Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 25

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 25
Endurskoðendur voru endurkjörnir með lófataki þeir Þorsteinn Bjarnason og Einar Björnsson, en til vara voru kosnir Gunnar Ásgeirsson og Tómas Pétursson. I húsnefnd voru kosnir: Egill Guttormsson, Frið- þjófur Johnson, Sigurður Árnason. Oddur Helgason og Sveinbjörn Árnason. 13) Undir liðnum ýms mál kvaddi Björgúlfur Sig- urðsson sér hljóðs. Skýrði hann frá því, að kosin hefði verið 5 manna nefnd á almennum launþegafundi 12. júní s. 1. til að sameina launþegadeildirnar í eina deild. Nefndin hélt nokkra fundi og varð sammála að leggja fram svohljóðandi tillögu á fundinum: „Nefnd sú, sem starfað hefur að sameiningu launþegadeilda V. R. leggur til, að haldinn verði framhaldsaðalfund- ur síðar í vetur, svo að þar verði hægt að ræða vænt- anlegar lagabreytingatillögur í sambandi við fyrir- hugaðar ski])ulagsbreytingar á félaginu“. Sagði Björg- úlfur, að nefndin hefði lggt fram þessa tillögu, vegna þess að ekki hefði verið nægur tími til þess að gera tillögur til lagabreytinga fyrir þennan fund. Enginn annar tók til máls um tillögu þessa, og var hún síðan borin undir atkvæði og samþ. samhljóða. Gjaldkeri félagsins bar fram tillögu þess efnis, að árgjöld félagsmanna verði óbreytt næsta félagsár, kr. 50.00 fyrir karla og kr. 25.00 fyrir konur. Var tillag- an samþ. samhljóða. 1 fundarlok tók formaður V. R., Guðjón Einarsson, til máls og þakkaði fundarmönnum það traust, sem fundarmenn höfðu sýnt honum og meðstjórnendum hans með því að endurkjósa þá. Hann þakkaði einnig Baldri Pálmasyni fyrir prýðilegt starf í þágu V. R. á undanförnum árum. Fundarstjóri frestaði því næsl fundarstörfum til Iramhaldsaðalfundar, sem verður boðaður með sér- stakri dagskrá síðar í vetur. Ársskýrsla félagsstjómar V. R. Flutt af formanni á aðalfundi: Á nýliðnu starfsári hefur ýmislegt drifið á daga fé- lagsins. Ég skal ekki vera langorður um þá viðburði, aðeins dre]>a á það helzta' í starfsemi félagsins á liðnu starfsári. Verkaskipting félagsstjórnarinnar hefur verið á þessa lund á árinu: Guðjón Einarsson, formaður. Sveinbjörn Árnason, varaformaður. Gunnar Magnússon, gjaldkeri. Einar Elíasson, rilari. Njáll Símonarson. Ólafur Stefáns son og Þórir Hall, meðstjórnendur. í varastjórn voru kosnir: Baldur Pálmason. Daníel Gíslason og Hafliði Andréssoti, sem, eins og að undanförnu, hafa setið á stjórnarfund- um. Alls hafa verið haldnir 32 stjórnarfundir á árinu og 12 almennir launþegafundir. í félagið hafa gengið á árinu 69 karlar og 64 kon- ur, samtals 133 íelagar, en 89 liafa verið útstrikaðir vegna skulda eða sagt sig úr félaginu. Fullgiidir félagar á aðalskrá félagsins eru nú 1108 karlar og 358 konur. Samtals 1466 félagar. F.ru hér ekki meðtaldir heiðursfélagar né heldur þeir, sem sett- ir hafa verið á aukaskrá, eitthvað um 100 manns. Á aukaskrá hafa þeir verið settir, sem flutzt hafa úr bænum urn lengri eða. skemmri tíma, svo og þeir sem um óákveðinn tíma stunda aðra vinnu en verzlunar- störf. Af þessum 1466 á aðalskrá eru: Kaupmenn og forstjórar ................. 271 Þeir sem stunda iðnað eða önnur störf jafnhliða kaupmennsku.................... 42 Giftar konur, sem hættar eru verzlun- arstörfum............................... 10 samt. 323 Launþegar í félaginu eru því nú 1143. Af þessum 1142 launþegum, eru 45, sem vinna í bönkum og í bæjar- og ríkisfyrirtækjum. Að starfi hafa verið þessar nefndir, skipaðar af stjórninni: Veitinganefnd: Hjörtur Hansson, formaður, Sveinbjörn Árnason og Einar Elíasson. Bókasafnsnefnd: Sigurlaugur Þorkelsson. formaður. Egill Guttormsson og Páll Jóhannesson. Fulltrúar í fulltrúarnefnd V. I.: Guðjón Einarsson. Sveinbjörn Árnason og Gunnar Magnússon. Skemmtinefnd: Kristinn Þórarinsson, formaður og Ágúst Hafberg, lilnefndir af stjórn V. R. Jón Eiríksson af hálfu sölumannadeildar og Magnús Valdemarsson af hálfu skrifstofum. d., en afgreiðslumannadeildin skipaði engan. Launakjarnefnd: Þórir Hall, formaður og Daníel Gíslason, tilnefndir af stjórn V. R. Björgúlfur Sigurðsson tiln. af afgr.m.deild. Bjarni Halldórsson „ „ sölum.deild. Njáll Símonarson „ „ skrifstm.d. Auk þessara nefnda starfar Skúla Magnúfsonar nefnd og Minjasafnsnefnd. I ritnefnd Erjálsrar Verzl- unar voru skipaðir: Einar Ásmundsson, formaður. FRJÁLSVERZLUN 185

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.