Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 30
snjóhvítra hárlokka, með ótal, ótal hrukkum. En í
þessum hrukkum leynist dult, blítt hros, sem úrvænis
rósemd ein getur breitt yfir ásjónu gamals manns.
Báðir sátu þegjandi. Dauðakyrrð ríkti í herberg-
inu, þar var ekkert að heyra nema suðið í lampanum.
sem blandaðist saman við snarkið í j)í])unni. I þessu
heyrðist, að klukkan á veggnum bak við karlana sló
ellefu, hásum rómi.
— Nú myndi hún Jiafa farið að byrja að búa til
púnsið, sagði maðurinn með háa ennið. liiidd hans var
mjúk, en tiraði ögn.
— Já, einmitt, sagði hinn. Röddin var dálítið l>yrst,
eins og enn eimdi eftir að skipunarhreim í henni.
— Ekki hélt ég, að það myndi verða svona tómlegt
eftir hana, sagði nú aftur sá fyrri.
Húsráðandinn kinkaði kolli og japlaði.
— Hún bjó til nýárspúnsið lianda okkur fjörutíu
og fjórum sinnum, hélt vinur lians áfram.
— Já, það er nú langt orðið síðan við fluttum til
Berlínar og þú komst fyrst í kynni við okkur. sagði
gamli hermaðurinn.
— Um þetta leyti í fyrra sátum við liér öll saman
í bezta gengi, sagði hinn. Hún sat þarna í hæginda-
stólnum og [>rjónaði sokk lianda elzta drengnum hans
Páls. Hún kepptist við og sagðist |)urfa að Ijúka við
sokkinn, áður en klukkan yrði tólf. Og hún lauk líka
við hann. Svo drukkum við púnsið okkar og töluðum
óskö]) rólega — um dauðann. Og tveim mánuðum
síðar var hún borin héðan — til grafar. Eins og þú
mannst, þá hef ég skrifað þykka bók um ódauðleika
hugsjónarinnar. Þú varst nú aldrei neitt lirifin af
þeirri bók — og mér stendur líka gjörsamlega á sama
um hana, síðan konan þín dó. Gjörvöll hugsjón til-
verunnar er mér einskisvirði nú orðið.
— Já, hún var góð kona, sagði nú maður dánu
konunnar. Hún var mjög notaleg við mig. Þegar ég
|)urfti að fara til vinnu klukkan fjögur á morgnana,
þá fór hún ætíð á fætur á undan mér, til þess að sjá
um kaffið handa mér. Auðvitað hafði hún sína galla.
Þegar hún lenti út í heimsj)ekina með þér — hm.
— Þú skildir hana aldrei, tautaði hinn, og munn-
vikin titruðu ögn af niðurbældri þykkju. Hann lrorfði
góða stund á andlit vinar síns, en augnaráðið var milt
og með sorgarblæ, rétt eins og leynd sök þyngdi á
huga hans.
Eftir nokkra þögn lióf hann máls á ný.
— Franz, ég þarf að segja þér dálílið, dálítið, sem
lengi hefur valdið mér áliyggju. Ég vil ekki taka það
með mér í gröfina.
— Nú, nú, láttu það koma, sagði húsráðandinn og
tók u])|) löngu pípuna, sem reis upp við stólinn
hans.
— Það var einu sinni — dálítið — milli konunnar
þinnar og mín. Húsráðandinn slep])ti aftur pípu sinni
óg starði á vin sinn uppglenntum augum.
— Ekkert spaug, doktor góður, sagði hann loks.
— Þetta er helber sannleikur, Franz, svaraði hinn.
Ég hef þagað yfir þessu í fjörutíu ár, en nú er víst
meira en mál til komið, að jafna þær sakir.
— Er það alvara þín að halda því fram, að konan
mín sáluga hafi verið mér ótrú, mælti nú húsráðand-
inn og var hinn æfasti.
— Því segir þú þetta, Franz, sagði vinur hans og
brosti angurvært.
Gamli hermaðurinn muldraði eitthvað fyrir munni
sér og kveikti í ])í])u sinni.
— Nei, hún var hrein eins og sannur guðs engill,
hélt nú hinn áfram. Það var ég og þú, sem áttum sök
á öllu. Hlustaðu nú á mig. Nú eru fjörutíu og þrjú
ár síðau þetta var. Þú varst nýfluttur hingað til Berlín
samkvæmt ski])un yfirboðara þinna, en ég kenndi við
háskólann. Þú varst nú svona nokkuð léttur upp á fót-
inn í þá daga, eins og j)ú mannst.
— Hum. Það rumdi ögn í húsráðanda og liann
seildist með óstyrkri öldungshendi í yfirvararskeggið á
sér.
— Þá var hér lagleg leikkona með dökk augu og
litlar hvítar tennur — mannstu nokkuð eftir henni?
— Hvort ég man eftir henni? svaraði hinn og daufu
brosi brá fyrir á veðurteknu sérgæðingslegu andlit-
inu. Ég get sagt þér ])að, að þessar litlu tennur gátu
haft ])að til að bíta.
— Þú hafði framhjá konunni þinn og hana grun-
aði það. En hún hafði ekki orð á því við nokkurn
mann og bar þjáningar sínar í kyrþey. Hún var fyrsta
konan, sem ég hafði kynnzt, eftir að móðir mín and-
aðist, sem mér þótli nokkurs um verl. Hún var björt
stjarna á leið minni, og ég leit upp til hennar með
lotningu og aðdáun, eins og menn líta u])|) til stjarn-
anna og dást að þeim. Ég herti mig upp í það að spyrja
hana, hvað það væri, sem að henni amaði. Hún brosti
og sagðist ekki vera orðin vel frísk — þú mannst,
þetta var skömmu eftir að Páll fæddist. Svo kom gaml-
árskvöld — í kvöld eru fjörutíu og þrjú ár síðan. Ég
kom um áttaleytið, eins og ég var vanur. Hún sat með
saumana sína og ég las upphátt fyrir liana meðan við
biðum eftir þér. Hver klukkustundin af annarri leið
og þú komst ekki. Ég sá, að hún varð stöðugt kvíða-
fyllri, hún fór að titra af óstyrk. Og ég fór líka að
titra. Ég vissi, hvar ])ú varst, og ég fór að verða hrædd-
ur um, að þú myndir gleyma miðnæturstundinni í
faðmi þessa kvenmanns. Hún lagði frá sér saumana,
og ég hætti að lesa. Hræðilegri þögn sló á okkur. Þá
sá ég tár gægjasl undan augnahvarminum og hrynja
niður á útsauminn í kjöltu hennar. Ég stökk á fætur
og ætlaði að rjúka út og sækja þig. Mér fannst, að
ég gæti tekið þig með valdi frá þessum kvenmanni
þínum. En á samri stundu stóð hún líka upp úr sínu
— einmitt ]>essu .sæti, sem ég sit nú í.
Hvert ertu að fara, sagði hún og skelfing lýsti sér
í hverjum drætti í svip hennar. Ég ætla að fara og
sækja Franz, sagði ég. Og þá hrópaði hún yfir sig. í
190
FRJÁLSVERZLUN