Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.12.1950, Blaðsíða 14
laust við, að ég saknaði borgarinnar og lífsgleðinn- ar, sem einkenndi hana. Upp í huga mér skaut La Plaza, stóra torgið í hjarta borgarinnar, þar sem unga fólkið fjölmennti á síðkvöldum til að sýna sig og sjá aðra. Ungu senjoríturnar gengu tvær, þrjár og fjórar saman og leiddust. Stefndu þær allar í sömu átt. Pilt- arnir gengu hinsvegar á móti kvennaskaranum svo þeir gætu mætt senjorítunum augliti til auglitis. Þetta var allra skemmtilegasti „rúntur“, og ekki spillti það fyrir rómantíkinni, að hljómsveit spilaði öðru hvoru skemmtileg lög til ánægju fyrir rúntdýrkendurna. Annars er þetta ekki neitt sérkenni fyrir Monterrey, því að hver einasta borg í Mexíkó, stór og smá, á sitt Plaza, sem er og verður miðdepill allrar rómantíkar yngri kynslóðarinnar. Palacio de Bellas Artes í Mexico City, i»ar sem bæði lista- safnið og- óperan eru til húsa. Dómkirkjan í Taxco er ein af fegurstu kirkjum Mexikó. fyrir mér landslagið, sem mér fannst stöðugt verða fegurra. Oðru hvoru ókum við um smáþorp, sem mér virtust vera svo til eingöngu byggð Indíánum. Asnarn- ir voru algeng samgöngutæki á þessum slóðum, sem fóru sér að engu óðslega og báru á baki sér hálfsofandi peóns (kotbændur) með stóra sombreros á höfðinu, sarajres (værðarvoðir) slegnar yfir herðarnar og sand- ala á fótunum. Er þetta „typiskur“ klæðnaður hins mexíkanska peóns. Un Burro con un Peón. Stórar appelsínuekrur þekja stór svæði beggja megin þjóðvegarins fyrir norðan Monterrey. Við þutum fram hjá ávaxtatrjánum, sem ég gaf hýrt auga annað veifið. Ferðafélagar mínir, sem allir voru mexíkanskir eins og fyrri daginn, virtu þau hinsvegar ekki viðlits, enda áreiðanlega vanir þessari sjón. Bíllinn fór hratt yfir, því nú hafði ég tekið mér far með hraðferð til höfuð- borgarinnar, Mexico City. Fararkosturinn var þægileg- ur og tók aðeins 10 farþega. Vegalengdin frá Monterr- ey til höfuðborgarinnar er um 1000 km., og þar sem ég hafði ákveðið að fara þetta í einum áfanga, kaus ég þægilegt farartæki, þó ég þyrfti að eyða í það nokkrum pesos til viðbótar því, sem það hefði kost- að mig að ferðast með venjulegum langferðabíl. Land- ið fór hækkandi eftir því, sem við fjarlægðumst Mont- errey meir, og hitabeltisgróður fór að gera vart við sig. Bíllinn okkar þaut áfram, og farþegarnir höfðu hljótt um sig. Var engu líkara en að menn væru feimn- ir við að hefja samræður. Ég gaf ferðafélögum mínum lítinn gaum, því ég hafði nóg að gera með að virða Naranjas, Senor. Við ókum nú inn í Victoría, sem er all stór borg um 250 km. frá Monterrey. Hér stoppaði bíllinn og tók benzín. Bílstjórinn tilkynnti okkur, að viðstaðan myndi verða um 15 mínútur, sem menn gætu notað lil þess að fá sér eitthvað snarl, ef þeir óskuðu. Ég fór inn á smá veitingakrá, sem var við benzínstöðina og bað um „una serveza“, en það mun vera einn bjór, laus- lega þýtt á íslenzku „Qué hermoso dia!“ heyrði ég að sagt er við hliðina á mér, en þar var þá kominn einn af ferðafélögum mínum og var að ávarpa mig. Ég samsinnti því, að þetta væri skínandi dagur, en mér þætti samt full heitt. Við töluðum þarna saman stund- arkorn um veðrið, ferðalagið, Mexíkó og ísland á með- an við tæmdum „dos botellos de Carta Blanca“. Áður en varði vorum við komnir af stað og ókum greitt suður á bóginn í áttina til Mexico City. Ég tók eftir því, að nú vorum við komnir með nýjan bílstjóra, og höfðu bersýnilega farið fram vaktaskipti í Victoría. Sá nýkomni virtist ekkert standa að baki þeim, sem við skildum eftir, hvað ökuhæfileika snerti. Vegurinn 174 FRJÁLSVERZLUN

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.