Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 21
myndi ekki vera einhlýtt meSal. Það yrði að gera ýms- ar hliðarráðstafanir, svo sem að afnema öll höft, hverju nafni sem þau nefndust, er heftu að einhverju leyti athafnafrelsi einstaklingsins. Onnur hliðar- ráðstöfunin væri sú að koma á alþjóðatungumáli, sem yrði kennt í öllum harnaskólum heims ásamt móður- málinu. Með þessu ætlaðist ræðumaðurinn til að kynni einstaklinga hinna ýmsu þjóða myndu aukast veru- lega. Ennfremur benti hann á mörg dæmi, þar sem stjórnarvöld sumra þjóða hefðu beinlínis leikið á fá- vizku þegnanna og alið á úlfúð í garð annarra þjóða. Þetta var einungis mögulegt vegna þess að þegnar þess- ara landa skildu ekki tungumál hvers annars. Þetta al- þjóðatungumál myndi verða til þess að alþýSumaður- inn í einu landi gæti skilið stéttarfélaga sinn í ná- grannalandinu. Nokkrum kvöldum eftir þennan fund hitti ég af til- viljun þennan sania Kínverja. Ég var að snæða kvöld- verS á ódýrum kínverskum kjallara-restaurant á Am- sterdam-Avenue, þegar hann stóS allt í einu við borð mitt með fullan disk af Egg-Foo-Young og bað kurt- eislega um að fá sæti við borðið. Ég bauð honum að setjast og hóf samræður meS því að þakka honum fyr- ir hans áfrætu ræðu. Hann liristi höfuðið brosandi og sagði: ,.Ég er hræddur um að flestum fundarmanna hafi ekki líkað hún“. Kynni mín af þessum Kínverja, verða mér ógleymanleg. Persónuleiki hans var svo sérstæður. Ég sé hann ennþá ljóslifandi fyrir hugskots- sjónum mínum. lítinn og grannan með hvikul skásett augu hakvið gleraugun, og ég glevmi ekki með hví- líkum eldmóði hann talaði um sín hiarlans mál. Hann var Titlu eldn en ég að árum, en að revnslu var liann margfallt eldri. Nafn hans var Hon-Lo-Mav, eða eitt- hvað svipað því. Hann var ættaður frá smábæ nálægt Peking. sem ég kann ekki að nafngreina. Hann hafði verið hermaður frá því að hann var 16 ára gamall. og hann hafði verið tekinn til fanga af Japönum, en strauk frá þeim eftir nokkra mánaða fangelsisdvöl. Nú fór ég að skib'a hetur, hversvegna honum var svo annt um alþióða frið og alhjóða örvggi. og hversvegna Jtetta lá honum svo hungt á hiarta. Hann vissi, hvað stríð var. Hann vissi. hvað það var að sofa í votum skotpfröfum nótt eftir nótt, hungraður og þrevttur. Hann hafði séð æskufélaga sína tætta í sundur af vél- bvssum óvinanna. Það var hess verra. sem hann vildi einhveriar raunhæfar aðgerðir í stað kiaftasamkundu. ViS UrSum samferða út úr þessum kiallara-restau- rant og gengum saman niður aS Hudson-ánni á Jiessu stiörnuhiartá septemberkvöldi. Strax og liann upp- götvaði að ég var líka útlendingur í hessu landi fór feimnin að fara af honum, og hann fór að levsa frá skióðunni. ViS röhhuðum um heima og gevma og gengum niður með fliótinu. Hann 'kvrði mér ýtarlega frá sínum huo-mvndum í sambandi við friðinn og al- J)ióSagialdmiSlinum. og hann tók mig inn í sinn hug- arheim, inn í sitt þúsundáraríki. Hann sagði ákafur og lagði áherzlu á orð sín með handapati: „Hugsaðu þér þegar alþjóðagjaldeyririnn er kominn í umferð og all- ir tala og skilja alþjóðatungumálið, þá getur verka- maðurinn í þínu landi safnað saman smá pening og farið í sumarfríi sínu til annara landa, án þess að spyrja nokkra nefnd eða banka, því að liann fer með gjaldmiðil síns eigin lands og ferðast hindrunarlaust erlendis og getur talað viS hvern sem er, því allir skilja alþjóðamáliS. Og þá getur húsmóðirin pantað sér kjól og ilmvötn frá París og borgaS með sínum spariskildingum, og þá getur nemandinn farið til hvaða lands, sem liann óskar til framhaldsnáms og þarf eng- an vissan gjaldeyri. Þegar ég gekk heim til mín þetta kvöld, eftir að hafa skilið við Hon-Lo-May á horninu á Morning=ide Drive og 114. götu, var ég ennþá með hugann í þús- undáraríki hans, og ég tautaði upphátt með sjálfum mér: „Því er ekki mögulegt að koma þessari hugmynd í framkvæmd?“ Ég er ennþá að velta þessari spurn- ingu fyrir mér. Bandaríkin eru ekki lengur inesta bifréiðaútflutn- ingsland heims, því að á síðasta ári levsti Bretland hað af hólmi. Fluttu Brétar út á árinu 257.922 fólksbif- reiðar og 93.087 vörubifreiðar, og er það meira en helmingur af bifreiSaframleiðslu landsins hað ár, sem nam 630.665 bifreiSum. Næst komu Bandaríkin, sem flnttu út 140 211 fólkshifreiðar og T 29.892 vöruhif- reiðar, en alls voru framleiddar 6.253.602 bifreiðar í landinu áriS 1949. Af hifreiSaútflutningi Bandarikj- anna á -s.l. ári fóru 36.280 fólkshifreiðar til Evrópu. Til fróðleik0 má geta þess. að árið 1900 voru fram- leiddar 4.192 bifreiðar í Bandaríkiunum. og á heim 50 árum sem síðan eru liðin er taliS að framleiddar liafa verið meira en 108 millj. bifreiðar þar í landi. AS minnsta kosti 9 milli. manna, eða 1 af hverium 7 starfandi Bandarík'ahegni, eiga vinnu sína beint eða óbeint undir hifreiðaiðnaðinum. Á árinu 1949 unnu meira en 900 þús. manns við framleiðslu á hifreiðum, meira en 1,6 millj. manns hafði vinnu við að selja bifreiðar og annast skrifstofu- og önnur störf við iðn- aöinn. og um 5,1 milli. manns hafði atvinnu við að aka bifreiSum, auk 1.4 millj. manns er vann óbein störf i sambandi viS hifreiðina. Eftircpurn eftir nýjum bifreiðum í Bandaríkiunum er ennhá miög mikil, svo sem kunnugt er af fréttum. Síðastliðið ár voru 42% af bifreiðum beim, sem í notkun voru í Bandaríkiunum. 10 ára og eldri: í sam- anburöi við 17% árið 1941. Meöalaldur bifreiða í notkun á árinu 1949 var 8.5 ár Meira en 70% af fjölskyldum Bandaríkianna eiga bifreið, og um 52% af öllum akstri er í sambandi við vinnu og viðskipti. FRJÁLS VERZLUN 181

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.