Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 29

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 29
Smásaga efth HERMANN SUNDERMANN. Guði sé lof, kæra i'rú, að mér auðnast enn einu sinni að sitja hjú yður og rabba við yður í ró og næði. Annríki og umstang helgidaganna er nú hjá liðið og j)ér getið aftur séð af stundarkorui handa mér. Æ, þessi jól! Það held ég, að eitthver illur andi hafi fundið þau upp, beinlínis til kvalar okkur vesalings. piparsveinunum, til |)ess að láta okkur finna betur en nokkru sinni fyrr tómleikann í okkar heimilislausa lífi. Öðrum eru þau uppspretta fagnaðar, en okkur sannarlegt kvalræði. Ekki svo að skilja, það veit ég vel, við erum ekki allir fullkomnir einstæðingar — við eigum eins og fleiri kost þeirrar hamingju, er því fylgir að gleðja aðra, og einmitt í því felst allur leyndardómur jólagleðinnar. En ánægjan, sem því fylgir, að taka þátt í fögnuði annarra, er — að því er okkur snertir, að nokkru blönduð sjálfsháði og að nokkru blönduð sárri þrá, sem ég ætla að levfa mér að kalla hjúskaparjirá — í mótsetningu við heimþrá. Hvers vegna kom ég ekki og úthellti hjarta mínu fyrir yður? Þannig spyrjið ])ér, sem eruð svo brjóst- góðar — þér sem eigið samúð að miðla í jafnríkum mæli og kynsystur yðar aðrar eiga kaldrifjaða mein- fýsina. Ástæða er til þess. Þér munið, hvað Speidel seg- ir í yndislegu bókinni sinni Einstæðingar, þessari, sem J)ér senduð mér á jóladaginn, senduð mér af hárfínum skilningi á s’álarástandi mínu: „Piparsveinninn“, seg- ir hann, „sanr.ur piparsveinn, kærir sig ekki um neina huggun í raunum sínum. Ur því hann er óhamingju- samur, vill hann fá að njóta ógæfu sinnar til hins ítr- asta“. En auk þessarra einstæðinga, sem Speidel lýsir, er til önnur tegund piparsveina, J)essir svokölluðu „vinir fjölskyldunnar“. Ég á ekki við þessa útsmognu ])rjóta, sem leika það af list og vana að leggja heimili í rúst- ir, þessa karla, ,sem hreiðra um sig við arininn, í skjóli gestrisninnar, með eitursnáksins flærðarglampa í augnaráðinu. Ég á við frænda gamla, skólabróður pabba, sem hossar litla snáðanum á hné sínu, jafn- framt því sem hann les upphátt fyrir mömmu í ein- hverju tímaritinu og gætir þess, að hlaupa yfir alla vafasömu staðina. Ég ]>ekki menn, ,sem lielga allt sitt líf einhverri fjöl- skyldu, sem þeir haf'a bundið tryggð við — menii, sem lifa lífi sínu í fyllsta sakleysi við hlið fagurrar konu, sem þeir dást að í hjarta sínu svo enginn veit af. Trúið þér mér ekki? Nú, það voru þessi orð mín, „í fyllsta sakleysi“, sem þér hnutuð um? Já, ef til vill hafið þér rétt fyrir yður. Innst í hugskoti hins stilltasta manns auk heldur liggur falin óstýrlát þrá, en — munið mig um það — hún liggur þar fjötruð. Til dæmis um þetta hefði ég gaman af því að segja yður frá viðræðu, sem tveir háaldraðir heiðursmenn áttu saman í fyrrakvöld, á gamlárskvöld. Ég segi eng- um frá því, hvernig ég komst að þessari viðræðu og ég bið yður að segja þetta engum. Jæja, má ég þá byrja söguna? Þér skuluð nú reyna að setja yður fyrir sjónir her- bergi, sem er hátt til lofts, búið gamaldags húsgögn- um og lýst upp með gríðarbjörtum, grænskermuðum hengilampa, einum þessara lampa, sem tíðkuðust hjá foreldrum okkar, áður en farið var að nota steinolíu- lampa. Birtan af lampanum fellur á kringlótt borð með hvítum dúk, og á borðinu standa allskonar til- færingar, sem hafa þarf til þess að búa til nýárspúns. Á miðju borðinu hafa lekið niður nokkrir dropar af olíu og brotið sig í dúkinn. Þarna hafið þér umgerð um frásögn mína. Gömlu mennirnir tveir, sem ég ætla að segja frá, sátu svona til hálfs í skugsta af græna lampaskermin- um, báðir mestu fauskar, háaldraðir, bognir og óstyrk- ir, starandi framundan sér ellisljóvum augum. Annar þeirra, húsráðandinn, er auðsýnilega gamall liðsfor- ingi, það mynduð þér óðara sjá á því, livað hann hnýt- ir hálsklútinn sinn vendilega, á yfirskegginu oddhvassa og hermannlegum augnabrúnunum. — Hann situr og heldur fast um sveifiua á hiólastólnum sínum, báðum höndum, eins oa' þetla væri hækia. Hann er alveg ról- laus, nema hvað hann japlar stöðugt með kjálkunum. eins og hann sé að tönnlact á einhverju. Hinn situr á sófa skammt frá, hár, grannvaxinn, með mjóar herð- ar. höfuðið gáfulegt, með háu enni, heimspekingshöf- uð. Hann blæs við og við ofurmióum revkiarstrókum úr langri pípu, sem alveg er að bví komið að slokkni í. Hann er nauðrakaður, andlitið innþornað í umgerð FRJÁLSVERZLUN 189

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.