Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 15

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 15
fór hækkandi og víða voru snarpar beygjur, en það virtist engin áhrif hafa á kunnngja okkar, bílstjórann, því ekið var alltaf með miklum og jöfnum hraða. Nú var farið að halla af degi, en samt var langur spotti eftir til höfuðborgarinnar. Maginn var farinn að segja til sín, og vonaði ég því, að bráðlega yrði stoppað til að snæða. Bíllinn þaut með ofsahraða inn í smáborg, sem mér var sagt að héti Valles. Hér var borðað, og tók ég vel til matar míns. Restaurante Don Miguel hét staðurinn, þar sem við snæddum, lítill en snotur staður, og þurftum við ekki að kvarta yfir því, að ekki væri nóg borið á borð af hinum „typi:-:ka“ og bragðmikla mat svo sem enchiladas með chile, frijolej, tortillas og hvað þær nú heita allar tegundirnar. Fyrir utan dyr veitingahússins stóð feit kerling og seldi appelsínur, „Naranjas, naranjas, senor“, hróp- aði hún, og ég keypti mér nokkur stykki til að taka með mér í bílinn. „Af ávöxtum þeirra skuluð þér þekkja þá,“ stendur skrifað í ritningunni, og gjarnan vildi ég þekkja einhvern hér heima í dag, sem getur selt mér appelsínur fyrir 7 aura stykkið, en það var verðið, sem ég borgaði fyrir „la naranja“ í Valles, eða nánar tiltekið 5 centavos, sem þá jafngiltu 7 aur- um íslenzkum, svo maður gleymi nú einu sinni gengis- lækkuninni. La sonata del Luna. Það var liðið nokkuð fram yfir miðnætti, þegar við komum til smábæjar, sem er þekklur sem ferðamanna- staður og liggur í mjög fögru umhverfi, umluktur tign- arlegum pálmatrjám og risavöxnum kaktusjurtum. Ég skal ekki fara út í að skýra það, hvernig nafn bæjarins er framborið. Hann heitir blátt áfram Tamazunchale. Þetta var síðasti staðurinn, sem við stoppuðum ó, þar til komið var til Mexico City. Strax og farið er frá Tamazunchale er á mikinn bratla að sækja úr dalnum, þar sem bærinn stendur um 150 metra yfir sjávarflöt og upp á 2500 metra há- lendi. Bíllinn okkar virðist lítið hafa fyrir erfiðinu, og auðséð er, að bílstjórinn þekkir orðið hverja beygju á veginum, svo öruggur sýnist hann við stýrið. Uti er tunglskin og stjörnubjartur himinn. Ég hef engan áhuga á því að festa blund, því nú ökum við um eitthvert það fegursta og tignarlegasta fjalllendi, sem fyrir finnst á vestur hveli jarðar. Utsýnið tekur á sig undraverðar myndir í tunglskininu — kyrrðin og hin stórbrotna náltúrufegurð hefur svipuð áhrif á mann og sæli maður í tónlistahöll og hlustaði hugfanginn á einhvern ])íanósnillinginn túlka Tunglskinssónötuna af hjartnæmum skilningi. Ég lield öðru hvoru, að mig sé að dreyma, því ævintýradýrðin er svo sérkennileg, að ég á bágt með að trúa því, að slíkt geti borið fyrir mannlegt auga. Oðru hvoru skjótast keilumyndaðir strákofar fram hjá, en þeir trufla ekkert þann róm- antíska blæ, sem er yfir öllu umhverfinu í hinu bjarta tunglskini. Þetta eru heimkynni hundruð þúsunda mexí- kanskra Indíána, sem láta hverjum degi nægja sínar þjáningar. Nú sofa þeir svefni hinna réttlátu og dreyma um manjana á sama tima og við förum hratt yfir og nálgumst höfuðborgina. Distrito Federal. Mexico, D. F. (Distrito Federal, þ. e. aðsetur lands- stjórnar) eða Mexico City, eins og hún er oftar nefnd, er borg andstæðnanna. Þar rísa nýtízku skýjakljúfar við hlið kirkna í gotneskum stíl, sem byggðar voru á 16. öld. Þar standa tötralega klæddir betlarar með útréttar hendur, þegar efnafólkið kemur prúðbúið úr leikhúsum eða næturklúbbum. Þar er að finna einhver glæsilegustu hótel og líflegustu næturskemmtistaði, sem völ er á. Skuggahverfin eru víðfræg fyrir morð og saurlifnað, enda varla hættandi á að heimsækja þau nema vel færum og þá helzt vopnuðum mönnum. Breið stræti, sem skiptast af röðum pálmatrjáa teygja sig eftir borginni miðri, en f úthverfunum má sjá hinar óþrifalegustu götur, sem hægt er að ímynda sér. Borgin vex mjög ört og telur nú um 2 milljónir í- búa. Er hún sannkölluð Paradís fyrir ferðamenn, og á sér vart aðra líka hvað viðvíkur fegurð, rómantík og lífsgleði, nema ef vera skyldi París. Ég átti því láni að fagna að sjá Mexico City undir leiðsögn fyrrver- andi skólabróður míns, sem þar býr. I mánuð skoðaði ég borgina og nágrenni hennar. Ég mun seint gleyma öllu því, sem fyrir augu bar og kom fyrir á meðan ég dvaldi í Mexico City. Hljómleikarnir og listsýningin í listahöll ríkisins, Palacio de Bellas Artes, nautaötin í stóra leikvangnum á sunnudagseftirmiðdögum, þjóf- urinn, sem læddist í vasa minn í strætisvagninum, en var svo óheppinn að bíllinn skyldi snar stoppa, svo alll komst upp —- þetta eru allt skemmtilegar endur- minningar frá borginni, sem byggð var á jafn ótraust- um grundvelli og síkjum og smá eyjum. Þótt undir- staða borgarinnar sé farin að láta á sjá frá því að Aztecar reistu sér þar fyrst byggð snemma á 14. öld, þá er grundvöllur alls athafnalífs mexíkönsku þjóðar- innar, sem stjórnast fró Mexico City, að komast í gott horf eftir undirok erlendra þjóða og innbyrðis átök. Mexíkanar eru glaðlynd þjóð og nægjusöm. Land þeirra er fagurt og ríkt af verðmætum hráefnum. Þeir hafa tekið tæknina í sínar hendur og horfa nú björt- um og vongóðum augum fram í tímann. Þeir trúa á land sitt, Mexíkó — el país de manjana. FRJÁLSVERZLUN 175

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.