Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 24
Félagsmál Frá aðaliundi V. R. Aðalfundur V. R. var haldinn í Sjálfstæðishúsinu 27. nóv. s. 1., og var hann frekar illa sóttur af félags- mönnum. 1) Formaður félagsins, GuSjón Einarsson, minntist þeirra félagsmanna. er látizt höfðu frá því að síðasti aðalfundur var haldinn, en þeir voru: Hinrik Auðuns- son verzl.stj., Ólafur Proppé stórkaupm., Pétur M. Bjarnason kaupm., og Sigbjörn Ármann kaupm. Vottuðu fundarmenn hinum látnu virðingu sína með því að rísa úr sætum. 2) Fundarstióri var kjörinn Þorsteinn Bernharðs- son og tilnefndi hann sem fundarritara Einar Elías- son og Niál Símonarson. 3) Njáll Símonarson las upp fundargerð síðasta að- alfundar og var hún samþykkt án athugasemda. 4) Fundarstióri las upp nöfn allra þeirra, sem geng- ið höfðu í félagið á liðnu starfsári. Leitaði fundar- stjóri samþvkktar á þessum inntökubeiðnum, og voru þær sambvkktar samhlióða. 5) Að því loknu gaf formaður V. R. skýrslu félags- stjórnar um starfsemi félagsins á liðnu starfsári, ög er skýrslan hirt í heild hér í hlaðinu. Fundarstióri mæltist til að skýrslur allar yrðu fyrst fluttar og síðan ræddar í heild. 6) Gialdkeri húsbyggingarsjóðs, Sigurður Árnason, gaf skvrslu um fiárhag sjóðsins. Hafði hann aukizt um kr. 11 087,31 á árinu og nemur nú kr. 231.455,45. 7) Formaður húsnefndar, Egill Guttormsson, las upp reikninga húseinnarinnar Vonarotræti 4. Reksturs- hagnaður á árinu nam kr. 2.339,30, en húsið hefur ekki verið í leigu síðan 1. maí í vor vegna ýmissa breytinga á húsnæðinu. Skuldlaus eign í lok starfsárs- ins nam kr. 82.189,18. 8) Hjörtur Hansson, form. veitinganefndar, gerði grein fvrir rekstri félagsheimilis V. R. á liðnu starfs- ári. Rekstur=hagnaður á árinu nam kr. 1.914.69. Skuld- laus eign félagsheimilisins er nú kr. 19.773,40. 9) Enn fremur las Hjörtur Hansson upp reikninga Námssjóðs Thors Jensen fyrir árið 1949 og birtust þeir í 7.—8. tbl. Frjálsrar Verzlunar. Nemur sjóður- inn nú kr. 99.082,48. 10) Aðalgjaldkeri félagsins, Gunnar Magnússon, las upp heildarreikninga félagsins. Reksturshalli varð á árinu og nam hann kr. 16.746,23. Stafar þessi halli af stórauknum kostnaði við starfsemi félagsins, svo og að hagnaður af skemmtunum, einkum þó fríhelgi verzl- unarmanna, varð mun minni en undanfarin ár. 11) Fundarstjóri gaf orðið laust ,ef einhverjir vildu ræða skýrslur þær og reikninga, er fluttar voru. Tók þá til máls Böðvar Pétursson, er gagnrýndi stiórn fé- lagsins og taldi hana lítt dugandi, bæði í félagsstarf- seminni og launabaráttunni. Einnig óskaði bann ít- arlegri skýrslu um fjárhag „Frjálsrar verzlunar“. Gunnar Magnússon varð fyrir svörum. Sagði hann að reknurshagnaður af blaðinu á félagsárinu nænri kr. 30,95, en las síðan upp reikninga þess. Hafði blaðið fengið kr. 5000,00 styrk úr félagssjóði til útgáfustarf- seminnar á árinu. Fleiri kvöddu sér ekki hljóðs um skýrslurnar og reikningana. Fundarstjóri bar því næst upp til samþykktar reikninga húsbyggingarsjóðs, hús- eignarinnar Vonarstræti 4, félagpheimilisins, Náms- sjóðs Thor Jensen og félagssjóðs, og voru þeir allir samþykktir samhljóða. 12) Þá fóru fram kosningar, og skvldi fyrst kiósa formann til eins árs. Formaður var kjörinn Guðjón Einarsson með 115 atkvæðum. Aðrir fengu færri at- kvæði, og 19 seðlar voru auðir. Næst var kosning þriggia meðstjórnenda. Ur stjórn- inni áttu nú að ganga Sveinbjörn Árnason, Niáll Sí- monarson og Gunnar Magnússon. Voru þeir allir end- urkosnir meðstjórnendur til tveggia ára: Gunnar með 117 atkvæðum, Sveinbjörn með 107 atkvæðum og Njáll með 106 atkvæðum, Onnur atkvæði féllu þannig: Björgúlfur Sigurðsson 46 atkvæði, Böðvar Péturs=on 33 atkvæði og Hringur Vigfússon 33 atkvæði. Aðrir fengu mun minna. I varastjórn til eins árs voru kosnir: Daníel Gísla- son með 108 atkvæðum, Magnús Valdemarsson með 93 atkvæðum og Hafliði Andrésson með 90 atkvæðum. Aðrir fengu færri atkvæði. Heiðursfélaganefnd var endurkosin með lófataki, og skipa hana: Guðmundur J. Breiðfjörð, Sigurjón Jóns- son, Jón Guðmundsson, Guðm. Kr. Guðjónsson og Hjörtur Hansson. 184 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.