Frjáls verslun - 01.12.1958, Qupperneq 16
II. Birgir Kjaran, hagjr.: il
M E N N 0 G M J L E F N I
Berfil Ohlin og sósíal-liberalisminn
Maðtir, sem kann á mörgu slál
„Til þess að vera vísindamaður
þarf skapgerð."
David, Davidson
Á norræna stúdentamótinu, sem haldið var í
Reykjavík síðustu vikuna í júní-mánuði þjóð-
hátíðarárið 1930, var samankomið margt glæsi-
legra ungra manna, erlendra og innlendra. I hópi
útlendinganna vakti ungi, sænski prófessorinn
Bertil Ohlin sérstaka at-
hygli. Hann hafði orðið
sænskur prófessor árið
áður aðeins þrítugur að
aldri, var fríður sýnum
og fyrirmannlegur í fram-
göngu. Á stúdentamótinu
hélt Ohlin framsöguræðu
um „Sameiginleg hags-
munamál Norðurlanda“,
og segir Stúdentablaðið
1. des. 1930: „Var ræðan
hin merkilegasta og prýði-
lega flutt“. — Fyrir tuttugu og átta árum fengu
Islendingar þannig augnabliksmynd af Bertil
Ohlin, einmitt þegar framaferill hans var að
hefjast. Að baki var óvenjuglæsileg námsbraut,
en í hönd fóru athafnaárin.
Bertil Gotthard Ohlin lieitir hann fullu nafni
og er aldamótamaður, fæddur árið 1899 í smá-
bænum Grámanstorp í Kristjánsstatsléni á Skáni.
Faðir hans var embættismaður. Ohlin hóf ungur
nám og gekk mjög greiðlega. Stúdentspróf tók
hann í Hálsingborg og innritaðist síðan við há-
skólann í Lundi og útskrifaðist þaðan sem fil.
kand. árið 1917. Hann tók síðan hagfræðipróf
við Handelshögskolan í Stokkhólmi árið 1919.
Við Stokkhólmsháskóla varð hann fil. lic. árið
1922 og doktorsgráðu tók hann árið 1924. Við
þetta bættust námsferðir til útlanda til Grenoble
og Cambridge, og meðal annars tók hann í einni
þeirra M.A.-próf við Harvardháskóla (1923).
Að námi loknu hófst svo hinn fjölbreytileg-
asti starfsferill og þá fyrst við kennslu og fræði-
störf, en síðar einnig við stjórnmál og blaða-
mennsku. Fyrst í stað starfaði hann sem docent
við Stokkhólmsháskóla. Á árunum 1924—29
var liann prófessor í hagfræði við Kaupmanna-
hafnarháskóla, og frá því árið 1929 hefur hann
verið jn-ófessor í hagfræði við Handelshögskolan
í Stokkhólmi. Samhliða kennslustörfum hefur
Ohlin gegnt fjölmörgum opinberum störfum,
bæði utanlands og' innan. Ilann hefur átt sæti
í fjölmörgum sænskum nefndum, sem um efna-
hagsmál hafa fjallað, á sæti í Norðurlandaráði
og hefur sótt alþjóðaráðstefnur í Genf og víðar,
þar sem alþjóðleg hagfræðiviðfangsefni hafa
verið rædd, og oft hafa ræður hans og tillögur
vakið verðskuldaða athygli og haft áhrif á gang
efnahagsmála þjóðar hans og jafnvel á alþjóða-
vettvangi. Málflutningur hans jal'nt í ræðu sem
rituðu máli þykir skýr, rökfastur, byggður á
gerhygli og djúpstæðri þekkingu og fluttur af
einurð og skapfestu. Þessir hæfileikar hafa auð-
veldað Ohlin að koma skoðunum sínum á fram-
færi, enda eru rit hans bæði hagfræðileg og hin
pólitísku víðlesin. Þá er og þessi vöggugjöf far-
sælt veganesti þeim, sem gerir kennslu að ævi-
starfi, og sjálfsagt myndu ýmsir, sem hafa lesið
hinar auðskildu kennslubækur hans, vilja snúa
honum til handaþeimþakkarorðum, er hann flutti
Bertil Ohlin
16
KRJAIiS VERZLUN