Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 20

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 20
MAGNÚS VALDEMARSSON: Hugleiðingar um Það er ef til vill ekki tímabært að tala þessa stu'ndina um alþjóðasamvinnu og þau mörgu vandamál sem steðja að friðarviðleitni þjóðanna. Núna þegar allt virðist vera að fara í bál aftur og engu líkara en að þriðja heimsstyrjöldin sé að skella yfir mannkyn- ið, ægilegri og hryllilegri en nokkru sinni fyrr. Mig langar þó að minnast hér á hugmvnd, sem ýms- ir góðir menn hafa komið fram með, en sem ekki virð- ist hafa fengið mikinn hljómgrunn í sölum Sameinuðu þjóðanna að Lake Success. Hugmynd þessi er um al- þjóðagjaldmiðil. Aron Guðmundsson ritaði nýlega at- hyglisverðar greinar um þessi mál í tímaritið Samtíð- in, og er það eina, sem ég hef séð hér á prenti um þessa hugmynd. Þegar menn fara að rannsaka orsakir og leita að á- stæðum fyrir hinum tíða misskilningi og þeirri misklíð, sem kemur upp milli þjóða og, sem oft endar með ó- friði, þá rekast menn sífellt á gjaldeyrisvandamálið. Þegar menn fara að athuga þetta nánar, þá á gjaldeyr- irinn oft stóran þátt í því að orsaka deilur milli þjóða og skapa örðugleika, fátækt og skort hjá hinum ýmsu þjóðum. Hversvegna skyldu suraar þjóðir þurfa að brenna og eyðileggja kaffi og hveiti, þegar aðrar þjóð- ir eru algjörlega án þessara nauðsynja? Hversvegna getur alþýðumaður þersa lands ekki heimsótt í sumar- fríi sínu stéttarfélaga sinn í næsta landi. Gjaldeyrisskort- ur og aftur gjaldeyrisskortur. Svona má lengi telja, og alltaf rekst maður aftur og aftur á þetta sama vanda- mál. Við Islendingar höfum ’vissulega ekki farið var- hluta af gjaldeyrisskortinum. Það er ávallt fyrsta af- sökunin, sem stjórnarvöld okkar koma með, þegar al- menningur deilir á stjórnarvöldin fyrir öngþveitið og vöruskortinn. I Þjóðviljanum má oft sjá innrammað- ar smáklausur: „Skóreimalaus bær“ „Tölulaus bær“, og núna seinast „Tappalaus bær“. En þetta er ekkert grín. Efnilegir nemendur verða að hætta skólanámi í miðjum klíðum vegna gjaldeyrisskorts. Ungir heimil- isfeður verða að hætta við að byggja hús sín hálfgerð af sömu ástæðu og húsmæðurnar geta ábyggilega tal- ið upp alla þá mörgu hluti, sem þeim vantar og sem ekki fást. Er raunverulega engin lækning á þessu mikla meini? Ekki aðeins fyrir Island heldur allar þjóðir heims. Er alþjóðagjaldeyririnn lækning við þessu? í þessu sambandi langar mig að segja frá eftirfar- alþjóðagjaldmiðil andi sögu, sem einmitt íjallar að nokkru leyti um þessi vandamál og þessa hugmynd. Ég ætla að hvarla huganum aftur um nokkur ár eða til ófriðarloka. Það var um það leyti, er nýbúið var að stofna Sameinuðu þjóðirnar með mikilli viðhöfn í San Fransisco, að ég fór á fund nokkurn í New York, svo- kallaðan friðarfund, sem háskólanemendur gengust fyrir. Um þetta leyti voru allir með friðarjarm á vör- um og allir héldu að eilífur friður væri framundan. Fundarsalurinn var þéttskipaður aldrei þessu vant. Fyrstu fimm ræðurnar voru allar steyptar í sama form. Ræðumenn kepptust um að vegsama hinn eilífa frið, sem framundan væri og um alþjóða öryggi, alþjóða samvinnu og þvíumlíkt. Svo kom sjötti ræðumaðurinn u])p á ræðupallinn, lítill, grannur og væskilslegur Kínverji með gleraugu. Eg man ennþá vel eftir því, hve feiminn hann var og taugaóstyrkur. Hann talaði frek- ar lélega ensku, en hann talaði hægt og rólega svo að hvert orð skildist vel. Ég vaknaði strax af þeim frið- ardvala, sem að ég var fallinn í eftir ræður þær, sem á undan fóru, þegar þessi litli Kínverji byrjaði að tala. Hann hóf mál sitt með því að segja, að hann væri því miður ekki eins bjartsýnn á eilífan frið og hinir ræðumennirnir. Á meðan fátækt, skortur og at- vinnuleysi ríkti í sumum löndum en auðlegð og alls- nægíir annarsstaðar, væri ekki mikil von um langvar- andi frið. Á meðan ýmsar þjóðir yrðu að eyðileggja offramleiðslu sína vegna þess að aðrar þjóðir hefðu ekki efni á og ekki gjaldeyri til þess að kaupa þessar vörur, þá væri heldur ekki miklir möguleikar á að koma á traustum alheimsfriði. Svo hélt hann áfram: Það væri útaf fyrir sig ánægjulegt, að fulltrúar frá flestum þjóðum heims kæmu saman á ráðstefnur og ræddu vandamál sín, en. þeir yrðu að gera meira en að ræða málin; það mætti ekki verða önnur kjaftasam- kunda eins og t. d. Þjóðabandalagið sáluga. Þeir yrðu að gera eitthvað raunhæft og yrðu að komast fyrir að- al meinin, sem þjá þennan heim. Svo kom kjarninn í ræðu hans, hugmynd hans um það, hvernig bezt væri að koma á friði meðal þjóðanna. I stuttu máli var hug- mynd hans sú að koma á sameiginlegum gjaldeyri allra þjóða, til þess að úitloka að hans dómi eitt versta meinið. Hann lýsti því með mörgum orðum, hvernig þessi ráðstöfun myndi bæta úr erfiðleikum flestra þjóða. En hann bætti því við, að alþjóðagjaldeyririnn 180 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.