna, og að
síðustu þakka ég ríkisstjórninni fyrir þau góðu af-
skipti, sem hún lagði til þessarra mála.
Á almennum launþegafundi, sem haldinn var mánu-
daginn 12. júní 1950, var samþvkkt eftirfarandi til-
laga:
,,Almennur launþegafundur í V. R. haldinn í Tjarn-
arcafé, mánudaginn 12. júní 1950, samþykkir að sam-
eina sérdeildir V. R. í eina launþegadeild og kjósa
fimm manna nefnd til að undirbúa stofnun deildar-
innar, og gera frumdrög að reglugerð fyrir hana.
í nefnd þessa voru kosnir:
Gunnar Magnússon,
Bjarni Halldórsson,
Njáll Símonarson,
Þórir Hall og
Björgúlfur Sigurðsson,
sem er formaður nefndarinnar. Geri ég ráð fvrir að
form. nefndarinnar skýri þetta mál lítillega hér á
þessum fundi.
Ég vil að loknm enda þessa skýrslu mína með þakk-
læti til meðstjórnenda minna fyrir gott samstarf á
starfsárinu, svo og fastanefndum félagsins og öðrum
félagsmönnum, sem rækt hafa skvldur sínar við fé-
lagið. Árna ég svo félaginu allra heilla í framtíðinni.
Snemma á 19. öld bjó í Neðraskarði í Leirársveit
hóndi, er Þorvaldur hét, vandaður vel og metinn, en
liafði þó þann galla, að hann var óvenjulega blótsamur.
—• Á Neðraskarði o. fl. bæjum þar í grennd er ákaf-
lega veðrasamt í norðanátt og heyrist þá oft vind-
hljóðið í fjallinu áður en hvessir hið neðra. Þessu
lýsti Þorvaldur svo: „Þegar hvín í andskotanum, þá
er djöfullinn vís.“ (Blanda).
LÖGFESTA.
Eftirfarandi lögfesta var upplesin við Breiðabólsstað-
ar-, Eyvindarmúla- og Teigskirkjur á 2. og 3. í Hvíta-
sunnu árið 1770; Hér með festi ég og lögfesti undir-
skrifaður, eiginkonu mína, Hildi PáLdóttur, og fyrir-
býð í allra kröftugasta máta, eftir lagaleyfi, svo vel
prestinum séra Magnúsi Einarssyni á Butru, sem hverj-
um öðrum, að hýsa hana eða heimila, burttæla eða
lokka frá mér móti guðs og manna lögum og boðorð-
um. Því lýsi ég hana mína eign og eiginkonu, ef ég
má óræntur vera, og tilbýð henni samvist og samveru
— í öllum kristilegum ektaskaparkærleika — á beggja
okkar bólfestu, Snotru í Landeyjum; óska ég að sveit-
armenn í Fljótshlíð flytji hana og færi til mín, hvar
sem hitta kynnu, eins og til var sett og ráð fvrir gert
á seinasta Kirkjulækjarmanntalsþingi. Þessari lögfestu
til staðfestu er mitt undirskrifað nafn og hjásett inn-
sigli.
Sveinbjörn Þorleifsson
(L.S.).
Aths.: Síra Magnús Einarsson var prestur til Fljóts-
hlíðarþinga 1745—1781. Hann var orðlagður kvenna-
maður. (Blanda).
FRJÁLSVERZLUN
187