Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 6
; i Úr myndasafni V.R. XXXII, Erlendur Þorbergsson. „Sœlgœti, sígarettur og vindlar“. strauma á lofti og legi. Þau opna og loka hurðum, mæla fjarlægðir, skjóta af byssum, skipta um gír og aka bifreiðum, stýra flugvélum og eldflugum, elda mat og stoppa í sokka, liggur mér við að segja. Það er varla til sá hlutur, að ekki sé fáanlegt sjálfvirkt tæki til að gera hann betur. Venjulega sækir maður í sarpinn til Nev York og flýgur svo heim, en að þessu sinni hafði ég víxl á stöðunum og lagði fram í New York hugmynd að sjálf- virkum úthúnaði ,sem síðar kann að verða tekin í notk- un í Bandaríkjunum. Ulbúnaður þessi er til þess gerður að draga úr eld- og sprengihættu, ef um atómárás er að ræða Fóru tillögur mínar, að ráði Minneapolis Honeywell, lil Office of Defence og National Inventors Council, en það eru hinar opinberu stofnanir í Bandaríkjunum, sem um hervarnir og nýjar uppgötvanir fjalla. Þótti mér gaman að fá þakklætisbréf frá ritara forsetans. Annars var ég að hugsa um að fá þessi ta>ki fram- leidd og hefja sölu á þeim, en um þær mundir datt niður allur stríðsótti, og skömmu síðar þurfti ég að fara heim. Hugsanlegt er þó, að ég taki málið upp á ný, er ég fer veslur, væntanlega í vetur eða vor. Síðan þetta gerðist hefur úllitið í heiminum versnað stórlega, og er ég persónulega ekki í efa um, að ef til heimsstyrjaldar dregur, þá verður kjarnorkusprengjan ekki látin ónotuð. Þó að bandaríska þjóðin sé frið- söm, þá mun hún aldrei kunna að hræðast eða kúg- ast, hversu miklar hörmungar, sem yfir hana kunna að dynja. Þetta gerði ég mér ljóst, þegar verið var að búa fólk undir það í New York, að atómárás kvnni að verða gerð fyrirvaralaust á borgina. Ég hugsaði líka hingað heim, þar sem menn þora ekki að tala upphátt um þá nauðsyn, sem á því er að koma upp sjúkrahús- um utan bæjanna og undirbúa borgaralegar varnir, að ekki sé minnst á hervernd, sem óhjákvæmileg virð- ist vera. Engar hörmungar væru verri en þær að láta fyrst annan og svo hinn ófriðaraðilann fara eldi um landið. Auk þessarar hugmyndar vann ég að endurbættri eða réttara sagt alveg nýrri gerð af uppþvottavél, sem ekki er þó komin lengra en á pappírinn. Loks vann ég að nýrri gerð spegla, sem aldrei fellur móða á. Slíkir speglar eru góðir í baðherbergi. Ég hef þó síðan frétt, að slíkir speglar séu komnir í Statler hótelið í Was- hington. Að öðru leyti sinnti ég venjulegum viðskiptum. Hef ég skrifstofuaðsetur á 165 Broadway. Dvaldi ég að þessu sinni um 21/2 mánuð fyrir vestan, nær eingöngu í New York. En hver dagurinn er fljótur að líða. Soðkjarni og rafmagnsveiðar. Ég hef undanfarin ár haft Evrópuumboð fyrir Renneburg og Sons Co., sem eru þekktustu og elztu framleiðendur fiskimjölsverksmiðja, og sem nú fram- leiða soðkjarnaverksmiðjur. Hef ég ferðast mikið vegna fyrirspurna frá Noregi, Svíþjóð, Danmörku, Belgíu, Hollandi, Portúgal og svo Bretlandi, og stend ég í bréfaskriftum við helztu vísindastofnanir í fiskiðn- aði í öllum þessum löndum. Soðkjarnaverksmiðjur hafa á undanförnum árum risið upp eins og mý á mykjuskán í Bandaríkjunum, en þróunin er hægari í Evrópu. Ég hef kynnt mér þennan iðnað rækilegar en flestir aðrir, og hugmynd mín var að reyna, hvort ekki væri á íslandi hægt að reka viðskipti milli tveggja heimsálfa án þess að vera bundinn hinum íslenzka markaði. Ef íslenzkir heildsalar og umboðsmenn gætu gerzt milliliðir og umboðsmenn amerískra stórfyrir- tækja og séð um hagsmuni þeirra, þó ekki væri nema í Skandinavíu, gæti af því blotizt góður peningur. 166 FRJÁLS verzlun

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.