Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 10

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 10
DR. PAUL SCHMIDT: Dr. Paul Schmidt muu vera frægr- asti túlkur, sem sögur fara af. í meir en tvo áratuffi var liann að- altúlkur þýzku ríkisstjórnarinnar. Hann var viðstaddur allar helztu stjórnmála- og efnahagsráðstefnur, sem haJdnar voru í Evrópu á ár- unum 1923—1945. Einnig var hann túlkur á mörgum sögulegum fund- um, þegar stjórnmálamenn álfunn- ar ræddu einslcga saman, t. d. var hann viðstaddur á fundum Hitlers og Chamberlain í Miinchen, Molo- tovs .og .Ribbentrops. f .Berlín, Stresemanns og Briands o. fl. Dr. Sclimidt hefur nú ritað endurminn- ingar sínar í bók, er nefnist ,.Sta- tist auf der diplomatischen Biihne 1923—1945“, og er kafli þessi laus- lega þýddur úr henni. „Akið eins hratt og þér mögulega gelið,“ sagði Rib- bentrop við bílstjórann, „túlkurinn má ekki koma of seint til vopnahléssamninganna.“ Þannig ókum við inn í binn sögufræga skóg, þar sem vagninn, sem vopna- hléssamningarnir milli Bandamanna og Þjóðverja voru undirritaður 1918, stóð nú í glampandi sólskininu. Ég hafði oft áður séð þennan vagn í París, þar sem hann var sýndur sem sögulegur minjagripur, en þá hafði mig aldrei drevmt um, að ég ætti eftir að sitja sjálfur í honum við aðra vopnahléssamninga. Klukkan rúmlega þrjú um eftirmiðdaginn skyggnd- ist ég inn í vagninn, sem enn var mannlaus. Fyrir miðjum löngum klefa, sem ferðamenn á árunum fyrir fyrri heimsstyrjöldina höfðu notað sem matsal, hafði nú verið slegið upp löngu, íburðarlausu borði. Sitt hvoru megin við borðið stóðu 5—6 stólar fyrir samn- inganefndirnar. Mér var ætlaður staður við borðend- ann, svo að ég átti hægt með að sjá Frakkana og Þjóð- verjana og heyra til þeirra. Brátt kom Hitler inn í vagninn og í fylgd með honum Göring, Reader, Brauchitsch, Keitel, Ribbentrop og Hesz. Þeir tóku sér sæti hægra megin við borðið frá mér séð. Nokkrum mínútum seinna komu Frakkarnir. Það voru Iluntziger hershöfðingi, Noel sendiherra, Leluc vara-flotaforingi og Bergeret hershöfðingi í flug- flotanum. Hitler og fylgdarmenn hans risu þöglir úr sætum. Báðir aðiljar hneigðu sig lítiliega í kveðju- skyni. Síðan tóku nefndirnar sér sæti, og vopnahlés- samningarnir hófust. Keitel las formálann að vopnahlésskilmálunum: „Frakkland hefur verið sigrað effir hetjulega vörn. Þýzkaland hyggst því ekki áð láta vöpnahlésskilmálana eða vöpnahléssamninga við svo hraustan andstæðing hera svip niðurlægingar.“ Þetta þýddi ég, og síðan las ég upp texta vopnahlésskilmálanna, sem ég hafði setið við að þýða á frönsku um nóttina. Að loknum upplestri mínum á franska textanum risu Hitler og fylgdarmenn hans úr sætum, Frakkarnir gerðu hið sama. Á ný hneiuðu háðir aðiliar sig hóflega. oí Þióð- verjarnir yfirgáfu vagninn. Fyrsta atriði sjónarspils- ins í Compiégne-skóginum hafði aðeins tekið 12 mín- útur. Á meðan á því stóð höfðu Þjóðverjarnir og Frakk- arnir setið andspænis hvorir öðrum og engin svipbrigði sáust á andlitum þeirra, svo að því var líkast sem þeir væru vaxbrúður. Auk mín varð Keitel einn Þjóðverjanna eftir í vagn- inum. Síðan bættust nokkrir þýzkir liðsforingjar í hópinn, og annað atriðið hófst. Keitel afhenti Frökk- unum texta vopnahlésskilmálanna á frönsku og þýzku. Frakkarnir lásu þá gaumgæfilega yfir og báðu síðan um stuttan umhugsun- arfrest. Allir stigu nú út úr vagnin- um. 1 skógarjaðr- inum hafði verið tjaldað yfir Frakk- ana, en við Þjóð- verjarnir létum okkur nægja skóg- arrjóður. Eftir nokkra stund sendu Frakkar okkur skilaboð um, að þeir vildu halda samningum áfram. Þegar inn í vagninn kom, lýstu Frakkar því yfir, að þeir yrðu að tilkynna stjórn sinni í Bordeaux skilmálana, áður en þeir gætu tekið afstöðu til þeirra, hvað þá undirskrifað þá. „Algerlega óframkvæmanlegt,“ fullyrti Keitel. „Þér verðið nú þegar að undirrita!“ „Þýzku nefndinni var 1918 leyft að hafa samband KEITEL. 170 FRJÁLS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.