Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 28

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 28
ísland. títflutningurinn og innflutningur- inn í október s.l. var jafn eða um 38,7 millj. kr. Eftir tíu fyrstu mán- uði ársins er verzlunarjöfnuðurinn óhagstæður um 145,4 millj. kr. Nem- ur innflutningurinn 408,4 millj. kr., en útflutningurinn 263 millj. kr. Bretland. Útflutningur Breta í október reyndist 202 millj. £, en innflutning- urinn 224 millj. £. Er útflutningur- inn í mánuðinum 28 millj. £ meiri en meðalútflutningur. I mánuðinum seldu Bretar vörur fyrir um 70 millj. dollara til Kanada og Bandaríkj- anna. Bretar fluttu út vörur til Kanada á fyrri árshelming þessa árs fyrir 187 millj. dollara, í samanburði við 163 millj. dollara á sama tíma í fyrra. Á þessu tímabili seldu Bretar þangað 27,868 bifreiðar og er það meira en tvisvar sinnum meira en á sama tíma s.l. ár. Mestur var út- flutningur Austin-verksm. | angað eða 11,259 bifreiðar, brezku Ford- verksm. 4,869 bifreiðar og Hiilman 4,338 bifreiðar. Verðmæti útfluttra farartækja í ágúst var aðeins fyrir ofan meðal- tal fyrri mánuði ársins, en 33% meiri en mánaðarmeðalta! ársins 1949. í mánuðinum voru m. a. flutt- ar út 9.884 landbúnaðardráttarvélar fyrir 3,3 millj. £., 195 þús. reiðhjól að verðmæti 1,4 millj. £. og 34.029 fólksbifreiðar og bifreiðagrindur með hjólum og vélum að verðmæti 10 millj. £., þar af fóru 9.849 bif- reiðar til Ástralíu og 7.613 til Kanada. Bandaríkin. Stálframleiðsla Bandaríkjanna er nú talin vera í kringum 100 millj. tonn árlega, eða meira en helming- ur af því magni sem hún er talin vera í öllum heiminum, en það er 180 millj. tonn. Hlutur Breta af heimsframleiðslunni er um 16 millj. tonn. Ef allir framleiðslumöguleik- ar eru nýttir til fulls, er talið auð- velt að auka heimsframleiðsluna upp yfir 200 millj. tonn á ári, en það væri nýtt framleiðslumet í sögu stál- iðnaðarins. Hlutur Bandaríkjanna yrði 115—120 millj. tonn af því framleiðslumagni. Verðlag á bifreiðum og rafmagns- vörum hefur hækkað töluvert síð- ustu mánuðina. Kaiser-Frazer-verk- sm. hefur t. d. hækkað verð á bif- reiðum fyrirtækisins frá 10 upp í 120 dollara til þess að standa straum af 10% verðhækkun á hráefnum og 7% kauphaÁkun vcrkafólksins. V- Bandaríkin munu nota meira af gerfigúmmí en hrágúmmí, að minnsta kosti fram að 1952, samkv. ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að byggja upp geysimiklar birgðir af hrágúmmí. Er þetta gert með tilliti til hins uggvænlega ástands í heims- málunum og ef allur innflutningur hrágúmmís frá Austur-Asíulöndun- um skyldi stöðvast, eftir því sem forseti U.S Rubber Companv liefur skýrt frá. Notkun gerfigúmmís mun nema 54% af allri gúmmínotkun Bandaríkjanna 4 síðustu mánuði þessa árs, í camanburði við 40%‘ fyrstu átta mánuði ársins, en mun aukast til muna á næsta ári. Útflutningur Bandaríkianna til Japans á fyrri árshelming 1950 nam að verðmæti 215,7 millj. dollara, en innflutningurinn þaðan var að verð- mæti 74,7 millj. dollara. Stærsti liðurinn í útflutningi Japana til Bandaríkjanna var óunnið silki, en í útflutningi Bandaríkjanna til Jap- ans hveiti, óunnin baðmull og soja- baunir. Innflutningurinn í júlí nam að verðmæti 711,1 millj. dollara, en útflutningurinn féll niður í 774,1 millj. dollara, miðað við 877 millj. dollara í júnímánuði. Er innflutn- ingurinn í júlí sá annar mesti í sögu þjóðarinnar. Rússland. Eins og kunnugt er af fréttum hafa Rússar lagt mikið kaj)p á ull- arkauj) víðsvegar um lieim síðustu tvö ár, aðallega frá Ástralíu og Nýja Sjálandi, svo og frá Suður-Afríku, Argentínu og Uruguay. Hafa þeir jafnvel yfirboðið keppinauta sína á markaðinum í Ástralíu og Nýja Sjálandi. í síðustu markaðstíð, er lauk í júní s.l., keyptu þeir tæp 37 millj. lbs. ullar frá Ástralíu, og er það 10 millj. lbs minna en á næstu markaðstíð á undan. Frá Nýja Sjá- landi keyptu Rússar um 10 millj. lbs., sem er um helmingi minna magn en á síðustu markaðstíð á und- an. Keppinautar þeirra buðu að þessu sinni hærra verð en nokkurn líma áður, þar sem mikið kapphlaup er um ull á heimsmarkaðinum. Bret- ar keyptu 425 millj. lbs. ullar frá þessum löndum í síðustu markaðstíð og Bandaríkjamenn 122 millj. Ibs. 188 FRJALS VERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.