Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 11

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 11
við stjórnina í Berlín,“ svaraði Huntziger, ,,og við förum fram á, að okkur verði látnir sömu möguleik- ar í té.“ Þjóðverjarnir ræddu þelta fram og aftur sín á milli. ..Er yfirleitt mögulegt að ná símasambandi við Bor- d'eaux?“ sj)urði Keitel liðsforingja, sem sat við hlið honum. Hann vissi það heldur ekki, því að þangað til í dag hafði verið stríð, og veggur úr járni og stáli að- skilið bæði löndin. En svo kom þaÖ í ljós við eftir- grenslan, að með bráðabirgðalínu myndi vera hægt að ná sambandi við Bordeaux. Féllst Keitel þá á að leyfa Frökkunum að síma. í tvo klukkutíma var setið við samn- ingaborðið, en þá tilkynnti hraðboði, að búið væri að koma á sambandi. Jarðstrengur hafði verið lagður í gegnum skóginn yfir rjóðrið og að vagninum. Tal- símatæki hafði svo verið komið fvrir í eldhúsi hins gamla matarvagns. .,Eftir fimm mín- útur verður Bordeaux í símanum,“ tilkynnti liðsfor- inginn. Þýzka nefndin fór úr vagninuny til þess að Frakkarnir gætu úr eldhúsinu ótruflaðir talað við rík- isstjórn sína. Mér var falið að hlusta á samtalið úr vagni fréttaþjónustunnar. Fyrst heyrði ég eitthvað, en skildi ekki, hvað talað var. Loksins rann upp fvrir mér ljós. Það var þýzkur hermaður, sem talaöi frönsku með Berlínarmálhreim: ,,Ici Comj)iégne!“ -— Hér er Compiégne!“ -— Svo kom þögn. — Loks kom hann aftur og hafði nú náð sam- bandi: „Mademoiselle, ég gef yður samband við frönsku sendinefndina í Com])iégne-skóginum,“ sagði hann með sterkum Berlínaráherzlum, en þó vel skiljqnlega. Hví- líkar andstæður, hér djúpt. inni í frönskum skógi í stórstríði var einhver að tala í síma við „macíemoiselle" í Bordeaux, rétt eins og það væri hversdagslegur við- burður. Nú eftir að nokkur ár eru liðin frá ófriðar- lokum geta menn alls ekki gert sér í hugarlund, hversu óraunverulegur þessi atburður kom mér þá fyrir sjónir. í snatri setti ég hlustunartækin á höfuð mér, því að nú var aftur horfið til raunveruleikans. „Já, hér tal- ar Weygand hershöfðingi,“ heyrðist rödd yfirhershöfð- ingjans í Bordeaux segja langt í burtu, en þó greini- lega. „Hér Huntziger,“ var svarað úr eldhúsi matarvagns- ins, ,,ég tala við yður í vagninum," — dálítið hik á röddinni —, „sem þér kannist við.“ Weygand hafði nefnilega verið aðstoðarmaður Foch við vopnahlés- samningana 1918 í sama vagni. „Hafið þér skilmálana?“ hrópaði W evgand frá hinni fjarliggjandi Bord'eaux. „Já,“ svaraði Huntziger. „Og hvernig eru þeir?“ spurði W'eygand um hæl. „Les conditions sont dures, mais il n’y a rien contre l’honneur — skilmálarnir eru harðir, en í þeim er ekkert, sem stríðir gegn heiðrinum,“ svaraði formaður l'rönsku vopnahlésnefndarinnar. A næstu klukkustundum fóru mörg svipuð símtöl l'ram milli Comj)iégne og Bordeaux. Þess á milli var haldið áfram við samningaborðið. Viðræðurnar dróg- ust fram á kvöldið, en ýms tæknisleg vandamál voru þó enn óleyst. Næsta morgun kl. 10 hófust samninga- umleitanirnar að nýju og stóðu yfir mestan hluta dags- ins. Keitel varð stöðugt órólegri, eftir því sem samn- ingarnir drógust á langinn. Um sexleytið um eftirmið- daginn gekk ég i fundarhléi yfir að tjaldi Frakkanna með úrslitakosti frá Keitel. „Ef ekki liefur náðzt sam- komulag innan einnar klukkustundar, verður samninga- umleitununum slitið og frönsku samninganefndinni fylgt yfir til frönsku víglínunnar.“ Þetta var liinn stuttaralegi texti, sem ég var látinn lesa standandi yfir Frökkunum, alveg eins og Henderson 3. september 1939 hafði lesið yfir okkur úrslitakosti Breta. Frakkarnir komust í geðshræringu, á ný var símað til Bordeaux og W'eygand svaraði. Var auðheyrt, að hann kom af ráðuneytisfundi úr næsta herbergi. Að lokum veitti franska ríkisstjórnin Huntziger umboð til þess að undirrita vopnahléssamningana. Hann hafði ítrekað og ákveðið beðið um þetta umboð, trúlega til þess að tryggja sig gegn gagnrýni síðari tíma. Klukkan 18,50 22. júní 1940 voru svo skilmálar þýzk-frönsku vopnahléssamninganna undrritaðir af Keitel og Huntziger í viðurvist nefndanna. Tár komu fram í augu sumra Frakkanna. Því næst kvöddu Frakkar. Eftir urðu aðeins Keitel, Huntziger og ég. „Eg vil ekki láta hjá líða,“ sagði Keitel við Huntziger, „sem hermaður að láta í ljósi samúð mína á þessari erfiðu stundu fyrir yður sem Frakka. Það ætti þó að vera yður sársaukaléttir, að vera fullvissir um, að frönsku hermennirnir hafa bar- izt af hreysti. Það vil ég staðfesta.“ Þögulir stóðu svo Þjóðverjinn og Frakkinn andspænis hvor öðrum. Báðir með tár í augum. „Þér, herra hershöfðingi,“ sagði Keitel, hafið í þessum erfiðu samningum með virðugleik gætt hagsmuna ættjarðar yðar.“ Síðan rétti hann IJuntziger höndina. Ég fylgdi hinum franska hershöfðingja síðan að vagninum og var síðasti Þjóðverjinn, sem kvaddi hann og frönsku nefndina. Framkoma Frakkanna á þessum óskaplega erfiðu tímamótum hafði haft djúpsett álirif á mig. IIUNTZIGEB, FRJÁLSVERZLUN 171

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.