Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 5
búnir að bíða nær tvö ár eftir væntanlegri afhend- ingu. Vildi nú Húsmæðrafélag Reykjavíkur fyrir alla muni fá að ráðstafa skápunum. En þegar á átti að herða, kom eitthvað bobb í bátinn, og urðu víst frúrn- ar hræddar um, að skáparnir yrðu nokkuð dýrir. Guf- aði svo áhuginn upp. Næst skyldi Innkaupastofnun ríkisins fá að hagnast um nokkrar tugþúsundir á af- hendingu skápanna, en við nánari athugun þótti henni ekki svara kostnaði að sjá um dreyfinguna. Auk þess var ekki vitað nema skáparnir væru orðnir stórskemmd- ir eða jafnvel ónýtir, eftir tveggja vetra dvöl í míg- lekum bárujárnsskála niður við höfn. Lá þykkt lag af ryði, og hlutar úr þakinu, ofan á kössunum. Það varð því ofan á, að bezt væri að láta helvítis manninn (Gísla Halldórsson) hafa veg og vanda af afhendingunni. En að vísu skyldi hann ekki hafa neina þóknun fyrir, nema útlagðan kostnað. Endaði svo þetta fræga ísskápamál. Á sama tíma og þetta gerðist, birtust í Morgunblað- inu opinberar heimildir frá Washington um, að þá á 10 mánuðum hefðu verið fluttir frá Bandaríkjunum til Islands 1500 kæliskápar. Væri fróðlegt að vita, hversu mörg gjaldeyrisleyfi voru á sama tíma gefin út til SÍS og annarra smærri ísskápainnflytjenda. Á meðan mál mitt var í rannsókn var ég í margra dálka fyrirsögnum uppnefndur smyglari, svarta- markaðsbraskari. stórþjófur og öðrum þvílíkum sæmd- arheitum. Það var ekki að furða, þó börnin kæmi blá og blóð- ug úr skólanum með tár í augunum, af því að þau voru börn íhaldssmyglarans og stórþjófsins. (Það þarf að taka ofan í þessi heildsala helvíti). Og ekki bætir slíkt heimilisfriðinn. Allt þetta gerðist meðan ]>etta óskajílega mál er í rannsókn, og dómur ekki fallinn — nema hjá dóm- stóli almennings: blöðunum. Ég kaus þann kost að þegja meðan málið var í rannsókn. Greinum, sem ég skrifaði, þegar mér ofbauð, stakk ég ofan í skrifborðs- skúffu. En ég gat ekki varist því að hugsa sem svo: Þetta er þá fólkið á hinu fræga landi, íslandi, landi hinnar stórkostlegu siðmenningar, sem hvergi á sér líka, svo að menn eru að springa af þjóðarrembingi og sjálfsgleði með. sig og forfeðurna. Einhverntíman verður gaman að skrá þetta ævintýri ítarlega! En því aðeins minnist ég á þetta atvik í þessari grein, að ég hef orðið þess var, að sumt fólk, sem ekki þekk- ir mig, saklaust og gott sveitafólk til dæmis, heldur, að ég sé eitthvað bölvað svínabesti og stórþjófur. Það þykir mér að vonum leiðinlegt og bið þá lesendur mína, sem betur til þekkja, vinsamlegast að koma við- eigandi leiðréttingu á framfæri. Svona gloprast það upp úr manni, sem maður ætl- aði kannske ekki að segja fyrr en einhverntíma — eða kannske aldrei! Sveltur sitjandi kráka. Ymsir eiga bágt að fyrirgefa mér hvað ég ferðast mikið. Stundum liggur við að ég taki á mig krók á götunni, þegar ég sé einhvern kunningja minn. Sér- staklega, ef ég er nýkominn frá New York eða London. Ég veit alveg kveðjuna, sem ég á von á: Hvaðan ertu núna að koma? Andskotans ferðalag er þetta alltaf á þér! En hverjum dettur í hug að segja við sjómann: Hvað ertu alltaf að róa, maður? Af hverju ferðu svona langt til fiskjar. Geturðu ekki haldið þig á land- grunninu í stað þess að skellast út um allan sjó? Sannleikurinn er sá, að ég er bara eins konar far- andsali eins og fleiri. Að maður ekki segi landshorna- maður. Heildsalanafnið skammast ég mín satt að segja dálítið fyrir. Það er ótrúlegt, hvað þessi sífelldi söng- ur um heildsalana fær áorkað. Ég hef stundum verið að hugleiða hvort ég ætti ekki að kalla mig forstjóra, framkvæmdastjóra eða fyrrverandi bæjarfulltrúa; svo gæti ég líka tekið upp titla eins og t.d. cand. polyt. eða civil ingeniör, en ég hef alltaf endað á verkfræð- ingsnafninu. Ut úr hreinustu vandræðum auðvitað! - En svo kemur maður til Ameríku, og þar er maður bara réttur og slét'tur Mr. — meistari. Þar getur meistari Gísli hringt í meistara Truman og þarf ekki aðra titla! í því landi kann enginn að þérast, jafnvel ekki Islendingar. Þetta er eitt af því, sem má læra á einni eða tveimur Ameríkuförum. Annars er það sitt hvað, sem læra má í Ameríku. Þaðan kom ég t. d. einu sinni úr „Iúxusflakki“, sein kallað er, með olíukyndingar-„ideuna“ og fór með hana í útvarpið. Sú „idea“ og sjálfvirku hitastillarnir kveiktu svo vel hjá almenningi, að það var sem félli á mig skriða af fyrirspurnum og pöntunum á eftir. Því miður voru tækin þá nær ófáanleg. En þá tóku menn fyrst að nola sjálfvirka olíubrennara og olíu- kynnta katla á þessu landi. Tvær tilraunir, sem gerðar höfðu verið mörgum árum áður með handstillt tæki höfðu mistekist. Atómöld. Ég hef nú umboð fyrir stærstu verksmiðjur heims- ins í sjálfvirkum tækjum, Minneapolis Honevwell og International Business Machines, og humyndin er að fyrirtæki mitt verði miðstöð hérlendis um alls konar sjálfvirk tæki. En þeirra framtíð er stórkostleg og; óútreikr.anleg. Manni dettur nærri því í hug, að svo geti farið, að mannskepnan verði nær óþörf, nema rétt til að lesa af mælaborði! Það er jafnvel ekki ólík- legt, að mannkynið geri einhvern líma allsherjar upp- reisn gegn hinum Sjálfvirku. Þá verður það ekki kommúnisminn gegn kapitalismanum, heldur hold og blóð gegn hugsandi en sálarlausum vélum úr málmi eða gerfiefni. En það er svo langt þangað til þetta verður, að oss er enn óhætt að fullkomna hina Sjálf- virku og láta þá vinna fyrir okkur. Sjálfvirk tæki gæta hita og kulda. raka. þrýstings og FRJÁLS VERZLUN 165

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.